Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 52

Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 52
HJÖRTUR PÁLSSON JVokkrir punktar um I.G.Þ. I. Þó að’ Indriði G. Þorsteinsson sé enn innan við fertugt og frá lmns hendi hafi ekki komið nema fimm bækur, tvær skáldsögur og þrjú smásagna- söfn, leikur ekki á tveim tungum, að hann er einn fremsti samtímahöfund- ur okkar, sem nú skrifar óbundið mál, og hefur um margt athyglisverða sér- stöðu. Þegar ritferill lians hófst, varð hann strax mjög umdeildur höfundur, en á þeim 14 árum, sem síðan eru liðin, hafa menn beðið hverrar nýrrar bókar Indriða með mikilli eftirvæntingu, og sést af þessu, að snemma liefur marg- an rennt grun í, að þar færi eftir- tektarverður höfundur og viljað fylgj- ast með, hvernig honum vegnaði. Þeir hafa reynzt sannspáir, því að með sterkum rökum má segja, að hann hafi efnt þau fyrirheit, sem hann gaf með 79 af stöðinni og beztu smásög- um sínum, í Landi og sonum og nú síðast í Mannþingi. Um Indriða má segja líkt og Byron eftir útkomu Childe Harold, að hann hafi vaknað einn morgun og verið þá orðinn frægur. Þegar hann bar sigur úr býtum í fyrstu smásagnasamkeppni Samvinnunnar 1951, „sló hann í gegn“ svo eftirminnilega, að enn er til þess jafnað. Síðan hefur honum aukizt ás- megin við hverja nýja raun að kalla og alltaf verið á uppleið. Indriði G. Þorsteinsson fæddist í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði 18. apríl 1926. Ólst hann síðan upp á ýmsum bæjum í Skagafirði með foreldrum sínum og árlangt á Sauðár- króki, unz hann fluttist til Akureyrar 1939. Hann var við nám í Gagnfræða- skóla Akureyrar vetrarpart 1939—40, í Menntaskólanum á Akureyri 1940—41 og á Laugarvatni 1942—43, en kveðst hafa verið firna lélegur námsmaður. Að öðru leyti var hann lengst af a Akureyri til 1948 og stundaði á þeim árum ýmsa vinnu, svo sem vegavinnu, Bretavinnu, verzlunarstörf og akstur. Næstu tvö sumur fékkst Indriði við akstur í Reykjavík, en var á veturna i Skagafirði, — þá nýlega tekinn að fást við ritstörf. Vorið 1951 hóf hann vinnu á Keflavíkurflugvelli, en réðst skömmu síðar blaðamaður til Tímans. Seinna um sumarið birtist verðlauna- saga hans, Blástör, og komst höfund 40 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.