Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 53

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 53
urinn brátt á allra varir af því tilefni. Frá 1951 hefur blaSamennska verið aðalstarf Indrið'a, lengst af hjá Tím- anum, en við Alþýðublaðið 1960—62. Ritstjóri Tímans hefur hann verið frá því í ársbyrjun 1962. Bækur lians eru fimm, skáldsögurnar 79 af stöðinni (1955) og Land og synir (1963) og smásagnasöfnin Sæluvika (1951), Þeir sem guðirnir elska (1957) og Mann- þing (1965). Auk þessa hefur Indriði nokkuð fengizt við þýðingar og önnur ritstörf. 79 af stöðinni hefur komið út í ungverskri og finnskri þýðingu, og smásögurnar AS enduðum löngum degi og Gömul saga hafa einnig verið þýddar, hin fyrri á norsku, en sú síðari á þýzku. Land og synir kemur út á ])ýzku að ári. Af þessari upptalningu má marka, að Indriði G. Þorsteinsson er skilget- inn kvistur þeirrar kynslóöar, sem sá dagsljósið milli tveggja heimsstríöa, sleit barnsskónum á kreppuárunum og tók út þroska sinn á hernámsárunum og upp úr stríðslokum. Þannig hefur hann af eigin raun lifað liið afdrifa- rika umrótsskeið í þjóðlífi íslendinga, flutning þeirra úr sveit í borg og hreytingu þjóðfélagsins úr þúsund ára bændaþjóöfélagi í hálfkarað borgar- þjóðfélag. Þessi breyting er enn í deiglunni, og kynslóð Indriða er ekki enn húin að raða saman þeirri veröld, seni hún erfði í brotum. Ekkert var því eðlilegra en að allt þetta umrót, or- sakir þess og afleiðingar, að svo miklu leyti sem þær liggja ljósar fyrir nú, og hin breyttu viðhorf, sem fylgt hafa í kjölfarið, yrði meginviðfangsefni Ind- riða G. Þorsteinssonar og rauði þráð- urinn í skáldskap hans. Þetta hefur líka komið á daginn. Sveitamaðurinn og vandamál hans heima og heiman er maður Indriða, og hann skilur hann og þykir vænt um hann og fer nærri um viðbrögð hans og kenndir. Og kannski er það einmitt vegna þess, að meginþorri íslendinga hefur fram til þessa verið sveitamenn, að lýsing Indriða G. Þorsteinssonar á þeim hef- ur fundð hljómgrunn og hitt í mark, ýmist sársaukalaust eða ekki. Tvíþætt kynni hans af bæjar- og sveitalífi hafa orðið honum dýrmæt reynsla og mikill ávinningur. Eins og 79 af stöð- inni var borgarsaga með sveitina í baksýn, þannig er Land og synir sveita- saga með borgina í baksýn, og það er athyglisvert, að þeir, sem skrifaö hafa um sömu þjóðfélagshræringar og Ind- riði, hafa gert það öðruvísi, — ýmist nær eingöngu frá sjónarmiði sveita- manns eða borgarbúa, en ekki hvort tveggja. Ef lífsferill Indriða til þessa er haföur til hliðsjónar, sést líka, að hann hefur sjaldnast valið sér önnur söguefni en þau, sem liann hefur haft aðstöðu til að skrifa um af þekkingu og talsveröri nærfærni vegna eigin reynslu. Sveitalífið og náttúran um- hverfis manninn er honum ríkt í huga, en lífstónn bæjanna er honum álíka mikill raunveruleiki. Hann hefur til dæmis skrifað bæði um búskap og blaðamennsku, híla og skepnur, og FÉLAGSBRÉF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.