Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 53
urinn brátt á allra varir af því tilefni.
Frá 1951 hefur blaSamennska verið
aðalstarf Indrið'a, lengst af hjá Tím-
anum, en við Alþýðublaðið 1960—62.
Ritstjóri Tímans hefur hann verið frá
því í ársbyrjun 1962. Bækur lians eru
fimm, skáldsögurnar 79 af stöðinni
(1955) og Land og synir (1963) og
smásagnasöfnin Sæluvika (1951), Þeir
sem guðirnir elska (1957) og Mann-
þing (1965). Auk þessa hefur Indriði
nokkuð fengizt við þýðingar og önnur
ritstörf. 79 af stöðinni hefur komið út
í ungverskri og finnskri þýðingu, og
smásögurnar AS enduðum löngum
degi og Gömul saga hafa einnig verið
þýddar, hin fyrri á norsku, en sú
síðari á þýzku. Land og synir kemur
út á ])ýzku að ári.
Af þessari upptalningu má marka,
að Indriði G. Þorsteinsson er skilget-
inn kvistur þeirrar kynslóöar, sem sá
dagsljósið milli tveggja heimsstríöa,
sleit barnsskónum á kreppuárunum og
tók út þroska sinn á hernámsárunum
og upp úr stríðslokum. Þannig hefur
hann af eigin raun lifað liið afdrifa-
rika umrótsskeið í þjóðlífi íslendinga,
flutning þeirra úr sveit í borg og
hreytingu þjóðfélagsins úr þúsund ára
bændaþjóöfélagi í hálfkarað borgar-
þjóðfélag. Þessi breyting er enn í
deiglunni, og kynslóð Indriða er ekki
enn húin að raða saman þeirri veröld,
seni hún erfði í brotum. Ekkert var því
eðlilegra en að allt þetta umrót, or-
sakir þess og afleiðingar, að svo miklu
leyti sem þær liggja ljósar fyrir nú, og
hin breyttu viðhorf, sem fylgt hafa í
kjölfarið, yrði meginviðfangsefni Ind-
riða G. Þorsteinssonar og rauði þráð-
urinn í skáldskap hans. Þetta hefur
líka komið á daginn. Sveitamaðurinn
og vandamál hans heima og heiman er
maður Indriða, og hann skilur hann
og þykir vænt um hann og fer nærri
um viðbrögð hans og kenndir. Og
kannski er það einmitt vegna þess, að
meginþorri íslendinga hefur fram til
þessa verið sveitamenn, að lýsing
Indriða G. Þorsteinssonar á þeim hef-
ur fundð hljómgrunn og hitt í mark,
ýmist sársaukalaust eða ekki. Tvíþætt
kynni hans af bæjar- og sveitalífi
hafa orðið honum dýrmæt reynsla og
mikill ávinningur. Eins og 79 af stöð-
inni var borgarsaga með sveitina í
baksýn, þannig er Land og synir sveita-
saga með borgina í baksýn, og það er
athyglisvert, að þeir, sem skrifaö hafa
um sömu þjóðfélagshræringar og Ind-
riði, hafa gert það öðruvísi, — ýmist
nær eingöngu frá sjónarmiði sveita-
manns eða borgarbúa, en ekki hvort
tveggja. Ef lífsferill Indriða til þessa
er haföur til hliðsjónar, sést líka, að
hann hefur sjaldnast valið sér önnur
söguefni en þau, sem liann hefur haft
aðstöðu til að skrifa um af þekkingu
og talsveröri nærfærni vegna eigin
reynslu. Sveitalífið og náttúran um-
hverfis manninn er honum ríkt í huga,
en lífstónn bæjanna er honum álíka
mikill raunveruleiki. Hann hefur til
dæmis skrifað bæði um búskap og
blaðamennsku, híla og skepnur, og
FÉLAGSBRÉF 41