Félagsbréf - 01.10.1965, Page 58

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 58
Sú stílögun og vandvirkni, sem Land og synir ber vott um, sýnir í senn, að höfundurinn hefur náð ærnum þroska og gerir til sín miklar kröfur. Það verður ekki sagt með neinum rétti um þessa sögu, sem hófst á Eyvindarstaða- heiðinni sumarið 1958, að hún hafi þegið allan sinn búning af Ernest Hemingway. Indriði G. Þorsteinsson er vaxinn frá lærifeðrum sínum og stíll hans orðinn þróttmikill og persónuleg- ur, og suma kaflana í Landi og sonum hefði sjálfsagt margur viljað skrifa. Því til staðfestingar vil ég einkum benda á landslags- og náttúrulýsingar hókarinnar, sem flestar eru gerðar af mikilli íþrótt. En þær standa J>ar ekki eingöngu upp á skraut, heldur dýpka og efla J)au atvik lífsins, sein þar er lýst, og auka áhrifamátt þeirra. Og það er eitt megineinkenni sögunnar í heild, hve landinu er lýst í nánu samhengi við fólkið, sem byggir það, og hve ríka áherzlu höfundurinn leggur þar með á, að maður og land séu eitt, eins og nafn bókarinnar bendir raunar til. Á liðnum vetri kom út fimmta bók Indriða, Mannþing, sem er safn smá- sagna frá síðustu árum, en hér er ekki staður til að fjölyrða um Jiað. III. Ég sagði í upphafi þessa máls, að Indriði G. Þorsteinsson liefði um margt athyglisverða sérstöðu í hópi íslenzkra rithöfunda. Skal ég að lokum reyna að gera grein fyrir því, livað ég á við með J)eim orðum. Við samanburð á sagnagerð hölunda frá síðari tímum, sem skrifa á ensku, og þá fyrst og fremst sumra Banda- ríkjamanna, og norrænna og fleiri evrópskra höfunda, t.d. þýzkra og rússneskra, verður ljóst, að frásagnar- Iiáttur Jjeirra er hýsna ólíkur og að- ferð þeirra og viðhorf til einstakra þátta sagnagerðar oft á tíðum gerólíkt. Þeir fyrrnefndu kappkosta að lýsa vel og nákvæmlega umhverfi, lilutum og einstökum ytri einkennum og öðrum áþreifanlegum og sýnilegum Jiáttum í umgerð sögunnar. I sögum þeirra er oft mikið líf og hreyfing, og þeir leggja mikið kaj)]) á að láta samtöl, viðbrögð og látæði sögufólks síns lýsa því án frekari skýringa og láta sögur sínar „gerast í stílnum“, eins og það hefur verið kallað. Það, sem beinlínis verður séð og heyrt á hlutlausan hátt án frek- ari útlistana, á lielzt að nægja nokk- urn veginn til að segja söguna og l)'*3 sögufólkinu. Höfundar, sem að’hyllast þessa aðferð, forðast eftir megni heim- spekilegar vangaveltur, sálfra;ðilegar útlistanir og langar náttúrulýsingar sjálfra þeirra vegna, af því að J)en telja þær ekki atriði í sjálfu sér. Þeir lýsa því ekki aðeins, hvað gerist, held- ur einnig hvernig það gerist. Og sögu- maðurinn lætur sjaldnast of mikið a sér bera, truflar ekki þráðinn eða skyggir á myndina. Þessi frásagnarað- ferð og ])etta viðhorf til sagnagerðat hefur a.m.k. til skamms tíma verið nat 46 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.