Félagsbréf - 01.10.1965, Page 61

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 61
ÓLAFUR HAUKUR ÁRNASON Tvœr bœkur — tuttugu ár „Þetta var nú einusinni saungur tímans — og einginn neitar heims- sögugMdi þess saungs.“ Halldór Kiljan Laxness í Skáldatíma. Árið 1943 kom út 235 blaðsíðna kver eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Utgefandi var Víkingsútgáfan í Reykja- vík, og bókin nefndist Gróður og sand- fok. Utkoma bókar þessarar þótti ekki miklum tíðindum sæta. Hennar var tæpast getið í dagblöðum, og ritdóm- arar héldu flestir að sér höndum. Þó gat einn kunnasti gagnrýnandi þeirra tima, þekkt og dáð skáld, þess um bók- tna, að það liti út fyrir, að hún væri ntuð eftir misheppnaðar bæjarstjórn- arkosningar á Isafirði og þá líklega af einskæru fúllyndi og mannhatri. Tuttugu árum síðar, á því herrans ári 1963, birtist svo söguþjóðinni önnur tók. Það var mikil bók, 319 blaðsíður, °g útgefandi var Helgafell. Þar var kominn Skáldatími Nóbelsskáldsins, uPPgjör Haldórs Kiljans Laxness við fortíðina og væntanlega einnig tilraun að ná áttum í gerningaþokum atóm- aldar. Og nú héldu ritdómarar ekki að sér höndum. Og kvað nú við ann- an og viðkunnanlegri tón en um kver Hagalíns tuttugu árum fyrr. Bókin var skemmtileg og lofið um hana ekki skorið við nögl. Hér átti líka Nóbelsskáld í hlut, — enda bókinni tekið með meiri viðhöfn en til dæmis öndvegisverkinu Sjálf- stæðu fólki forðum daga. En Sjálf- stætt fólk var ekki ritað af Nóbels- skáldi, heldur umkomulitlu og alls ófrægu íslenzku skáldmenni. Þó kvað við ein hjáróma rödd. Þórbergur Þórð arson, fyrrum svarabróðir Nóbels- skáldsins í trúnni á „Sumarlönd“ og „þúsundáraríki“, „einsog hvur vildi hafa,“ brá skildi fyrir minningu Stalíns. Og sem skjöld notaði hann minninguna um „son Guðmundar heit- ins í apótekinu.“ En hvers vegna að geta þessara tveggja rita í sömu andránni, hvers vegna að minnast hinnar lofuðu bók- ar Nóbelsskáldsins, um leið og minn- ingin um hið smáða kver Hagalíns leit- ar á hugann? Já, hvers vegna? Bækurnar eru að sjálfsögðu ólíkar, bók Hagalíns skeleggar ritgerðir um íslenzk menningarmál, bók Laxness minningaþættir, tíðum snjallar leiftur- FÉLAGSBRÉF 49

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.