Félagsbréf - 01.10.1965, Side 62
myndir úr ævi og önn skáldsins. Og
þó er hinn rauði þráður í þeim báðum
sá sami. Hagalín segir: „Hugsanafrels"
ið er því að mínum dómi skilyrðið
fyrir heilbrigðu, gróandi og þroskandi
andlegu lífi.“ Og enn segir Hagalín:
„Menn hinna einstrengingslegu sjónar-
miða, menn banns og ófrelsis, hafa
stráð vegu sína glæpum gegn einmitt
þeim, sem hafa fært mannkyninu
sannindi morgundagsins.“ — Laxness
segir: „Þau ríki sem banna frelsi
til stjórnmálastarfsemi skoðanamynd
unar og listsköpunar eru ekki viðræðu-
hæf um húmanisma, þvi húmanismi
er frumskilyrði þessara hluta. Sá
„húmanisti‘“ sem andmælir frelsi og
umburðarlyndi, jafnvel þó hann geri
það í nafni alþýðunnar, hefur þarmeð
andmælt undirstöðu og forsendum
húmanismans.“ Ekki verður betur séð
en þessar setningar segi nokkurn veg-
inn það sama. Og það er kannski þessi
mannlega reisn, sem í tilgreindum um-
mælum felst, þessi karlmannlegi þrótt-
ur, sem einkennir báðar bækurnar,
Gróður og sandfok og Skáldatíma.
En hví voru viðtökurnar svo mis-
jafnar? Hví var bók Hagalíns látin
liggja milli hluta, en bók Kiljans tek-
ið með svo miklum fögnuði? Voru
sannleikur og réttlæti ekki jafngjald-
geng vara 1943 og tuttugu árum síðar?
Við fáum ekki vikizt undan þeirri
menningarlegu og siðferðislegu skyldu
að leitast við að gera okkur grein fyrir,
hver svörin verða við framangreind-
um spurningum og jafnvel enn fleiri,
og er það ekki vonum fyrr, að reynt
sé.
1943 stóð heimsstyrjöldin síðari sem
hæst. Enn var ekki séð fyrir endi þess
hildarleiks. Nazisminn rauð Evrópu
blóði. Austur á sléttum Rússlands
höfðu herir Hitlers herjað um tveggja
ára skeið eða frá þeim tíma, er rofinn
hafði verið griða- og vináttusáttmáli
þeirra Stalíns. En „það var ekki sök
Stalíns að sá allíans skyldi fara út um
þúfur,“ segir Halldór Kiljan Laxness.
Að vísu var bjartara í lofti en verið
hafði tveim árum fyrr, þegar Bretland
stóð eitt uppi Evrópuríkja gegn naz-
ismanum, ofbeldið og hatrið réðu álf-
unni frá Norður-Noregi til Gíbraltar
og sprengjunum rigndi yfir England.
Sá, sem ekki man þá mánuðina og þá
ógn, er þá lá í lofti, gerir sér sjálf-
sagt tæpast ljóst, hve þá munaði mjóu,
að þau verðmæti, sem okkur eru helg-
ust og kærust, færu veg allrar verald-
ar. Kannski var það gæfa okkar allra
og „húmanismans“, að „sá allíans ,
sem þá réð svo að segja öllu megm-
landi Evrópu, „fór út um þúfur“, þot[
ekki væri það „sök Stalíns“? En nóg
um það. 1943 var sem sé svo komið, að
Sovétmenn voru bandamenn alha
frelsisunnandi þjóða í baráttunni gegn
villimennsku nazismans, að vísu ekki
sjálfviljugir, ef marka má orð Laxness,
en bandamenn þó. Hér á íslandi var
harðskeytt lið „sovétvina“ mikils ráð-
andi í bókmenntum og menningarmál-
um. Þar var Halldór Kiljan LaxneSS
framarlega í flokki, hafði gert víðreist
50 FÉLAGSBRÉF