Félagsbréf - 01.10.1965, Page 66

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 66
fjölda á mínútu. Það var algengt að ræðumenn froðufeldu og tárfeldu.“ Sömu reynslunni lýst 1963 sem Hagalín lýsti 1943. Enn segir í Skálda- tíma: „Hér komst ég í tæri við mart karla og kvenna sem var gagnsýrt þeirri einstefnumentun kommúnista sem gerði þessar vænu manneskjur í rauninni óhæfar til að ræða nema sérstök um- ræðuefni; og þó aðeins á sérstakan hátt. Margir kommúnistar voru feikn- arlegir „besserwisser“ sem þýskan nefnir svo þá menn sem allt þykjast vita best. .. .“ Hagalín: „HANN — kommúnisminn — er sem sé vegurinn, sannleikurinn og lífið í bókmenntunum eins og á hverjum öðrum vettvangi þjóðlífsins — eða svo að skírskotað sé til annars úr trúarbrögðunum: Hann er einn — og Stalin er spámaður hans... .“ Laxness: „Laungun stjórnarvaldanna til að bæta mannlíf í landinu var bundin þeim ófrávíkjanlegum skilyrðum að umbæturnar gerðust eftir kennisetn- íngum sem þeir höfðu gert að trúar- játníngu sinni. .. . „Októberbyltíngin dýrðarríka“ var stöðugt viðkvæði, og því var látlaust troðið í fólk með öll- um upphugsanlegum ráðum nema hag- sýni skynsemi og áþreifanlegum stað- reyndum að líkamníngur þessarar ó- sýnilegu dýrðar væri Stalín.“ Það er engu líkara en hér séu skoð- anabræður að ræðast við, og eru þó tuttugu ár, frá því Hagalín upphefur raust sína, þar til Nóbelsskáldið svar- ar öðru en hálfkæringi. Áður hefur verið drepið lítillega á „málaferlin miklu“. Um þau sagði Halldór Kiljan Laxness meðal annars í Gerska æfintýrinu 1938: „Stalín, heimsins mesti draumóra- maður, — hann var liinn mikli raun- sæismaður. Aftur hafði byltíngin sigr- að í Rússlandi. Hún sigraði á því að forystan trúði á fólkið og elskaði það eins og Lenín, en vantreysti því aldrei.“ Þetta er vonandi ekki „hið væmna skrum um das Volk, narod, „alþýðu“, sem bæði hann (Hitler) og Stalín not- uðu. . . . uppsoðna og upptuggna eftir annars flokks marxistum“, að því segir í Skáldatíma? Um nefnd málaferli segir Guðmund- ur Hagalín í Gróðri og sandfoki meðal annars: „. .. .ef liinir frægu rússnesku stjorn- málaskörungar voru saklausir, þá var það augljóst, að í Kússlandi var verið að drýgja einhverja hina djöfullegustu glæpi, sem dæmi eru til. .. . “ Og í Skáldatíma leggur svo Halldór Laxness áherzlu á, ef til vill óafvit- andi, að það, sem llagalín grunaði, hefur reynzt rétt: ,,....það var ófrávíkjanleg regla Stalíns að láta skjóta ljúgvitni seni umboðsmenn hans keyptu, óðar en búið var að hafa not af þeim,“ segir þar. Og enn fremur: „....enda hefur liann (Stalín) sennilega látið koma fyrir kattarnef 54 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.