Félagsbréf - 01.10.1965, Page 67

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 67
fleiri kommúnistum, að minnsta kosti kommúnistaforíngjum, en nokkur ann- ar maður. Hann sá fyrir öllu því for- ustuliði sem nokkurs var nýtt innan kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, að því er Krústjoff lýsti fyrir mönn- um 1956, og lét strádrepa blómann af herforíngjum Rauða hersins ýmist að undangeinginni réttarseremoníu eða án dóms og laga.“ Minna má nú gagn gera. Á „ekkiárásarsamning“ eða griða- sáttmála Rússa og Þjóðverja í ágúst 1939 hefur verið minnzt hér framar. Guðmundur G. Hagalín tekur hann til rækilegrar athugunar í Gróðri og sand- foki, jafnframt því sem liann lýsir viðbrögðum íslenzkra „sovétvina“ við honum. Helzti fyrirsvarsmaður „þess allíans“ hérlendis var þá Halldór Kiljan Laxness. Nú segir sá sami Halldór Kiljan Laxness: „Það er talið erfitt að finna í sam- anlögðum æviferli hans (Stalíns) nokk- Urt dæmi þess að hann liafi treyst tnanni, utan einum og aðeins einum; en þeim manni trúði hann líka í blindni. Sá maður var Adolf Hitler.... Það var eingin tilviljun að þessir tveir gerðu félag sitt. En það var Hitler sem bilaði í sambandinu.“ Með öðrum orðum: Þeir menn, sem Ggnuðu „Sólina miklu“ og dáðust að »gerska æfintýrinu“, fóru jafnvillir Vega og hinir, sem lutu „foringjanum Hitler“ og dáðust að framförunum í ])riðja ríkinu. Þetta er sem sé nákvæm- lega sama niðurstaðan og hjá Guð- mundi Hagalín 1943. Nóbelsskáldið er bara tuttugu árum síðar á ferðinni til liðveizlunnar við sannleikann. Enn segir Guðmundur G. Hagalín í Gróðri og sandfoki: „Það er að engu leyti ætlun mín að liggja Halldóri Kiljan Laxness á hálsi fyrir það, að hann hefur þráfald- lega skipt um skoðanir. Síður en svo.... Flestir, sem á annað borð eitt- livað hugsa, skipta oft á ævinni um skoðun á þessu eða hinu.“ Það er rétt að leggja áherzlu á jæssi ummæli Hagalíns. En liitt er svo annað mál, að eitt er að hafa skoðun á einhverju og annað að trúa svo blint á eitthvað, að svart verði hvítt, sannleikur lygi. Steinn skáld Steinarr fór einu sinni til Rússlands, var ómyrk- ur í máli, er heim kom, og hlaut fyrir skens „sovétvina“. Halldór Kiljan Laxness var tíður gestur þar eystra, en sá ekki ástæðu til að segja kost og löst á Stalín og skipulagi hans, fyrr en Níkíta Krússéff hafði velt „Sólinni miklu“ af stalli. Vonandi er þar ekki öðru um að kenna en blindu og venju- legri trúgirni, enda segir í Skáldatíma: „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíal- ista fólst í trúgirni.“ Og enn segir þar: „. .. . ég skrifaði tvær bækur í þeirri trú og von að jafnvel harðstjórn sem fylgdi góðri stefnu gæti látið gott af sér leiða.“ Það er meðal annars slík „trú“, sem þegar 1943 eru gerðar upp sakir við í Gróðri og sandfoki. Og mætti þá Guðmundur Gíslason Hagalín ekki FÉLAGSBRÉF 55

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.