Félagsbréf - 01.10.1965, Side 68
vera stoltur af bók sinni og þeim við-
horfum, sem þar koma fram? Mætti
hann ekki vera glaður í hjarta sínu
yfir því, hve miklu víðara skyggni
hann hafði „of veröld alla“ úr Hlið-
skjálf sinni á fjörðum vestur en þeir
rithöfundar ýmsir, sem þá var hærra
hossað, en sáu heiminn í spéspeglum
ýmissa „skemanna“?
Skáldatími er skemmtileg bók, þó
að hún jafnist hvergi á við þau bók-
menntahnoss, sem Halldór Kiljan Lax-
ness hefur gefið þjóð sinni dýrst og
fegurst. Hún er „mannlegt skilríki“,
og það ef til vill fremur en aðrar bæk-
ur höfundarins, að Vefaranum mikla
undanskildum. Og þótt víða sé greint
frá válegum atburðum í Skáldatíma,
er grunntónninn samt sem áður bjart-
sýni. Og mundi það vera tilviljun ein,
að í þessari bók er bjartsýnin kannski
hvað helzt tengd einu velferðarríkinu
á Norðurlöndum, ríki Per Albins
Hanssonar, Erlanders og þeirra ann-
arra skoðanabræðra Guðmundar Haga-
Iíns, sem þar hafa farið með völd, —
Svíðþjóð? Síðasti kafli Skáldatíma,
Vordagar við Fýrisá, hefst á þessum
orðum:
„Það var notalegt að vera kominn
til Svíþjóðar aftur, þessa lands þar
sem almenníngur hefur alt sem nokkra
þjóðbyltíngu getur framast dreymt,
nema kórrétta opinbera skoðun og af-
tökusveitir. .. .“
Eftir Gróðri og sandfoki að dæma
hefði Guðmundur Hagalín glaður
skrifað undir svipaða yfirlýsingu á þvi
herrans ári 1943 og jafnvel, þó að
fyrr hefði verið.
56 FÉLAGSBRÉF