Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 70

Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 70
syngja lag, sem ekki féll að rödd henn- ar. Vinkona hennar, Sarah Orne Jewett, hvatti hana til að reyna við eitthvaö það, sem nær lægi hennar eigin reynslu, og rifjaði hún þá upp minningar sín- ar frá vesturríkjunum með því, að ferðast um Arizona og Nýju Mexíkó, og eftir heimkomuna „byrjaði ég að skrifa sögu eingöngu fyrir sjálfa mig, — sögu um fólk nokkurt frá Norðurlöndum og Bæheimi, sem verið hafði nágrannar okkar, þegar ég átti heima á húgarði í Nebraska, átta eða níu ára gömul. Ég fann að þetta verk tók hug minn miklu fastari tökum en það, að semja „Brú Alex- anders"; allt annar gangur á þessu. Hér þurfti engu að raða niður og ekkert að „búa til“; allt kom af sjálfu sér og á sinn eigin stað....Þetta var eins og að fara í reiðtúr á góðviðrismorgni, þegar mann langar til, um kunnar stöðvar, þar sem hesturinn ratar.“ Svo sem lienni varð þegar í stað ljóst, fór þessi önnur bók hennar, „Þér land- nemar!“ (0, Pioneers!, 1913), nærri því, að vera lagið, sem féll að rödd hennar. Hún reit hana fyrirhafnar- laust, því að nú jós hún af lindum þess, er hún sjálf mundi og unni. Áleit hún að viðfangsefnið væri allfrumlegt, því að fram að þessu hafði enginn amer- ískur rithöfundur teflt fram Norður- landamönnum öðruvísi en í skopleg- um tilgangi, né heldur nokkurntíma ritað um Nebraska, enda sú skoðun ríkjandi meðal bókmenntafólks, að þar væri óðal molduxans. í raun og veru var söguefniö ekki tiltakanlega róttæk nýjung, — var bara ein útfærslan enn á því forvitnisefni, sem lítt kunnar byggöir eru, liver með sinn staðbundna brag og sínar penti- legu persónur. í „Fjölfarnar leiðir“ (Main-Tavelled Roads, 1891) hafði Hamlin Garland lýst þýzkum og norsk- um innflytjendum á bændabýlum í Wisconsin og Iowa, sem eru næsta lík býlunum í Nebraska, sem Willa Cather segir frá. „Þér landnemar!“ var ný að söguatriðum, en ekki að gerð. Bókin fylgir hefðbundnum aðferðum; sögu- hetjan, Alexandra Bergson, er nokkurs konar gróðurgyðja; efnisuppistaðan er hin sigursæla barátta við torunna jörð, svo sem verið hafði í flestum nýbyggða- skáldsögum allt frá því, er James Feni- more Cooper skrifaði „Landnemarnir (The Pioneers) árið 1823. Satt bezt sagt er þessi saga Willu Cather til muna rýrari og fáskrúðugri en þvínær sam- nefnd saga Coopers. í þriðju bókinni, „Söngur lævirkj- ans“ (The Song of the Lark, 1915), er auðfundiö að Willa Cather vinnur meðvitað og markvisst að því, að auðga stef sitt að dýpt og fjölbreytni. Enn er Nebraska sögusviðiö, a.m.k. fyrst i stað, þótt kallaö sé Kóloradó; enn er aðalpersónan sveitastúlka, sem komm er af erlendum innflytjendum, mikil efnisstúlka, sem á fárra kosta völ. Að þessu sinni er það ekki landið, sem er bölvaldurinn, né heldur er sigurinn svo einfalt mál sem það, að pæla sér upp bújörð úr torunnum jarðvegi. Nú er það menntunarvandamáliö, sem bæt ist ofan á erfiðleika lífsafkomunnar. Baráttan beinist semsé að því, að hm fagra söngrödd Theu Krónborg fal 58 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.