Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 73

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 73
kuimátlu liafa til búskapar, eiga enga vini, tala enga ensku, og komast auk ]>ess að raun um, að búlandið, sem ])eim hefur verið selt, er slæmt og Imsakynnin ekki annað en moldargreni, grafið inn í barð. Fyrir þá er umplönt- unin þyngri þraut; og liún tekur meira á eldra fólkið en unglingana, og meira á hina næmlyndu en hina sljóu. Með aðstoð nágrannanna, Burden-fólksins, breiðra Símerdarnir um sig og byrja sitt nýja líf. En naumast eru fyrstu jólin þeirra í hinu nýja landi umliðin, þegar heimilisfaðirinn Símerda — fín- gerður maður, en ráðþrota og þjáður af heimþrá til Bæheims — ræður sér bana mcð byssuskoti. Mesta hæfni til að lifa öll ókjörin af — en til þess þurfti oumflýjanlega, að dómi höfundar, að brynja síg harðneskju og hrottaskap — sýna húsfreyjan, ágjörn og ágeng, og sonur liennar Ambroz, fúll og kald- Tifjaður. Antónía, 14 ára gömul, falleg s’-úlka og greind, verður að gefa frá sér alla von um skólagöngu og kasta sér út í matarstrit hinnar örsnauðu fjölskyldu. Þessi tækifærasvipting er •áknræn: Þetta er afmönnunin, scm landnáms'lífið útheimtir. Hið eina, sem 'júft er og fagurt í lífi hcnnar, er það, Sera hún og Jim eiga saman, sjálft landið, hið mikla grashaf, villtar rós- lr vorsins úti í girðingahornunum, stór- ' iðrin, en líka smáu hlutirnir, skordýr, lítil hagablóm og hagadýr, sem komið ot auga á vegna þess, að úti á sléttu- Mæniinu er svo fátt, sem dregur að sér a,hyglinrL Antónía og Jim eiga saman nokkurs konar æskuparadís, en eru þó á leið fram til ólíks lilutskiptis. Fyrsta og lengsta „bók“ sögunnar er annars veg- ar lýsing á kröppum kjörum innflytj- endafjölsyldu, liins vegar þokkafull út- málun á fegurð og frelsi liins ósnortna lands heimahaganna. Hún endar á því, að Jim og Antónía liggja uppi á hænsnakofa Burden-búsins, þegar stór- fenglegt eldingaveður dynur yfir og „hinn dumbi ásláttur regndropanna á ryklag húsatorfunnar“ er byrjaður. Jim spyr liana þá, livers vegna hún geti ekki alltaf verið „svona góð og skemmtileg“, hvers vegna hún þurfi alltaf að vera eins og Ambroz bróðir hennar. „Ef ég ætti heima hérna eins og þú,“ segir hún, „það væri allt ann- að. Allt verður létt fyrir ykkur. En allt verður erfitt fyrir okkur.“ Refsidómar útlegðarinnar eru mis- þungir; fólkið, sem harkalegast hefur verið slitið af rót sinni, stendur verst að vígi. Á þetta er lögð ný áherzla í 2. „bók“ skáldsögunnar með því, að beina rás viðburðanna utan úr hálf- gildings sveitasælu nýbyggðarinnar inn í smábæinn Black Hawk, þar sem líf manna er ýmsum takmörkunum og hömlum háð. í þessum kafla, sem boð- ar fyrir sumar lýsingarnar í bók Sinclair Lewis, „Aðalstræti“ (Main Street, 1920), dregur Willa Cather upp myndir af hótfyndni og heldrimennsku- tildri, auðvirðilegu braski, menning- arsveltu, byrjandi stéttamismun og átakanlegu skemmtanalífi venjulegs FÉLAGSBRÉF 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.