Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 74

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 74
sléttuþorps, sem er rétt að komast at frumstigi landnámsins. Antónía, Lena Lingard, Tæný Söderball, og aðrar innflytjendastúlkur, tékkneskar, dansk- ar, norskar, sænskar, eru allar vinnu- konur hjá svokölluðum „betri fjöl- skyldum“, og þótt bæjardömurnar líti niður á þær, Ieynir það sér ekki, að hreysti þeirra og lífsorka býr yfir ein- hverju því, sem traustara er og aðdá- unarverðara en það, sem hinar betur settu hafa sér til ágætis. Stúlkurnar, sem „allt verður Iétt fyrir“, öðlast til- komuminni skapgerð en hinar, sem fara á mis við skólafræðslu, vinna hörðum höndum og láta kaup sitt ganga lil þess, að létta undir með fólki sínu úti á sveitabýlunum. Þær hafa ekki einu sinni hugmynd um, að Black Hawk er bara umkomulaus bæjarhola, og kasta sér með lífi og lyst út í danslífið og hvern annan spennandi gleðskap, sem þessi heimur þeirra hefur að bjóða. Með vetrar- smámynd einni lýsir Willa Cather í fá- um dráttum bæði óskum og úrkosta- leysi fólksins: „I kaldranafölva vetrarins tók fólkið að hungra eftir lit, líkt og Lappar gerast fíknir í fitu og sykur. Oft stóðum við langtímum saman á gangstéttinni fyrir utan kirkjuna, án þess að vita vegna hvers, þegar snemma var kveikt fyrir söngæfingar eða bænasamkomur, skraf- andi og skjálfandi, unz fætur okkar voru orðnir eins og ísklumpar. Það voru giossa- litir gluggans, rauðir, guiir, hláir, sem héldu í okkur”. Það er Jim Burden, sem segir þetta, en mælir þó öllu heldur fyrir munn 62 FÉLAGSBRÉF vinnukvennanna en sjálfs sín, því að honum er ekki markaður bás af tak- mörkunum Black Hawk- bæjar í sama mæli og þeim. Hann hefir um fleira að velja en „glossaliti rúðuglersins”; honum gefst tækifæri til að fara burt til náms við ríkisháskólann í Linkoln. Antóníu, svo sem og liinna stúlknanna, bíður ekki annað en vistastarf, ástleitni manna eins og Vikks Kötters, okrárans þar í bæ, og svo að lokum það, senni- lega, að giftast einhverjum bónda, sein er af sama upprunaþjóðerni og hún sjálf og útþrælar ltenni síðan eins og dráttarhrossi. Þriðja „bókin” hefir sætt aðfinnslum og verið talin smíðagalli, fyrir þá sök, að hún víkur frá Antóníu og beinir athyglinni að bæjar- og háskólalífi Jims Burdens, — að vitsmunalegri vakningu hans, að upptendruðum áhuga hans á bókum og hugmyndum undir hand- leiðslu og áhrifum gáfaðs háskola- kennara, ög að' kyrrlátu ástarævint) r> lians og Lenu Lingard, sem setzt hefur að í borginni sem kjólskeri. En gagn- rýnin virðist byggðiá of einhliða skiln- ingi á markmiði skáldsögunnar. Þott nafnið gefi í skyn, að Antónía þar brennidepillinn, þróast stef sog- unnar allt frá hinu táknræna upphafi jafnt með báðum, Jim og Antóníu, og snýst raunar sú þróun að verlegu leyt' um hugsanleg viðbrögð við tækifærum og tækifæraleysi. Vér hverfum fra Antóníu í þriðja sögukaflanum til |>('ps að geta skilið hana betur, ]>egar vér hittum hana aftur seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.