Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 76

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 76
hérna — eins og pabbi minn“. Með því að vér hljótum að eigna sögumynd- um eins og þessum merkingu út yfir orðanna beinu hljóðan, verður oss ljóst, að bér er fast haldið fram, eigi aðeins fegurðaryndi æskuáranna, sem þau uutu saman í nýju landi, beldur og binni arfleifðinni, sem mun halda á- fram að orka á líf Antóníu, því, sem hún hlaut frá föður sínum, hinum prúða og smekkvísa manni. Það er eins um þau bæði, Jim og Antóníu, að í þeim mætast gamall heimur og nýr, hið erfða og hið áunna, þótt í ólíkum hlutföllum sé og með mismunandi áherzlu á hverju atriði um sig. Samruna þessara tveggja heima eru gerð glögg skil í fimmtu bók. Segir þar frá því, er Jim kemur aftur til Nebraska, tuttugu árum seinna, og þess vísari, að Antónía er gift góðmann- legum og bjargálna hónda frá Bæ- heimi og á heilan hóp barna. Hún er ekki lengur fjörmikil ung stúlka, held- ur slitin kona. Samt á hún enn sína vermandi innri glóð ófölskvaða, og líf hennar, sem fyrr var hálfvegis lirunið í rúst, er nú aftur heilt orðið. Fjöl- skylda hennar er á flesta lund amerísk; innan hennar er þó eingöngu töluð tékkneska, og þannig er enn varðveitt nokkuð af gamla Símerda, nokkuð af Bæheimi, nokkuð af þessum framand- legu hlutum, sem Jim Burden hafði tekið eftir, þegar hann var unglingur — brúnu spónunum, sem hann sá Símerdana vera að smábíta í og voru þurrkaðir ætisveppir úr einhverjum hinna fjarlægu skóga Bæheims; eða viðbrögðum frú Símerda, þegar afi Jims gaf lienni kúna og hún greip hönd hans og kyssti — svo óamerískt hátterni sem hugsazt getur. Sumpart varðveittar, en mikils metnar gamlar erfðir og galtómt land hafa runnið sam- an og byrja að umskapast í eitthvað nýtt. Að lokum áttum vér oss á því um Jim Burden, að enginn tilviljun var það, að Willa Cather valdi honum þetta nafn. Því að það er ekki ein- göngu sem sögumaður, að hann ber uppi „viðlag“ eða stef skáldsögunnar; hann ber einnig þá siðmenningarlegu „byrði“, sem Willa Cather hlaut sjálf að bera, þá gagnamerísku byrði, a® verða að byggja upp að nýju við frum- býlisaðstæður allt það, sem fegrar lífiS og siðmannar.*) Að hverfa aftur til Evrópu eða austurríkjanna er bara að stefna útlegðinni r gagnstæða átt og tvöfalda hana. Menntunin, sem lokkaði Jim burt frá Nebraska, hafði gert hann tvískiptan og sjálfum sér sundur- þykkan, eins og Willa Cather var tví- skipt. Svo er um aðkomna menntun sem manneskjur, að hana þarf að að hæfa nýju umhverfi. Það rennur upp fyrir Jim Burden, að við það að gerast heimsmaður, hefur hann næstum þvl gleymt að vera Nebraska-maður. Það er Antónía, — en hún er nú að öðl *) Hér athuglst, að bein merking enska orðsins ,,burden“ er byrði, en a merking viðlag eða stef — t>að, sem uppl lag, ljóð eða sögu. 64 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.