Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 48
44
f>að sjest af þessu, að fólksfjöldinn á öllu íslandi hefur minnkað verulega síðan
1880. Mismuuurinn er 1518 sálir, og svarar það til fækkunar um 2,1 af hundraði á
þessum 10 árum eða að meðaltali 0,21 p. c. fækkun á ári. Til samanburðar við þetta
athugast, að áratuginn þar á undan fjölgaði fólkinu um 3,8 af hundraði. Fólksfækkunin
1880—1890 er þó eingöngu fram komin í Vesturamtinu og Norður- og Austuramtinu;
aptur á móti hefur mannfjöldinn í Suðuramtinu aukizt um 4J af hundraði. Á sama
tímabili (1880—1890) jókst fólkstalan í Danmörku um 10,32 af hundraði eða að meðaltali
0,99“/> á ári.
þegar litið er á þau tvö 40 ára tímabil: 1801 til 1840 og 1840 til 18801 sjest, að
fólksfjöldinn hefur aukizt meira síðara tímabilið (26,9 af hundraði) heldur er hið fyrra
(20,9 af hundraði). Sjerstaklega ber mikið á þessu í Vesturamtinu; aptur á móti hefur
mannfjöldinn í Norður- og Austuramtinu aukizt talsvert meira árin 1801—1840.
Sje tímabilinu 1840—1880 aptur skipt í tvö tuttugu ára tímabil, sjest, að fólks-
fjölgunin er mest um miðbik aldarinnar 1840—1860, því á þeim tíma var fjölgunin 17,3
p. c., en næstu 20 ár að eins 8,1 p. c. Einkum hefur fjölgunin verið mikil í
Norður- og Austuramtinu 1840—1860, en þar á móti hefur fjölgunin í Suðuramtinu verið
meiri 1860—1880.
A hinum einstöku áratugum á tímabilinu 1840—1890 hefur fjölgunin hagað sjer
svo, sem nú skal greina:
Ejölgun á Fjölgun að
áratugnum. meðaltali á ári.
* 1840— * 1850 ( 91 ár) 3,61 p. ct. 0,38 p. ct.
i 1850—* 1860 (lOf ár) 13,24 — 1,17 -
* 1860—* 1870 (10 ár) 4,14 — 0,41 —
* 1870 * 1880 (10 ár) 3,84 — 0,38 -
* 1880—* 1890 (10J ár) -j-2,10 — -t-0,21 —
* 1840—* 1890 (50 ár) 24,23 — 0,44 —
Að undanteknum hinum tveimur fyrstu áratugum hefur fjölgunin þannig stöðugt
farið minnkandi, og mest árin 1880 til 1890. En eins og áður er á vikið er ástæða til
að ætla, að fólkstahð 1850 haíi ekki verið fullkomlega áreiðanlegc; eptir framanskráðri
fjölgunartöflu verður að álíta, að fólksfjöldinn hafi 1850 verið nokkru meiri, en skýrslur
greina, þannig að fjölgunin 1840—1850 hafi í raun og veru verið nokkru meiri og 1850—
1860 nokkru minni en taflan sýnir, og verða þá sennilegri fjölgunarhlutföllin. það er þó
ekki auðið að leiðrjetta tölurnar; en sje ekki litið á fólkstalið 1850, heldur tekið til
samanburðar tímabilið 1840—1860, verður meðalfjölgun á ári, þessi 20 ár, 0,81 af
hundraði.
Með tilliti til hinna einstöku amta sýnir taflan, að fækkunin 1880—1890 hefur
verið mest í Vesturaintinu, sem sje 6,1 af hundraði, þar sem Suðuramtið hefur fjölgun um
4,4 p. ct. — Tímabilið 1801 — 1840 var fjölgunin mest í Norður- og Austuramtinu (35,1
p. ct.) og minnst í Vesturamtinu (4,9 p. ct.) en í Suðuramtinu er fjölguniu svipuð eins
og á landinu í heild sinni. Á tímabilinu 1840—1880 er fjölgunin miklu jafnskipt-
ari; en á því tímabili er hún mest í Suðuramtinu (28,2 p. ct.).
Árin 1860—1880 er röðin þannig: Suðuramtið (14,5 p. c.), Vesturamtið (7,5 p. c.)
úr ári.
1) Tímabilin milli þessara fólkstala eru i raun og veru ekki 40 ár heldur 39B/la 0g 39’‘/la