Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 112
108
Með „tjöru" er bæði talin koltjara og hrátjara.
í dálkinum „ýmislegt", er það talið, sem eigi hefur orðið heimfært undir nokkra
vörutegund á undan og sem eigi hefur þótt svo merkilegt eða flutat hefur bvo mikið af
almennt að þótt hafl taka að setja það í sjerstaka dálka.
II. Útfluttar vörur.
þeirri reglu hefur verið fylgt, að telja vörurnar átfluttar frá þoim verzlunarstað,
sem þær seinast fóru frá til útlanda.
Um dálkinn „ýmislegt'‘ gildir sama og sagt hefur verið um tilsvarandi dálk í að-
fluttum vörum.
III. Vöru-verðlagsskýnlur.
í vöruverðlagsskýrslunum er vöruverð talið eins og það var f sumarkauptíð á
hlutaðeigandi verzlunarstað. Eeki fleiri en einn kaupmaður verzlun á sama verzlunarstað,
er tekið meðalverðið af vöruverðinu, ef eigi er sama verð við allar verzlanirnar, þó hefur
á stöku stað verðlagi smákaupmanna, er mjög litla verzlun hafa gjört, verið sleppt.
Meðalverð hefur einnig verið tekið þegar einhver vörutegund hefur verið tilfærð með
mismunandi verði í sömu verzluninni, eptir gæðum. k stöku stað hefur verðið verið
lagfært, þegar það hefur verið tilfært skakkt, og enginn vafi gat verið á að hverju leyti.
þar sem annars ekkert verð er tilgreint f skýrslunum hjer að framan, hafa
hlutaðeigandi kaupmenn eða verzlunarstjórar ekki getið um vöruverðið f verðlagsskýrsl-
um sínum.
IV. Skipakomur.
þegar póstgufuskipin eða önnur vöruflutningaskip koma á fleiri hafnir en eina
í sömu ferðinni, eru þau aðeins á fyrsta verzluuarstaðnum talin með skipum frá útlönd-
um, en úr því með skipurn frá öðrum höfnum á Islandi; samt hefur þótt rjett að
telja póstgufuskipin með skipum frá útlöndum, þegar þau hafa komið til Eeykjavíkur,
þótt þau hafi komið við í Vestmannaeyjum á leiðinni. það eru eigi nema sumir lögreglu-
stjórar, sem tilgreina hvað af skipum frá útlöndum hafi verið gufuskip og hvað seglskip;
sú skipting er því að mestu byggð á því, er ráða má af nöfnum skipanna. Skip þau,
er skýrslur lögreglustjóra telja flskiskip eða komin af fiskiveiðum, eru eigi talin með og
heldur eigi herskip nje skemmtiskútur.
V. Fastar verslanir.
Innlendar eru þær verzlanir taldar, sem eru eign manna, er búsetu hafa hjer á
landi, en hinar útlendar,