RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 6

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 6
UM HREIÐARS ÞÁTT Eftir Einar Ól. Sveinsson Ekki er frumleikurinn óhjákvæmi- legt skilyrði til að yrkja gott kvæði eða skrifa góða sögu. Það sanna dæm- in. Til eru ógrynnin öll af góðum kvæðum og sögum, en frumleikurinn er fjarska sjaldgæfur. En þó að unnt só að komast af án hans, er hann eitt það allra skemmtilegasta, sem fyrir kemur i skáldskap og listum. Ég veit ekki, hver skrifaði Hreiðars þátt heimska, en það hefur verið ein- staklega heppinn rithöfundur. Hann dettur ofan á það — eða auðnast það, ef menn vilja heldur komast svo að orði, að skrifa smásögu, sem mig grunar að sé ólik öllu þvl, sem áður var skrifað i heiminum. Ég er nærri viss um, að þó að leitað hefði verið í bókasöfnunum i Miklagarði, áður en krossferðariddararnir brenndu þau (víst um líkt leyti og íslenzki sveita- maðurinn skrifaði Hreiðars þátt), þá lief'ði ekki fundizt neitt likt smásög- unni hans. Og bezt gæti ég trúað, þó að ég sé ekki alveg eins viss um það, að lika væri óhætt að leita dyrum og dyngjum í klaustrabókasöfnum Vest- urlanda, naumast fyndum við þar neistann í smásögunni hans, fyrr en þá eitthvað síðar. Sá sem skrifaði Hreiðars þátt kann vel að segja sögu. Frásögn hans er, af fomriti að vera, frekar orðmörg og ítarleg, orðavalið er kímilegt og kátlegt, öskustóarblær á öllu saman. En mörgum hefur verið léð sú list að segja vel sögu, sumir liafa fágaðan frásagnarhátt, aðrir grófan, og allt er undir þvl komið, hvort búningur sva/rar til efnis. Svo er hér, en annars er i sjálfu sér ekki svo mikið um það að segja. Hreiðars þáttur er gamansaga, en gaman getur verið margvíslegt. Ein- hver algengasta tegund gamans er að slá köttinn úr tunnunni. Menn finna hlægilega persónu og hlæja að henni sameiginlega og miskunnarlaust, þangað til búið er að 'ganga frá henni. Þetta er ágæt útrás fyrir nátt- úrlega grimmd mannsins. Svo nota miklir siðameistarar þessa aðferð til að flengja samtíðina, í von um að hún láti sér segjast. Auðvitað geta menn verið misjafn- lega harðhentir. En grátt gaman af þessari tegund er til um allar jarðir. Og svona var yfirleitt gamanið hjá þeim Plautusi og Terenz. Höfundur Hreiðars þáttar gerir óspart gys að hetjunni, og hún er yfrið hlægileg. Hann kann mætavel að lýsa kolbítsháttum hennar, hjá- rænu og einfeldni, óðfýsi og ófeimni — en líka rökvísi einfeldninnar og glúrni hjárænunnar. Hann dregur hvergi af í lýsingunni. Hann virðist ætla að slá köttinn úr tunnunni. En hann gerir það ekki. Hér er komið að kveikju sögunnar: Hann ann hinni hjákátlegu söguhetju! Hann elskat og hendir gaman að í einul En samúð hans leiðir hann þó ekki afvega. Hann slakar ekki á klónni. Hann heldur áfram sinni raunsæu lýsingu. En hjartað veitir honum eins konar skyggni. Hann finnur, að kol- Mturinn er efni í nokkuð annað. Hreiðar er skrýtinn, þegar hann sést fyrst, hann er skrýtinn fram að sögu- lokum. En hann hefur vaxið og þrosk- azt, kolbíturinn hefur, þrátt fyrir allt, orðið að dugandis manni. Þetta er kjarninn i þættinum af Hreiðan. Hann var nýstárlegur á sinni tíð. Síð- ar urðu meginhugmyndir hans al- gengar i skáldskap Vesturlanda. E. ó. S. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.