RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 92

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 92
RM 0. HENRY og vatnsflóðum — í pókerspilum, sprengjutilræðum, lögregluárásum, járnbrautaránum og hvirfilbylj- um. Mig hefur aldrei brostið kjark, fyrr en við rændum þessu krakka- óféti. Ég ræð ekkert við hann. Þú ætlar ekki að skilja mig lengi eftir einan hjá honum, Sam?“ Við náðum okkur í blað og blý- ant og skrifuðum bréfið, meðan rauðskinnahöfðinginn, sveipaður ábreiðu, reigsaði fram og aftur fyr- ir utan hellinn eins og varðmaður. Bill bað mig með tárin í augunum að lækka lausnargjaldið úr tvö þúsund dollurum í fimmtán hundr- uð. „Ég er ekki að gera lítið úr svo alkunnum eiginleika sem föð- urástin er“, segir hann, „en við eigum liér skipti við manneskjur, og það er gersamlega ómögulegt að ætlast til þess, að nokkur mann- leg vera borgi tvö þúsund dollara fyrir þetta litla, frekknótta villi- dýr. Ég vil að við reynum fimmtán hundruð dollara. Ég skal bera skaðann“. Ég féllst á þetta, til þess að friða Bill, og við sömdum bréf, sem hljóðaði á þessa leið: Hr. Ebenezer Dorset! Við höfum drenginn yðar í haldi langt frá Summit. Það er tilgangs- laust fyrir yður og snjöllustu leyni- lögreglumenn að reyna að liafa upp á honum. Þér getið fengið hann heim aftur, en aðeins með eftirfarandi skilyrðum: Við krefj- umst fimmtán hundruð dollara lausnargjalds, í stórum seðlum. Peningana ber að afhenda á mið- nætti á sama stað og svar yðar — svo sem nú verður lýst. Ef þér fallist á þessa skilmála, skuluð þér senda svar yðar með sendimanni klukkan hálf níu í kvöld. Þegar komið er yfir Owl Creek, á leið- inni til Popler Cove, standa þrjú tré með um hundrað metra milli- hili rétt við akurgirðinguna á hægri hönd. Við girðingarstaur- inn, sem er andspænis þriðja trénu, mun sendimaðurinn finna litla pappaöskju. Sendimaðurinn á að setja svar- bréfið í öskjuna og snúa þegar i stað aftur til Summit. Ef þér reynið að beita brögðmn eða daufheyrist við kröfum okk- ar, munuð þér ekki sjá drenginn yðar framar. Ef þér borgið lausn- arféð, mun hann verða kominn til yðar innan þriggja klukku- stunda. Þetta er úrslitakostir, og gangið þér ekki að þeim, mun ekki reynt að komast í samband við yður aftur. Tveir, sem einskis svífast. Ég skrifaði utan á bréfið til Dorsets og stakk því í vasann. Þegar ég var að leggja af stað, kemur drengurinn til mín og segir: „Heyrðu, Snákanga, þú sagðir, að ég mætti fara í njósnaraleik, meðan þú værir í burtu“. „Auðvitað máttu leika þér“, 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.