RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 74

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 74
RM KRISTJÁN KARLSSON clair og Sinclairs Lewis. Ameríski rithöfundurinn Henry James, er síðar fluttist til Englands, sagði í ritgerð um amerískar bókmenntir skömmu fyrir aldamótin: „Við (þ. e. Ameríkumenn) erum þess tæp- lega umkomnir ennþá að ræða það, hvort skáldsaga ætti heldur að vera sneið af lífinu (an excision from life) eða borg úr póstkort- um, því að við erum ekki búnir að gera það upp við okkur, hvort það megi yfirleitt lýsa lífinu“. Þessi tilvitnun gefur ef til vill bet- ur til kynna en langar upptaln- ingar, í liverju nýjung raunsæis- bókmenntanna var fólgin. Höfund- arnir vildu lýsa lífinu eins og það var, jafnt því sem aflaga fór og hinu. öll viðfangsefni lífsins skyldu bókmenntunum jafnná- læg, allar manngerðir jafnverð- ugar fyrir listinni, öll landsbyggð- in jafnlielgur vettvangur. Hitt er annað mál, að þessir nýju höf- undar seildust ef til vill fremur til að lýsa því, sem aflaga fór, einkum annmörkum þjóðfélags- ins. Því að upptök hinnar amerísku raunsæisstef nu er vafalaust að finna í þegnlegri óánægju, meira eða rninna opinskáum gagnrýnis- og uppreistarhug gegn þeim þjóð- félagsliáttum og þeirri menningu, sem skapaði bókmenntahefð 19. aldarinnar. Þetta viðhorf birtist í ýmis konar myndum framan af 20. öldinni, „uppreist“ gegn púrít- anismanum, hreintrúarstefnunni, sem oft er kennd við Nýja-Eng- land (Dreiser, James Brancli Ca- bell), í bersögli um kynferðismál (Dreiser, Cabell), í „uppreist“ gegn andleysi og upptrénun smá- bæja og sveitalífsins (Sherwood Anderson, Sinclair Lewis), í sósíal- isma (Upton Sinclair), í „upp- reist“ gegn amerísku kaupsýslu- valdi (Dreiser, Sinclair, Frank Norris o. fl.). Þjóðfélagsádeila er að vísu snar þáttur í amerískum bókmenntum fram á þennan dag, en hins er að gæta, að hjá ýmsum síðari höfundum, t. d. Steinbeck, Hemingway og einkum Faulkner, verður hún dulari, listrænni, einper sónulegri, nálgast æ meir að verða gagnrýni á manninu sjálfan, mann- kynið, heldur en mannlegt félag eða amerískt þjóðfélag út af fyrir sig. ★ Theodore Dreiser (1871—1945) er stöðugt vandamál þeirra, sem fást við að skilgreina list. Þessi mikli höfundur er jafnfrægur fyr- ir veilur sínar og styrkleik, hann er jafnmikill í báðum. Hann á engan stíl, nema hrærigraut af ýmiskonar hversdagslegum tilburð- um í framsetningu, hann hefur ekkert persónulegt málfar, en er fullur af steinrunnum orðtökum og bitsljóum, afdönkuðum tals- háttum. Áferðin á sögum lians er eins og eyðimörk, en skotin há- fleygum hugtökum og orðaglysi liér og þar, sem minnir helzt á til- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.