Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 14

Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 14
Hvað gerðu Gylfi og Jói? Okkar menn spiluðu 90 mínútur fyrir sín lið um helgina. Jóhann Berg Guðmundsson átti stóran þátt í sigurmarki Burnley. Skot hans í slána datt fyrir fætur Arfield sem skoraði sigurmarkið. Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að tryggja Swansea sigur er skot hans fór í stöngina. Hann fékk einnig gult spjald í leiknum. Stærstu úrslitin Chelsea nældi í gríðarlega góð þrjú stig í stór- leik helgarinnar á meðan City og Arsen al misstigu sig. Hetjan West Ham hefur gengið hörmulega á nýja heimavell- inum og mark í uppbótartíma frá Winston Reid var því afar vel þegið. Kom á óvart Middlesbrough og Bournemouth gerðu mjög vel í því að fá ekki mark á sig í leikjum sínum gegn Arsenal og Tottenham. Í dag 21.00 Messan Sport lOkAleikuR í dAG íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu tapaði um helgina, 1-0, gegn danmörku á Sincere Cup í kína. eina mark leiksins skoraði Johanna Rasmussen í fyrri hálfleik. Stelpurnar gerðu 2-2 jafntefli við kína í fyrsta leiknum og eru því með eitt stig eftir tvo leiki. Stelp- urnar spila nú í fyrramálið gegn Úsbekistan í loka- leik sínum í mót- inu. leikurinn hefst klukkan 08.00. Von- andi ná stelpurnar að sýna sinn besta leik í lokaleiknum en Úsbekistan er án stiga í þessu æfingamóti. Nýjast Enska úrvalsdeildin Chelsea - Man.Utd 4-0 1-0 Pedro (1.), 2-0 Gary Cahill (21.), 3-0 Eden Hazard (62.), 4-0 N’Golo Kante (70.). Man. City - Southampton 1-1 0-1 Nathan Redmond (27.), 1-1 Kelechi Iheanacho (55.). Liverpool - WBA 2-1 1-0 Sadio Mane (20.), 2-0 Philippe Coutinho (35.), 2-1 Gareth McAuley (81.). West Ham - Sunderland 1-0 1-0 Winston Reid (90.+4). Leicester - C.Palace 3-1 1-0 Ahmed Musa (42.), 2-0 Shinji Okazaki (63.), 3-0 Christian Fuchs (80.), 3-1 Yohan Cabaye (85.). Hull City - Stoke City 0-2 0-1 Xherdan Shaqiri (26.), 0-2 Xherdan Shaqiri (50.). Burnley - Everton 2-1 1-0 Sam Vokes (39.), 1-1 Yannick Bolasie (58.), 2-1 Scott Arfield (90.). Swansea - Watord 0-0 Arsenal - Middlesb. 0-0 Bournem. - Tottenham 0-0 Efstu lið Man. City 20 Arsenal 20 Liverpool 20 Chelsea 19 Tottenham 19 Everton 15 Neðstu lið West Ham 10 Stoke City 9 Middlesbr. 7 Hull City 7 Swansea 5 Sunderland 2 2 4 . o K t ó b E r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r14 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Chelsea niðurlægði Man. United á Stamford Bridge í gær HANDboLti Tímabilið hefur ekki farið nógu vel af stað hjá liði Arons Pálmarssonar, Veszprém, í Meist- aradeildinni. liðið tapaði fyrir Barcelona, 26-23, um helgina og er í fjórða sæti A-riðils með sex stig eftir fimm leiki. „ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég ekki sáttur. Mér finnst þetta lélegt miðað við liðið sem við erum með,“ segir Aron en hann var þá nýkominn heim til ungverjalands eftir ferðalagið til Barcelona. Hugsað um Meistaradeildina Aron segist hafa spilað svona helm- ing leikja Veszprém í deildinni heima en í ljósi yfirburða Veszprém í ungversku deildinni þá getur liðið hvílt lykilmenn eins og Aron er félaginu nánast hentar. „Það er bara verið að hugsa um Meistaradeildina. Ég spila alltaf gegn Szeged og svo eru kannski tvö önnur lið sem við erum aldrei að fara að tapa fyrir en eru samt allt í lagi. Það þarf aðeins að hafa fyrir þeim leikjum. Þá spila ég kannski í svona hálftíma. Það er helvíti fínt,“ segir Aron sem var oft plagaður af meiðslum í Þýskalandi. Þá var enginn tími til að jafna sig í sterkri deild. „Skrokkurinn á mér er mjög góður. Ég sleit liðband í litla putta á skothendinni í upphafi vetrar. Þá var ég frá í fjórar vikur en missti enga leiki í Meistaradeildinni. Nú finn ég ekkert fyrir hnjánum sem voru oft að plaga mig áður. Ég var eiginlega aldrei 100 prósent í Þýska- landi. Ég hef farið í tvær hnéaðgerð- ir og maður fékk aldrei tíma til að jafna sig almennilega og álagið var rosalega mikið. Ég var svona 90 pró- sent heill þegar best lét.“ Stundum bannað að æfa Þó svo álagið hafi verið mikið í Þýskalandi þá er Aron  feginn að hafa farið í gegnum þann harða skóla áður en hann fór til ungverja- lands þar sem honum er oft nánast pakkað inn í bómull. „Mér hefur stundum verið bann- að að æfa hérna. Það kemur alltaf íslendingurinn upp í manni að maður sé aldrei þreyttur og svona. Ég hef mætt á æfingu og mér hefur verið skipað að fara bara á hjólið þegar ég ætlaði að æfa. Þá hef ég viljað lyfta en ekki mátt lyfta of mikið. Það er smá munur að fara í þetta eftir að hafa verið hjá Alfreð. Ég er mjög ánægður að hafa byrjað hjá Alfreð því annars myndi ég bara æfa tvisvar-þrisvar í viku. Það er gott að hafa tekið skólann hjá Alfreð því allt annað er svo bara rólegheit,“ segir Aron léttur og hlær. Þegar Aron spilaði við  kiel í Meistaradeildinni á dögunum kom upp úr kafinu að hann væri búinn að fá samningstilboð frá kiel. „Framkvæmdastjóri kiel átti þá frábæru hugmynd að henda þess- um upplýsingum í staðarblaðið í kiel degi fyrir leik. Sagði að ég væri kominn með tilboð frá þeim og nú væri þetta bara í mínum höndum. Það var fallega gert af honum,“ segir Aron og honum var augljóslega ekki skemmt. „Það var búin að vera mikil leynd yfir þessu. Ég er því augljóslega með tilboð frá þeim. Ég hef samt ekki skrifað undir neitt eða lofað neinu. Það er heldur ekki kominn neinn tími á þennan samning. Auðvitað er samt ánægjulegt að þeir vilji fá mig aftur.“ Ræður þessu ekki sjálfur Málið er heldur ekki svo einfalt að Aron geti farið aftur til kiel næsta sumar. Hann er með samning við Veszprém fram á sumar 2018 og kiel yrði því að kaupa hann. Þess utan vill Veszprém alls ekki missa leikmanninn frábæra. „eftir leikinn gegn kiel fer ég í viðtal við staðarblaðið og segi að ef eitthvert lið vilji kaupa mig næsta sumar þá sé það ekki undir mér komið hvort ég fari. Það þurfi að fara í gegnum félagið. Þá var skrifað að ef eitthvert lið vildi kaupa mig þá væri ég klár. Alveg frábært hjá þeim. Svo vill Veszprém framlengja við mig og þess utan eru óformlegar fyrirspurnir frá öðrum félögum. Auðvitað er ég í frábærri stöðu og líður vel með það.“ eins og Aron segir þá verður Veszprém að selja hann ef hann á að fara næsta sumar. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og ég mun í seinasta lagi taka ákvörðun næsta sumar um hvað ég vil gera. Sú ákvörðun verður ekki auðveld. Mér líður vel í ungverja- landi og hér er allt til alls. eins og staðan er í dag er ég mjög sáttur.“ henry@frettabladid.is Mun ákveða mig næsta sumar Aron Pálmarsson er eftirsóttur sem fyrr. Hans gamla félag, Kiel, vill fá hann aftur og núverandi lið hans, Veszprém, vill framlengja. Svo hefur heyrst af áhuga annarra liða líka. Aron mun ekki ana að ákvörðun. Aron er hér í leiknum gegn Barcelona um helgina. fRéTTABLAðið/EPA Á flugi Leikmenn Chelsea fagna hér fjórða marki sínu í gær. Þetta var stærsta tap stjóra Man. Utd, Jose Mourinho, í ensku úrvalsdeildinni og hans næststærsta tap á ferlinum. Stærsta tapið var 5-0 fyrir Barcelona árið 2010. Fréttablaðið/getty sport 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -2 D E 0 1 B 0 9 -2 C A 4 1 B 0 9 -2 B 6 8 1 B 0 9 -2 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.