Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 16
„Ég á átta dúkkur. Þær heita Klara, Lotta, Barbí og Ken. Svo eru Elsa og Anna og líka Millý og Ásthildur Hrönn. Þær eiga fullt af fötum. Ég leik mér oft með húsið, mér finnst það mjög flott,“ segir Ella Theodora Kaz­ ooba Devos, fimm ára, sem datt heldur betur í lukkupottinn þegar þriggja hæða Barbíhús mömmu hennar kom upp úr kassa í geymslu ömmu og afa. Húsið fékk mamma hennar, Harpa Heimisdóttir arkitekt, í jólagjöf 1983 eða 4 og því fylgdu húsgögn og forláta lyfta sem ber íbúa hússins milli hæða. Innan­ stokks er allt í anda áttunda og ní­ unda áratugarins og gulur og app­ elsínugulur litur ráðandi. „Mér finnst dálítið skemmti­ legt að ekki einn einasti hlutur var bleikur,“ segir Harpa og viður­ kennir að hafa fengið nett nostalg­ íukast þegar hún opnaði kassann. „Mig grunaði ekki að öll hús­ gögnin, dúkkurnar og fötin væru enn í kassanum og meira að segja Barbíbíllinn og mótorhjólið voru þar líka. Bílinn og mótor hjólið fékk ég aðeins seinna en húsið og það sést greinilega að í millitíð­ inni breyttist tískan hjá Barbí, þá var allt orðið bleikt. Ég gat ekki einu sinni beðið eftir að koma með húsið heim heldur setti það strax saman á stofugólfinu hjá foreldrum mínum. Ég var eigin­ lega spenntari en mér hefði getað Myndi vilja búa í húsinu Í herbergi Ellu Theodoru Kazooba Devos svífur andi áttunda og níunda áratugarins yfir vötnum eftir að þriggja hæða Barbíhús mömmu hennar frá 1983 kom í leitirnar. Mamma hennar er í nostalgíukasti og sjálf myndi Ella vilja búa í húsinu. Ella Theodora Kazooba Devos, fimm ára, datt heldur betur í lukkupottinn þegar þriggja hæða Barbíhús mömmu hennar, Hörpu Heimisdóttur, kom upp úr kassa í geymslu ömmu og afa. mynD/Gva „Ég myndi alveg vilja búa í þessu húsi, sérstaklega ef það væri alveg eins lyfta í því sem ég mætti eiga sjálf,“ segir Ella. Fötin, húsgögnin og veggfóðrið eru í takt við tíðarandann sem var. Ef Ken og Barbí gætu nú talað. „mér finnst dásamlegt að fylgjast með dóttur minni leika með gamla dótið mitt,“ segir Harpa og viðurkennir nett nostalgíukast. dottið í hug. Mér finnst dásam­ legt að fylgjast með dóttur minni leika með gamla dótið mitt,“ segir Harpa, enda er Ella í skýjunum með húsið þótt það beri merki um liðna tísku og tíðaranda. „Mér finnst húsgögnin flott og veggfóðrið bara ágætt,“ segir Ella. „Það má líka alveg vera annað dót í húsinu og ég hef sett smá Legó og smá kubba í það. Það væri líka gaman að lita eitthvað á blað og líma það upp á toppinn svo það verði fallegt. Svo er líka gaman að leika með lyftuna. Ég myndi alveg vilja búa í þessu húsi, sérstaklega ef það væri alveg eins lyfta í því sem ég mætti eiga sjálf,“ segir Ella. Sunnudjass alla sunnudaga kl 20.00 Heimsklassa Djass með frábærum tónlistarmönnum í bruggsalnum okkar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir Hraðréttur dagsins í hádeginu alla virka daga 1.690.- kr Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G A r b l A ð ∙ H e i M i l i 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -2 8 F 0 1 B 0 9 -2 7 B 4 1 B 0 9 -2 6 7 8 1 B 0 9 -2 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.