Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.10.2016, Qupperneq 18
Útgefandi nýr Landspítali ohf. | Skúlagata 21 | s. 551 6010 | magnus@nlsh.is Ábyrgðarmaður og ritStjóri magnús Heimisson „Uppbyggingin við Hringbraut er auðvitað eitt af stóru málunum sem þessi ríkisstjórn hefur tekist á við og það hefur verið stígandi í verkefninu og ég er afar stoltur og ánægður með þann stað sem við erum á í dag,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Umræðan um uppbygginguna við Hringbraut hefur tilhneig- ingu til þess að snúast meira um staðsetningu nýs spítala en þá uppbyggingu sem þar á sér stað. Kristján segist fyrst og fremst horfa á verkefnið út frá stöðunni eins og hún sé núna og nefnir nú- verandi húsakost, gangainnlagnir og vandræðin sem því fylgja í því samhengi. Þó að fólk hafi margar og mis- munandi skoðanir á því hvar sé best að byggja nýtt sjúkra- hús segir Kristján að það hljóti að vera hægt að sameinast um að byggja upp þjóðarsjúkrahús- ið sem við þörfnumst og viljum sjá. „Með sterka innviði, fagfólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í húsnæði sem samræmist kröfum samtímans. Þetta er verkefnið og það skiptir miklu að því verði hald- ið áfram.“ Kristján bendir á í því samhengi að forsendan fyrir því að hægt sé að setja aukið fé í málaflokkinn sé sterk staða ríkissjóðs. „Það er mik- ilvægt að hafa það í huga að for- sendan fyrir þessu öllu saman er sterk staða ríkissjóðs og við höfum þegar tryggt fjármagn í næsta áfanga uppbyggingarinnar. Mér finnst fólk oft tala um heilbrigðis- málin eins og hér hafi ekkert gerst síðustu þrjú árin. Því fer fjarri og framkvæmdirnar við Hringbraut eru ágætis vitnisburður um það,“ segir ráðherrann. Hann sem heilbrigðisráðherra hafi lagt mikla áherslu á að hefja verkið, það hafi gengið eftir og menn séu á fínu róli. „Við höfum margar fréttir og ótal dæmi um plássleysið á spítalanum. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki og getum ekki sætt okkur við, þess vegna er brýnt að við höldum áfram á sömu braut og bætum að- stöðu sjúklinga og starfsfólks á þjóðarsjúkrahúsinu.“ Spurður frekar út í umræðuna um staðsetningu spítalans segir Kristján málið nokkuð einfalt í sínum huga. Alþingi hafi samþykkt að hefja uppbyggingu við Hring- braut og hann sem ráðherra heil- Hér má sjá þá tímaáætlun sem búið er að setja niður varðandi hönnun og framkvæmdir. Þar sést að framkvæmdum við sjúkrahótelið mun ljúka á næsta ári. Byrjað verður á framkvæmd- um við meðferðarkjarnann árið 2018 og er áætlað að þeim ljúki 2023. Rannsóknarhúsið á einn- ig að vera fullbúið árið 2023 og reiknað er með að framkvæmd- ir standi yfir í fjögur ár. Byrj- að verður á tækni-, skrifstofu- og bílastæðahúsi árið 2019 og verður það tilbúið þremur árum síðar. Hús heilbrigðisvísindasviðs HÍ mun einnig rísa á árunum 2019 til 2022. Verkáætlun Hringbrautarverkefnisins '10 '17'13 '20'11 '18'14 '21'12 '19'15 '22'16 '23 Skipulagsgerð* Forhönnun bygginga, lóðar, gatna og veitna* Sjúkrahótel – Fullnaðarhönnun Sjúkrahótel – Framkvæmd Meðferðarkjarni – Fullnaðarhönnun Meðferðarkjarni – Framkvæmd Rannsóknarhús – Fullnaðarhönnun Rannsóknarhús – Framkvæmd Tækni-, skrifstofu- og bílastæðahús – Fullnaðarhönnun Tækni-, skrifstofu- og bílastæðahús – Framkvæmd Hús heilbrigðisvísindasviðs HÍ – Fullnaðarhönnun Hús heilbrigðisvísindasviðs HÍ – Framkvæmd * Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðis, aðalskipulag Reykjavíkur, deiliskipulag Hringbrautarlóðar Hringbrautarverkefnið er stórt og viðamikið verkefni sem mun gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn þegar verkinu líkur. Verkefnið geng- ur vel. bygging nýs og glæsilegs sjúkrahótels er í fullum gangi og verið að hanna nýtt sjúkrahús, meðferðarkjarnann og búið er að heimila forval á fullnaðarhönnun nýs rannsóknarhúss. brigðismála hafi fylgt því eftir. „Ég hef litið svo á að það sé mitt verkefni að tryggja uppbygging- una við Hringbraut og fylgja vilja Alþingis. Hvort það sé hentugt að byggja annað sjúkrahús á öðrum stað einhvern tíma í framtíðinni er bara allt önnur umræða sem sjálf- sagt er að taka. Það má hins vegar ekki trufla þá mikilvægu uppbygg- ingu sem nú er í fullum gangi við Hringbraut.“ Eins og fyrr segir gera áætlanir ríkisstjórnarinnar ráð fyrir því að uppbyggingu verði haldið áfram af fullum krafti við Hringbraut. „Fyrir þessum ákvörðunum öllum liggja margvísleg rök. Hag- kvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýrara að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hringbraut og nýta áfram 56.000 fermetra af eldri byggingum. Nálægðin við Háskóla Íslands og þekkingar- samfélagið í Vatnsmýrinni skipt- ir einnig miklu máli vegna rann- sókna og kennslu þar sem vel á annað hundrað starfsmanna spít- alans eru jafnframt starfsmenn háskólans.“ Flestir þekki þessa umræðu og eðlilegt sé að taka hana. „Þessi umræða hefur staðið yfir meira og minna í tvo áratugi og það hefur dregist úr hömlu að spítalaþjónust- an á Íslandi sé byggð upp í takt við fjölgun þjóðarinnar, aukna þekk- ingu starfsfólks og þarfir sjúkl- inga. Aðstaðan sem í boði er á þjóðarsjúkrahúsinu í dag stenst einfaldlega ekki þarfir og þær nútímakröfur sem við sem þjóð eigum að gera.“ Kristján Þór júlíusson ↣ yfirlitsmynd yfir nýjar og núverandi byggingar Landspítalans við Hringbraut. HringbrautarVerKefnið 24. október 20162 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -3 C B 0 1 B 0 9 -3 B 7 4 1 B 0 9 -3 A 3 8 1 B 0 9 -3 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.