Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 52

Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 52
Trendið hettupeysan Masha Ma Hettupeysan er komin aftur í tísku og er afar áberandi á tískupöllunum þessa stundina. Peysurnar eru í öllum sniðum, bæði þröngar, víðar, síðar og stuttar. Þær skarta öllum litum regnbogans og eru virkilega frjálslegar. Þar sem íþróttastíllinn kemur sterk- ur inn með haustinu henta peysurnar afar vel. Það ætti ekki að vera erfitt að finna gamla, góða hettupeysu í fataskápnum fyrir veturinn. Hettupeysur eru bæði þægilegar og henta vel fyrir íslenskan vetur. Myndir/Getty rag & bone Zalando Fashion Healthcare Foundation tommy Hilfiger „Verkefnið okkar Halldóru gengur eiginlega út á hálfgerðan leik að garni og litum. Halldóra Sigríður prjónar mikið og er afskaplega góð í því. Þessar tilteknu peysur eru algjörlega hennar hugmynd. Þær eru litríkar og glaðar og í þeim er mikill leikur. Börn elska að vera í peysunum hennar Halldóru Sig- ríðar,“ segir Erla Dís Arnardóttir, textílkennari og textílhönnuður, en þær Halldóra hafa unnið saman að litríkum peysum sem hafa vakið mikla athygli. List án landamæra er listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mann- lífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frá- bærri útkomu. Það leiðir til auð- ugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. „Við Halldóra Sigríður erum miklar vinkonur og jafnframt mág- konur. Við höfum báðar mikinn áhuga á prjóni og fannst því tilvalið að vinna að einhverju saman. Sam- starfið gengur gríðarlega vel. Við hittumst ýmist á vinnustofunni minni eða heima hjá Halldóru og ræðum málin, pælum í litum og öðrum útfærsluatriðum,“ segir Erla, ánægð með samstarfið. Halldóra Sigríður Bjarnadóttir starfar hjá Ás vinnustofu, ásamt því að prjóna tátiljur og fleira fyrir Handprjónasamband Íslands. Saman vinna þær að sýningu sem fram fer helgina 26.-27. nóvember í Hannesarholti. „Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem snýst um að fagna fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Halldóra spennt. En hvaðan kom hugmyndin af peysunum? „Ég prjónaði eina svona peysu á dóttur hennar Erlu og hún var svo hrifin af peysunni að ég stakk upp á því að gera meira úr því,“ segir Hall- dóra. „Við dóttir mín vorum virkilega hrifnar af peysunni. Einnig þótti mér einstakt auga Halldóru Sigríð- ar fyrir litum og litasamsetningum, sem kemur skýrt fram í peysunni,“ bætir Erla við. Peysurnar munu fara í sölu eftir sýninguna, þar sem hluti af ágóð- anum rennur til einhverfusam- takanna. Halldóra Sigríður er á ein- hverfurófi með asperger og fannst þeim því tilvalið að einhverfusam- tökin yrðu fyrir valinu. „Við erum alveg virkilega spennt- ar og þakklátar fyrir þetta skemmti- lega verkefni og vonumst að sjálf- sögðu eftir að sjá sem flestar,“ segja þær. gudrunjona@frettabladid.is Börnin elska peysurnar Þær Halldóra Sigríður Bjarnadóttir og Erla Dís Arnardóttir vinna að verkefni á listahá- tíðinni List án landamæra. Sýningin þeirra fer fram í Hannesarholti helgina 26.-27. nóvember. Peysurnar eru mjög litríkar og börn elska að vera í þeim. Mynd/HaFdís Peysurnar verða til sölu eftir sýninguna. Mynd/HaFdísHalldóra sigríður og erla dís njóta þess að prjóna saman. Mynd/erla 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r24 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -4 1 A 0 1 B 0 9 -4 0 6 4 1 B 0 9 -3 F 2 8 1 B 0 9 -3 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.