Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 2

Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 2
samfélag „Þetta er verkefni sem ég gaf mér í afmælisgjöf þegar ég varð fimmtugur,“ segir Stefán Gíslason, hlaupari og formaður verkefnis- stjórnar rammaáætlunar. Hann hyggst í dag ná markmiði sem hann setti sér á 50 ára afmælinu með því að hlaupa sitt fimmtugasta fjalla- hlaup fyrir sextugt, 81 kílómetra leið úr Miðfirði yfir Arnarvatnsheiði og suður í Borgarfjörð. „Þegar ég varð fimmtugur fannst mér um tvo valkosti að ræða, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hæg- fara afturför,“ segir Stefán og hlær en hann verður sextugur í mars. Stefán segir upplifunina allt aðra á hlaupum en á öðrum ferðalögum um landið. „Þetta sameinaði áhuga á landfræði og sögu og grúski, að kynna sér leiðir yfir heiðar sem menn fóru í gamla daga. Á mörgum þessum leiðum hafa einhvern tímann orðið slys og sumt af þessu tengist skáldverkum. Það var til dæmis mjög magnað að fara um heiðar fyrir norðan Ísafjarðardjúp sem tengjast sögum Jóns Kalman,“ segir hann. „Maður kynnist fólki öðruvísi en í vinnunni. Maður er að takast á við eitthvað með þeim á einhverri auðn þar sem gilda allt önnur lögmál en á parkettinu,“ segir Stefán enda hafi hann kynnst fjölda fólks á leiðinni. Stefán vinnur að bók um hlaupin sem sem hann vonast til að verði öðrum hvatning til að stunda úti- vist og jafnvel fara leiðirnar fimm- tíu. „Þetta er allt saman þokkalega fært vel frísku fólki,“ segir hann. Leiðirnar eru allar lengri en níu kíló- metrar og á milli tveggja byggðar- laga eða staða sem honum þykja áhugaverðir. Eftir hlaupið mun Stefán hafa hlaupið þúsund kílómetra í hlaup- unum fimmtíu. Brottför úr Miðfirði er klukkan fimm að morgni og gert er ráð fyrir að hlaupið taki ríflega þrettán klukkustundir á leiðinni en Stefán mun hlaupa í tíu manna hópi. Hann segir flest hlaupin hafa gengið stórslysalaust fyrir sig. „Maður hefur náttúrulega lent í alls konar rugli. Maður er að fara flestar þessar leiða í fyrsta sinn og hefur lent í vægum villum, smá vandræðum og kannski einu sinni í sjálfheldu.“ Til stendur að halda veislu Stefáni til heiðurs í Húsafelli eftir hlaupið. „Svo held ég bara áfram að hlaupa,“ segir hlauparinn. ingvar@frettabladid.is Veður Í dag er útlit fyrir hæglætisveður á landinu, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 17 stig. sjá síðu 32 Fimm ár voru í gær liðin frá því að Anders Behring Breivik banaði 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og í Útey. Ungir jafnaðarmenn, sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, minntust hinna látnu við Minningarlundinn í Vatnsmýrinni síðdegis. Fréttablaðið/Hanna Stefán á hlaupum á reykjaheiði upp úr Ólafsfirði í ágúst 2014. mynd/Sævar SkaptaSon Fer fimmtugasta fjallahlaupið á áratug Stefán Gíslason hlaupari hyggst í dag ná markmiði sem hann setti sér við fimm- tugsafmælið fyrir níu árum, að hlaupa fimmtíu fjallahlaup fyrir sextugt. Stefán vinnur að bók um hlaupin sem samtals ná yfir þúsund kílómetra leið. Maður hefur náttúrulega lent í alls konar rugli. Maður er að fara flestar þessar leiða í fyrsta sinn og hefur lent í vægum villum, smá vand- ræðum og kannski einu sinni sjálfheldu. Stefán Gíslason, hlaupari og formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Náttúra Marglyttur sem mikið voru á sveimi í Nauthólsvík í júní og byrjun júlí sjást ekki lengur. Starfs- fólk Nauthólsvíkur segir að sjó- sundsfólk hafi ekki tekið eftir þeim né brennt sig á þeim í tvær vikur. Tegundirnar sem voru í Nauthólsvík heita brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta mar- glyttutegundin. Fólk sem stundar sjó- sund lenti oft illa í þeim og brenndi sig víða á líkamanum. Í júní þurfti að hringja á sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en hún fékk mikil ofnæmisviðbrögð. – ngy Marglytturnar sjást ekki lengur samfélag Íslendingar ætla í auknum mæli að ferðast til útlanda í sumarfrí- inu á kostnað ferðalaga innanlands. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Þá kemur fram að ekki hafa fleiri sagst ætla að ferðast utanlands í sum- arfríinu frá því að mælingar hófust í júní 2011. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 49,6 prósent ætla að ferðast utan- lands í sumarfríinu og þar af sögðust 14,4 prósent eingöngu ætla að ferðast utanlands. Til samanburðar sögðust 35,2 prósent ætla að ferðast utan- lands árið 2013 og þar af sagðist 7,1 prósent eingöngu ætla að ferðast utanlands sama ár. Þeim sem sögðust ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu hefur fækkað frá því 2013 þegar 82,8 pró- sent sögðust ætla að ferðast innan- lands í sumarfríinu, borið saman við 70,9 prósent nú. – ngy Fleiri ætla til útlanda í frí Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru lík- legri til að ferðast innanlands. samgöNgur Vegagerðin hefur ákveð- ið að banna vinstri beygju til norðurs af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut. Í gær var unnið að því að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og bráðabirgðahindrunum sem gera ökumönnum erfitt fyrir að taka vinstri beygjuna. Banaslys varð á gatnamótunum í byrjun júlí en fyrirhugað var að beygj- an yrði bönnuð frá Hafnarvegi. Eftir slysið hefur hópur fólks barist fyrir því að vinstri beygjan verði bönnuð. Framtíðarfyrirkomulagi með banni á beygjunni verður komið upp samhliða gerð undirganga undir Reykjanesbraut sem hefst á næstunni. – ngy Banna vinstri beygju frá Hafnarvegi  Minntust hinna látnu 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 1 0 -C B 8 4 1 A 1 0 -C A 4 8 1 A 1 0 -C 9 0 C 1 A 1 0 -C 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.