Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 18

Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 18
Hart tekist á um verklag lögreglu á Þjóðhátíð í Eyjum Þriðjudagur 19. júlí Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í hádegisfréttum Bylgjunnar Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðis- fórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rann- sóknarhagsmuni að leiðarljósi. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátíð, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfenda- skaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. atburðarásin rakin á síðu 38 Fimmtudagur 21. júlí unnsteinn manuel Stefánsson tónlistarmaður á vef Ríkisútvarpsins Fimmtudagur 21. júlí Hjalti jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Bítínu Það sem kom mér á óvart eru þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar . Þriðjudagur 19. júlí guðrún jónsdóttir, talskona Stígamóta í Fréttablaðinu Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar. FöStudagur 22. júlí Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á Vísi Ég held að þetta sé misskilningur í gangi um að hérna sé þöggun. Eins og það eigi aldrei að veita þessar upplýsingar. Það verða veittar upplýsingar um þessi mál þegar það er tímabært. En ÞEtta hEfur VErið klaufa- lEgt, allt í kringuM ÞEtta hEfur VErið ofsalEga klaufa- lEgt. uMræðan fór í algjört rugl, aftur. Íris Róbertsdóttir Hvað er Bleiki fíllinn? Nauðgun er glæpur sem enginn vill ræða en við vitum öll að á sér stað, líkt og bleiki fíllinn í stofunni. Þaðan er nafnið komið. Farið var af stað með átakið 2012 með það að mark- miði að fá fólk til að ræða saman og horfast í augu við þennan glæp. Bleiki fíllinn vinnur í nánu samstarfi við þjóðhátíðarnefnd. Ég reyni að sitja allt þetta viðtal án þess að hljóma eins og ég sé í vörn. En auðvitað er ég í vörn. Ég er að berjast gegn kynferðis­ ofbeldi en ég er Vestmannaeyingur. Ég hef upplifað Þjóðhátíð eins og Vestmanna­ eyingur. Auðvitað eru Vestmannaeyingar í vörn þegar manneskja í fréttum er spurð hvað henni finnst um ríkislögreglustjóra og hún notar bara orðin Vestmannaeyingar, Vest­ mannaeyjar og þjóðhátíðarnefnd en aldrei lögreglustjóri. Og svo sitja 4.200 heima og hlusta. Þarna er ein manneskja tekin í gegn í fjölmiðlum en í kjölfarið er ráðist á heilan hóp af fólki. íris: Vestmannaeyingum finnst eins og það sé verið að ráðast á barnið sitt. Þess vegna erum við alltof mikið í vörn. Það er fámennur hópur sem rífst á samfélagsmiðl­ unum og fer í varnargír þar. Flestir sem ég þekki eru þöglir. Mig langaði til að breiða yfir haus í gær, því mér finnst við ekki ráða við umræðuna og það heyrist ekki það sem við segjum. dóra: Við höfum undanfarin ár reynt hvað sem við getum til að efla gæsluna, erum með eftirlitsmyndavélar, fundum með forvarnaraðilum og skoðum hvað við getum bætt. Það er fullur vilji til góðra verka. Getum staðið okkur betur En eru skilaboðin ykkar nógu skýr? íris: Örugglega ekki. Við erum ekki að standa okkur nógu vel í að koma skýrum skilaboðum á framfæri. Við getum staðið okkur miklu betur og við viljum bæta okkur. Öll ráð eru vel þegin enda er algjör­ lega á oddinum að gestirnir okkar séu öruggir. jóhanna Ýr: Við erum ekki að stinga höfðinu í sandinn. Upphaf Bleika fílsins er í druslugöngunni í Eyjum 2012. Þáverandi þjóðhátíðarnefnd hlustaði á þrumuræður um að það þyrfti að berjast gegn kynferðis­ ofbeldi á Þjóðhátíð og forvarnarhópurinn var stofnaður í kjölfarið. Það hefur margt breyst á þessum fjórum árum. Á fyrstu Þjóðhátíðinni þar sem ég var að rölta um og dreifa miðum í hvítu tjöldin, kemur sextug kona til mín og segir mér að hún hafi verið á ófáum Þjóðhátíðum og að auðvitað hafi hún alltaf vitað að kynferðis­ afbrot séu framin. En að þetta árið hefði hópurinn sest niður við rjómatertuna og í fyrsta skipti rætt um nauðganir. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk láti sig aðra varða, sýni samkennd og spyrji fólk hvort allt sé í lagi ef því finnst eitthvað vera grunsamlegt. Gæslan tók eftir miklum mun því alls konar fólk var að koma til þeirra og benda þeim á aðra. Gestir að passa upp á hver annan dóra: Já, viðhorfið hefur breyst mikið meðal heimamanna og líka gesta. Ef par er að kela í brekkunni fær það varla frið því það er alltaf einhver að athuga hvort það sé ekki örugg­ lega allt gert með samþykki. Ég veit líka um hjón sem gengu með unglingsdóttur sína á milli sín, sem var í annarlegu ástandi. Þau voru stoppuð þrisvar af gestum hátíðarinnar og spurð hver tengsl þeirra væri við þessa stúlku. Þetta eru góðar breytingar. jóhanna Ýr: Aukin samkennd þýðir ekki að það sé verið að taka ábyrgðina af gerandanum. En við getum passað upp á hvert annað. Og eruð þið ánægð með árangurinn? dóra: Við erum ekki ánægð á meðan það eru framin brot. Það þarf að halda áfram góðum verkum. En er hátíðin orðin of stór? Ráðið þið kannski ekki við þetta? íris: Það voru þrjár nauðganir í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi. Eigum við að loka miðbænum? Við þurfum bara að taka höndum saman og berjast gegn þessu. Alls staðar á landinu. dóra: Árið 2014 var stærsta hátíðin og ekkert kynferðisbrot tilkynnt. Það virðist ekki vera samsvörun þarna á milli. Ykkur finnst þið sem sagt ráða við þennan fjölda? dóra: Við getum ekki sagt það á meðan það eru glæpir. Ég bý líka á sex manna heimili og ég er ágætis verkstjóri en ég er alls ekki alltaf með stjórn á málunum. Lífið er bara þannig að maður hefur aldrei fulla stjórn. Ekki yfir fjölskyldunni sinni og ekki tíu þúsund manns. jóhanna Ýr: Manneskjan er faktor þarna. Hún er óútreiknanleg. dóra: En fólki er hent út úr dalnum ef það er ófriðsamlegt og það nokkuð mörgum á hverjum sólarhring. Böndin þeirra eru klippt og þeim hent út. Eyjamenn líta á sig sem gestgjafa Í vikunni hótuðu tónlistarmenn að hætta við að koma fram og taka sterka afstöðu. Það fékk þjóðhátíðarnefnd til þess að senda frá sér tilkynningu um að hefja samvinnu við neyðarmóttökuna og Stígamót. Var ekki hægt að gera það fyrr? dóra: Við erum með mjög vel mannað áfallateymi á okkar vegum. Við erum þess fullviss að það sé að vinna vel. En núna langar okkur að gera góða hátíð enn betri með því að fá leiðbeiningar frá fleirum. jóhanna Ýr: Ég man að ég var svo hissa þegar ég heyrði af öllu þessu gæsluteymi og myndavélum og spurði af hverju er ekki búið að básúna þetta? Eigum við eitthvað að þurfa þess? var svarið. Kannski er þetta hroki? Eða barnaskapur? Ég veit það ekki. Er þetta skömm? dóra: Ég held þetta snúist ekki um skömm. Ég held frekar að í einfeldni okkar finnist okkur skrítið að fólk sjái ekki Þjóðhátíð með okkar augum. Allir Eyja­ menn líta á sig sem gestgjafa enda hafa mjög margir á eyjunni hjálpað til við undir­ búning meira og minna allan júlímánuð í sjálfboðaliðastarfi. jóhanna Ýr: Og nú ræða heimamenn um að skreyta tjöldin sín með bleikum blöðrum og borðum til að taka enn betur þátt í forvarnarstarfi Bleika fílsins. Það er engin þöggun í gangi meðal Eyjamanna. dóra: En við erum alltaf tilbúin að læra meira. Það eru margir mánuðir síðan við byrjuðum í undirbúningsvinnu. Við vorum ekkert að vakna í síðustu viku og fatta að að það væri að koma Þjóðhátíð. Umræðan er svolítið þannig, eins og við sitjum bara með hendur í skauti. En ræðum endilega málin. Eftir síðustu Þjóðhátíð var grimm umræða í fjölmiðlum en það hafði enginn samband við þjóðhátíðarnefnd til að ræða hvernig hefði gengið yfir helgina eða eftir helgina. íris: Við erum til í meira samtal. Með öllum fjölmiðlum og Íslendingum í liði að berjast gegn kynferðisofbeldi. Þetta er vandi okkar allra. En fyrst og frEMst gagnrýni Ég ríkislögrEglustjóra og að Það sÉu Ekki skýrar rEglur uM jafn grafalVarlEgt Mál og kynfErðisbrot. Jóhanna Ýr Jónsdóttir Ef par Er að kEla í brEkkunni fær Það Varla frið ÞVí Það Er alltaf EinhVEr að athuga hVort Það sÉ Ekki örugglEga allt gErt MEð saMÞykki. Dóra Björk Gunnarsdóttir ↣ 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r18 H E l g i n ∙ F r É t t a B l a ð i ð 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 1 0 -D 5 6 4 1 A 1 0 -D 4 2 8 1 A 1 0 -D 2 E C 1 A 1 0 -D 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.