Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 50
ALLAR HELGAR
365.is Sími 1817
Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa
og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags-
og sunnudagsmorgnum á Stöð 2.
HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ
Bragi Halldórsson
209
„Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í
gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn,
„við verðum of sein.“
Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús?
Margrét er tólf ára og er í
skátafélaginu Haförnum í
Reykjavík. En hvenær byrjaði
hún í skátunum og af hverju?
„Ég byrjaði fyrir tveimur árum.
Báðir foreldrar mínir voru í
skátunum og mig hefur alltaf
langað að vera skáti. Svo þegar
ég loksins prófaði þótti mér það
svona gaman!“
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú hefur gert þar? „Mér
fannst rosalega gaman á Við-
eyjarmótinu. Þar var svo flott
útsýni og hægt að veiða. Svo
voru náttúrulega svo margir
skátar þar.“
Heiða er tólf ára og er líka í Haf-
örnum og hún er búin að vera í
skátunum í hálft ár.
„Ég hafði prófað í smá stund að
vera hjá skátafélagi Skjöldunga
en flutti stuttu seinna. Ein-
hverju eftir að ég flutti lét ég svo
verða af því að ganga í Haferni
og sé ekki eftir því.“
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú hefur gert í skátunum?
„Landsmótið sem er í gangi
núna. Það er svo mikið af
krökkum á svæðinu og svo
margt að gera.“
Óskar Ingi er tíu ára og hann er
að klára fyrsta árið sitt í skátafé-
laginu Fossbúum á Selfossi.
„Ég var mikið í frístunda-
klúbbnum í Kotinu þar sem
Fossbúar eru líka til húsa. Þegar
ég sá hvað Fossbúar gerðu
mikið af skemmtilegum hlutum
ákvað ég að taka þátt.“
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú hefur gert í skátunum?
„Allar útilegur sem við förum
í eru rosalega skemmtilegar. Í
síðustu félagsútilegu fórum við
upp að Fossá. Þetta landsmót
er kannski það skemmtilegasta
sem ég hef gert.“
Allar útilegur
rosa skemmtilegar
Þema landsmóts skáta á Úlfljótsvatni er Leiðangurinn mikli enda má
segja að hver dagur þar feli í sér leiðangur. Þau Margrét Arnarsdóttir,
Heiða Gyðudóttir og Óskar Ingi Helgason eru á landsmótinu.
„Mig langaði alltaf að verða skáti,“ segir Margrét.
„Landsmótið er það skemmtilegasta sem ég hef gert með skátunum,“ segir Heiða.
„Þegar ég sá hvað Fossbúar gerðu mikið af skemmtilegum hlutum ákvað ég að
taka þátt,“ segir Óskar Ingi.
Þátttakendur standa hlið við hlið
nema einn sem stendur á móti
þeim með bolta. Hann hugsar
sér nafn á fjalli og nefnir fyrsta
staf þess um leið og hann kastar
boltanum til þess sem er lengst til
vinstri. Sá giskar á fjall um leið og
hann kastar boltanum til baka. Sé
ágiskunin röng fær næsti maður
boltann og þannig koll af kolli.
Ef enginn giskar rétt er byrjað
á röðinni aftur og tveir fyrstu
stafirnir nefndir. Þegar einhver
giskar rétt kastar sjórnandinn
boltanum í jörðina, kallar Hollý! og
hleypur sem lengst áður en sá sem
gat upp á nafninu nær boltanum og
kallar Hú! Þá nemur stjórnandinn
staðar og myndar körfu með hand-
leggjum. Sá sem er með boltann
tekur þrjú stór skref og reynir að
hitta í körfuna. Takist það verður
hann næsti stjórnandi, annars sá
sem er næstur í röðinni.
Leikur vikunnar
Fjalla Hollý Hú
Hvaða bók lastu síðast og um hvað
var hún? Ég las bókina Einhyrningurinn
minn. Hún fjallar um hest sem breytist
í einhyrning þegar eigandi hans fer með
töfraþulu.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í
uppáhaldi hjá þér? Harry Potter sem
mamma las fyrir mig.
Hvernig eiga skemmtilegar bækur að
vera? Þær eiga að vera um galdra, vera
þykkar og stundum fyndnar.
Í hvaða skóla ert þú? Landakotsskóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Ekki mjög oft
en mig langar til að fara oftar.
Hver eru þín helstu áhugamál? Að
teikna og lita og að fara í sund.
Ef þú myndir skrifa bók um hvað ætti
hún að vera og hvað myndi hún heita?
Ég skrifaði einu sinni sögu sem fjallaði
um töfra og dýr. Hún hafði ekkert nafn.
Lestrarhestur vikunnar Sophie Magdalena
Vinningshafinn, Sophie Magdalena MacNeil, með bókina og við hlið hennar
er systir hennar, Mía Celeste MacNeil.
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R26 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
1
0
-C
B
8
4
1
A
1
0
-C
A
4
8
1
A
1
0
-C
9
0
C
1
A
1
0
-C
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K