Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 22
„Uglan var starfrækt sem kaffi-
hús frá 2012–2014 í þrjú ár en svo
tók ég mér frí í fyrra og núna. Í
sumar hefur kvenfélagið í sveit-
inni slegið upp kaffihlaðborði um
helgar og þær buðu mér að vera
eina helgi. Og ég ákvað að slá til
og rifja upp gamla takta núna um
helgina.“
Einkenni Uglukaffihússins
er að þar er unnið með efnivið
úr héraði. „Við höfum alltaf lagt
áherslu á að vera með eins mikið
og við getum úr nánasta umhverfi
en samt að blanda saman hefð-
bundnum íslenskum kræsingum
við matargerðarlist heimsins. Ég
hef lagt áherslu á að vera með ís-
lenskt hráefni og matarhefðir í
fyrirrúmi, nota rabarbara mikið,
er með pönnukökur í ýmsum bún-
ingi og krydda þetta með áhrifum
frá enskri, grískri, franskri og ít-
alskri matargerð.“
Þar sem Uglan staldrar aðeins
við í tvo daga að þessu sinni verð-
ur áherslan á brot af því besta sem
var á matseðlinum. „Það sem var
vinsælast í Uglunni á sínum tíma
var svokallað rabarbarakraum,
eða rabarbarabaka úr úrvals rab-
arbara úr dalnum. Svo var líka
alltaf mjög vinsælt að fá sér hrá-
köku Uglunnar sem er mjög ein-
föld og ljúffeng. Svo verða pönnu-
kökurnar og svo bökum við brauð
að franskri fyrirmynd, hálfsúr-
deigsbrauð sem er létt og gott og
bragðmikið sem við berum fram
með silungi og fleiru góðu úr þess-
um landshluta.“
Til drykkjarfanga má meðal
annars telja kaffi og te. „ Vinsæl-
asta teið er úr jurtum sem tíndar
eru hér í Fnjóskadalnum. Og svo
fyrir þá sem vilja ekki kaffi, te
eða heitt súkkulaði erum við með
rabarbarasafa sem bæði börnum
og fullorðnum finnst góður.
Það hefur alltaf verið stefn-
an að hafa sem mest heimagert.
Auðvitað þurfum við kaffi sem
ræktað er í útlöndum og slíkt en
að svo miklu leyti sem hægt er
að nota hráefnið úr dalnum þá
gerum við það.“
Uglukaffið er eins og áður sagði
staðsett í Fnjóskadal, nánar til-
tekið í Skógaskóla. „Veitingasal-
urinn er gamla kennslustofan og
hún er alveg óbreytt frá því þarna
var skóli, með kortum og bókum
og ýmsu sem minnir á gamla tíma
og er skemmtileg upprifjun fyrir
þau okkar sem muna þessa tíma og
spennandi upplýsingar og fræðsla
fyrir þau sem fæddust síðar og
muna ekki þessa tíma, að sjá hvern-
ig skólar voru fyrir hálfri öld.“
Að lokum lét Valgerður okkur í
té uppskrift að sínu vinsæla rabar-
barakraumi.
Fnjóskdælskar kræsingar
Nú geta aðdáendur Uglunnar í Fnjóskadal tekið gleði sína en Uglan mun setjast á sínar gömlu slóðir að Skógum um
helgina og veita vel bæði gestum og gangandi. Gestgjafinn á Uglukaffi er Valgerður H. Bjarnadóttir.
Við höfum alltaf
lagt áherslu á að
vera með eins mikið og
við getum úr nánasta
umhverfi en samt að
blanda saman hefð-
bundnum íslenskum
kræsingum við matar-
gerðarlist heimsins.
Valgerður H. Bjarnadóttir
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis:
sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is,
s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is,
s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Valgerður H. Bjarnadóttir er gestgjafi í Uglukaffihúsinu um helgina og býður upp á
veitingar sem byggja helst á hráefni úr Fnjóskadalnum.
Rabarbarakraumkakan vinsæla, best
volg með léttþeyttum rjóma.
Jurtirnar í Fnjóskadal gegna fjölbreyttu hlutverki í matseld
Uglunnar, til dæmis í gómsætt te sem rennur ljúflega niður.
Brauðið sem gestir Uglunnar munu gæða sér á í dag og á
morgun nýkomið úr ofninum.
rabarbarakraum
uglunnar
Í mylsnublönduna:
250 g kalt, (ósaltað) smjör,
skorið í litla bita
100 g haframjöl
300 g spelt eða hveiti
200 g fíngerður, hrár
reyrsykur
ögn af salti
Í fyllinguna:
700 g rabarbari, snyrtur og
skorinn í 2,5 cm bita
2 msk. fíngerður, hrár
reyrsykur, og meira til að
strá ofan á
safi úr ½ sítrónu
klípa af ósöltuðu smjöri
1. Hitið ofninn í 180°C/Gas 4.
2. Setjið efnið í mylsnudeigið í
stóra skál.
3. Nuddið smjörinu saman við
hveitið, sykurinn og saltið. Lyftið
blöndunni með fingrunum og látið
hana detta aftur til að hún verði
loftmikil og létt.
4. Setjið rabarbarann í smurt
leirfat. Stráið á hann sykrinum,
dreypið á hann sítrónusafanum og
dreifið smjörbitunum jafnt ofan á.
5. Stráið mylsnublöndunni ofan á
rabarbarann en þrýstð henni ekki
niður. Stráið svolítið meiri reyr-
sykri ofan á. Setjið fatið í ofninn og
bakið í 35-40 mínútur eða þar til
kakan er gullin og safinn farinn að
ólga úti við barmana á fatinu.
6. Berið kökuna fram með þeytt-
um rjóma úr íslenskum kúm.
Gleraugnaverslunin Eyesland
5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015
Létt og þægileg í veiðina
Veiðigleraugu með og án styrktarglugga
Kíktu við og mátaðu!
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
0
-F
C
E
4
1
A
1
0
-F
B
A
8
1
A
1
0
-F
A
6
C
1
A
1
0
-F
9
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K