Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 46

Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 46
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Kristín Halldórsdóttir fyrrum þingkona Kvennalistans, lést á Mörk hjúkrunarheimili fimmtudaginn 14. júlí. Minningarathöfn verður haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi þriðjudaginn 26. júlí kl. 15.00. Jónas Kristjánsson, Kristján Jónasson, Pálmi Jónasson, Pétur Jónasson, Halldóra Jónasdóttir og fjölskyldur. Systir okkar, Olga Elísa Óskarsdóttir Lundberg lést þann 13. júlí sl. í Seattleborg í Bandaríkjunum. F.h. barna hennar og tengdasonar, April, Roberts, Önnu og Toms Penner, auk annarra aðstandenda, Guðbjörg Óskarsdóttir Dagmar Óskarsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Þorsteinn Elísson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Jórunn Þóra Magnúsdóttir Miðgörðum, Grímsey, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 18. júlí síðastliðinn. Minningarstund verður í Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 25. júlí kl. 11.00. Útför hennar fer fram frá Miðgarðakirkju í Grímsey miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Miðgarðakirkju og Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Hulda I. Einarsdóttir Halldór Jóhannsson Þorgerður G. Einarsdóttir Magnús G. Einarsson barnabörn, barnabarnabörn og Bjarni R. Magnússon. Heittelskuð eiginkona, móðir og systir, Ingibjörg Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur, Starhaga 16, Reykjavík, lést 16. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júlí kl. 15.00. Frans Jezorski Baldur, Kristín, Hanna og Björg Jezorski Jóhann Baldursson og Sigurður Baldursson Ástkær bróðir okkar, Flosi Magnússon Patreksfirði, lést sunnudaginn 17. júlí. Útför mun fara fram í kyrrþey. Aron Magnússon Ingibjörg Magnúsdóttir Anna Magnúsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurrós Gísladóttir Sléttuvegi 15, áður Ásgarði 27, lést miðvikudaginn 20. júlí sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Svava Björnsdóttir Sigurbjörn Björnsson Eiður Björnsson María M. Guðmundsdóttir Gísli Björnsson Anna D. Tryggvadóttir Anna Björnsdóttir Róbert B. Agnarsson Sigurrós B. Björnsdóttir Guðmundur K. Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjónin Jón Adolf Steinólfsson mynd- höggvari og Karin Esther glerlistakona standa fyrir sýningunni Þinn heimur sem er í Perlunni út þennan mánuð. Þau fengu til liðs við sig þrjá aðra listamenn þetta árið, Finnboga, S. Kristinsson listmálara, Karl Gústaf Davíðsson, gull- og silfursmið, og Jóhann Dalberg Sverrisson mynd- höggvara. Þetta er í sjötta og síðasta sinn sem þau fá inni í Perlunni því þar eru breytingar fyr- irhugaðar en sýningarnar hafa mælst vel fyrir, ekki síst meðal ferðamanna, enda er myndefnið byggt á íslenskri arfleifð á einn eða annan hátt. „Við látum okkur dreyma um að komast inn í Hörpu með sýninguna næsta sumar,“ segir Karin brosandi. Jón Adolf tekur undir það og segir þau jafnan stefna hátt. Karin Esther er hollensk en hefur búið átta ár á Íslandi. „Ég er frá Niðurlöndum,“ segir hún ákveðin og kveðst hafa kynnst Jóni Adolf á netinu, nánar tiltekið gegnum tölvuleik. „Þar hittist fólk alls staðar að úr heiminum, enskan er tungumálið og við spiluðum saman. Svo varð úr því hittingur og hér er ég!“ Jón Adolf er rótgróinn Kópavogsbúi sem byrjaði í útskurði 1986 þegar móðir hans gaf honum námskeið í þeirri list hjá Herði Flosasyni. „Mér þótti gaman að skera út og hafði það sem hobbý til að byrja með en síðan fór ég til Austurríkis á námskeið og þar breyttist hugsun mín í sambandi við listina. Ég var á þeim sama tíma að stofna fyrirtæki í kringum þrif og var kominn með fólk í vinnu en hætti í því þegar allt var á uppleið, flestum til mikillar undr- unar. Einbeitti mér bara að útskurðinum og hafði alltaf meira og meira að gera í kringum hann, fór meðal annars að kenna í einkatímum. Mér fannst ég vera bestur, án þess að traðka annað fólk niður. Þannig kenni ég útskurð í dag, allir eiga að hafa þá tilfinningu að þeir séu bestir.“ Jón Adolf segir engin takmörk fyrir því hvað hægt sé að skera út og þess sjást glögg dæmi á sýningunni. Þar er allt frá fartölvum nútímans yfir í skúlptúra sem sækja fyrirmyndir í norræna goðafræði. Ég stoppa við einn slíkan. „Þetta verk tók fimmtán ár. Ég vissi aldrei hvað það yrði. Greip í það öðru hvoru og lagði það frá mér aftur en endaði á að tengja það norrænni goðafræði með því að þræða mína útgáfu af Miðgarðsorminum í gegnum það.“ Hann kveðst sækja mikið í norrænar hefðir, þar á meðal íslenskar. „Mig hefur aldrei vantað ímyndunarafl. Amma sagði mér svo margar sögur úr sveitinni, um álfa, tröll og allt mögulegt og sem krakki las ég allt sem ég náði í, ævintýri, ástarsögur og fróðleik, mamma átti stórt og mikið bóka- safn.“ Fyrir sjö árum fór Jón Adolf til Ítalíu að læra að höggva í grjót og heillaðist af því. Síðan kveðst hann hafa unnið í hvort tveggja, grjót og timbur. Honum finnst nauðsynlegt að hafa húmor með í verk- unum. „Á tímabili var ég meira á dekkri kantinum og eitthvað að predika en nú hef ég jákvæðnina að leiðarljósi, bæði í listinni og lífinu almennt. Það gefst miklu betur.“ Fljótlega eftir að Karin Esther kom til landsins fór hún að fást við gler, meðal annars að móta úr því skart og hún notar líka ösku og sand, hraun og hrafntinnu í sína listmuni. „Fólk er koma með steina úr sínum byggðarlögum,“ segir hún. „Til dæmis hafa Vestur-Íslendingar komið með steina til mín og beðið mig að búa til hálsmen úr þeim til að hafa eitthvað af fósturjörð forfeðranna með sér.“ gun@frettabladid.is Sýna í Perlunni í síðasta sinn Skúlptúrar úr tré og steini, málverk, silfurmunir og skart úr gleri og eldfjallaösku eru á sumarsýningunni Þinn heimur sem nú er haldin í Perlunni í sjötta og síðasta sinn. Jón Adolf og Karin Esther kynntust gegnum tölvuleik sem þau spiluðu saman, þó ekki í trétölvum! FréttAblAðið/StEFán 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R22 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B l A ð i ð tímamót 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 1 0 -E 4 3 4 1 A 1 0 -E 2 F 8 1 A 1 0 -E 1 B C 1 A 1 0 -E 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.