Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 4
Tölur vikunnar 24.07.2016-30.07.2016
535
milljónum
króna verður varið
í uppbyggingu
almenningssalerna
í miðborginni
samkvæmt nýrri
skýrslu.
aukning verður í olíunotkun á Íslandi
fram til ársins 2050 samkvæmt nýrri
eldsneytisspá Orkustofnunar.
37,3
milljónir
króna fékk Einar
Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri
Mjólkursamsöl-
unnar, í starfsloka-
greiðslur.
1,7
milljarðar
20.000
manns heimsækja Raufarhólshelli ár
hvert, að mati fyrirtækisins
Raufarhóls hf.
90
hljómsveitir til-
kynntu að þær
myndu hugsanlega
ekki koma fram á
Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum.
króna var
velta Íslenskra
fjallaleiðsögu-
manna árið
2015.
SJÓÐHEITi
SÓLARspretturinn
Ekki láta þetta framhjá þér fara!
Hefst á mánudaginn 25. júlí
kl. 12:00 og stendur í sólarhing!
21%
manns vilja komast
á þing fyrir Pírata á
höfuðborgarsvæðinu.
NEI!
fólk Jörðin Finnbogastaðir í Tré-
kyllisvík er til sölu, átta árum eftir
að bóndinn byggði sér nýtt hús í
kjölfar þess að gamli bærinn brann
til kaldra kola.
„Ég verð hérna þangað til ég næ
að selja,“ segir Guðmundur Magnús
Þorsteinsson, eigandi Finnboga-
staða, sem nú stefnir að því að yfir-
gefa heimasveit sína í Árneshreppi.
Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum
gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðj-
an júní 2008. Guðmundur hófst þá
strax handa við að koma sér upp
nýju húsi og naut þar aðstoðar
margra sem tóku þátt í söfnun fyrir
byggingunni. Sonur hans tók við
sauðfjárbúskapnum á árinu 2010.
„Sonur minn er að hætta og ég er
orðinn gamall og fer ekkert af stað
aftur,“ segir Guðmundur sem orð-
inn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir
að 200 kinda fjárstofn á Finnboga-
stöðum verði skorinn niður eftir
göngur í haust. „Það verður ef eng-
inn kaupandi verður og tekur við.“
Finnbogastaðir eru auglýstir
til sölu fyrir 44 milljónir króna.
Önnur bújörð í hinum fimmtíu
íbúa Árneshreppi, Bær, er sömu-
leiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar
hafa einnig verið í sauðfjárbúskap,
nú síðast með 400 kindur á vetrar-
fóðrum, en hyggjast bregða búi og
flytja á brott – eins og Guðmundur
og sonur hans.
Sveitungar Guðmundar, hjónin
á Mel, lýsa því í samtali við Bænda-
blaðið að breytingar með nýjum
búvörusamningi sem liggur fyrir
Alþingi myndu valda þeim miklum
erfiðleikum.
„Hann bætir náttúrlega
ekkert en það er ekki þess
vegna sem strákurinn
hættir. Búið er of lítið
og hann er einhleypur,“
svarar Guðmundur um
áhrif búvörusamningsins
á sölu Finnbogastaða.
Aðspurður segir hann að
spurst hafa verið fyrir um
jörðina en að ekkert hafi
enn orðið úr viðskiptum.
Guðmundur segir
þróunina slæma en segir
erfitt að snúa henni
við. „Ég held að það sé
orðið of seint bara. Það
er farið að muna um
hvern einstakling, við
erum orðin svo fá.“
G u ð m u n d u r e r
sonur hjóna sem
bjuggu á Finnboga-
stöðum og hefur búið
þar bróðurpart ævinn-
ar. Hann segir ekkert
ákveðið um næsta
dvalarstað. „Það er ómögulegt að
segja, ég gæti farið austur á firði eða
hvert sem er. Bara þangað sem nefið
snýr.“ gar@frettabladid.is
Brá ekki búi þótt húsið brynni
en stöðvar ekki tímans tönn
Átta árum eftir að byggt var nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum þegar gamli bærinn brann til grunna gefst
eigandinn upp og selur jörðina. Ekki er lengur grundvöllur fyrir sauðfjárbúskapnum sem sonur hans tók
við. Eigendur annarrar jarðar í sveitinni eru einnig að selja og bregða búi. Slæm þróun, segir gamli bóndinn.
Fréttablaðið sagði 10. júlí
2008 frá söfnun vegna
brunans á Finnboga-
stöðum.
Sonur minn er að
hætta og ég er
orðinn gamall og fer ekkert
af stað aftur.
Guðmundur Magnús Þor-
steinsson, eigandi Finnboga-
staða í Árneshreppi
Um fimm hundruð hektara land og nýtt íbúðarhús fylgir Finnbogastöðum.
7
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
utanríkisráðherra
segir brýnt fyrir
Íslendinga að Evr-
ópa sé sterk. Hún
segir niðurstöðu
Brexit-kosning-
anna hafa komið
mörgum á óvart en
aðalmálið sé þó undirliggjandi
þrýstingur og óánægja með sam-
bandið. Íslendingar þurfi að kjósa
um það hvort þeir vilji ganga inn í
sambandið áður en haldið verður
áfram með aðildarviðræður.
Páley Borgþórsdóttir
lögreglustjóri í
Vestmannaeyjum
hyggst ekki greina
fjölmiðlum jafn-
óðum frá fjölda
tilkynntra kyn-
ferðisbrota komi
þau upp á Þjóðhá-
tíð. Páley segir það gert
til að tryggja rannsóknarhagsmuni
og velferð brotaþola. Verklagið
hefur sætt gagnrýni, meðal annars
frá neyðarmóttöku og Stígamótum,
auk þess sem nokkrar hljómsveitir
höfðu ákveðið að spila ekki á hátíð-
inni en breyttu svo um stefnu í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson
landsliðsmaður í knattspyrnu
samdi við enska
efstudeildarliðið
Burnley. Hann
segir drauminn
hafa verið að
spila í ensku
úrvaldsdeildinni
og hafi hann því
ræst með þessu. Jóhann mun mæta
samherja sínum í landsliðinu, Gylfa
Þór Sigurðssyni leikmanni Swansea
City, í fyrsta leik.
Þrjú í fréttum
Þjóðhátíð,
Brexit og
knattspyrna
Þýskaland Gríðarleg ringulreið
ríkti eftir að skotið var á fólk í versl-
unarmiðstöðinni Olympia-Ein-
kaufs zentrum í München í Þýska-
landi í gær.
Að minnsta kosti níu féllu og fjöldi
annarra særðist í skotárásinni sem
átti sér stað um eftirmiðdaginn. Í
kjölfarið tóku við umsvifamestu
lögregluaðgerðir í München í ára-
tug. Internetið lá tímabundið niðri
og almenningssamgöngur sömu-
leiðis fram eftir kvöldi. Þá ráðlagði
lögreglan fólki að halda sig innan
dyra.
Öryggisviðbúnaður hefur verið
mikill í München síðustu daga eftir
að maður stakk fimm manns í lest
í Bæjaralandi fyrr í vikunni. Yfir-
völd hafa varað við hættu á frekari
árásum.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun
í gær var ekki búið að finna árásar-
mennina, en óljóst er hvort um einn
eða fleiri er að ræða. Þýska dag-
blaðið Süddeutsche Zeitung tísti
um það í gærkvöldi að ekkert benti
til þess að um íslamska árásarmenn
væri að ræða og fréttaveitan Sky gaf
sterklega í skyn að um væri að ræða
hægri öfgamenn. Í gær voru fimm ár
liðin frá árás Breiviks í Ósló og Útey
í Noregi. – sg
Ótti og ringulreið eftir árás í München
Lokað var fyrir almenningssamgöngur í München í gærkvöldi í kjölfar árásarinnar.
FréttabLaðIð/EPa
Internet og símasam-
band lá tímabundið niðri og
lokað var fyrir almennings-
samgöngur í gærkvöldi.
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
0
-D
F
4
4
1
A
1
0
-D
E
0
8
1
A
1
0
-D
C
C
C
1
A
1
0
-D
B
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K