Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 16
101
Á Þjóðhátíð
100
gæslumenn
eru að störfum þegar
álagið er sem mest
14
3 neyðarflutningamenn
lögreglu
menn 2
3 bráðatæknar
hjúkrunar
fræðingar
læknir er á
vöktum allar
nætur
í herjólfsdal
eftirlitsmynda
vélar eru í dalnum
sem vakta svæðið
Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is
Íris, Jóhanna Ýr og Dóra segja að síðustu ár hafi orðið mikil vitundarvakning meðal Eyjamanna og forvarnir verið settar á oddinn. Aftur á móti megi alltaf gera betur og óska þær eftir stuðningi. FréttAblAðið/HAnnA
Síðustu vikuna hefur heilmikil atburðarás átt sér stað sem hófst á svari lögreglustjórans í Vestmannaeyjum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar sagði hún að ekki yrði tilkynnt jafnóðum um fjölda
kynferðisbrota í Vestmannaeyjum.
Ummælin hafa komið af stað heilmikilli
umræðu þar sem Eyjamenn eru meðal annars
sakaðir um þöggun um kynferðisofbeldi
vegna gróðasjónarmiða og ímyndarhernaðar.
Lögreglustjórinn í Vestmanneyjum er
sá sem veitir leyfi fyrir Þjóðhátíð. Íþrótta
félagið ÍBV heldur aftur á móti Þjóðhátíð,
ekki bærinn og alls ekki lögreglan.
Ekki sammála Páleyju
Það er því við hæfi að setjast niður með
tveimur forkólfum íþróttafélagsins, Dóru
Björk Gunnarsdóttur og Írisi Róbertsdóttur,
og fá að heyra þeirra sjónarmið auk stofnanda
forvarnarhópsins Bleika fílsins, Jóhönnu Ýrar
Jónsdóttur, sem berst gegn kynferðisofbeldi
á Þjóðhátíð. Þetta eru allt Eyjakonur og fyrsta
spurningin liggur beint við; Eru þær sammála
lögreglustjóranum og verklagi hennar þegar
kemur að kynferðisbrotum?
jóhanna Ýr: Nei, ég hefði óskað að hún
hefði ekki gert þetta svona. En fyrst og
fremst gagnrýni ég ríkislögreglustjóra og að
það séu ekki til skýrar reglur um jafn graf
alvarlegt mál og kynferðisbrot. Ég stórefast
um að lögreglustjórar megi hafa sinn hátt
inn á í morðmálum eða mannránum.
Þetta mál sýnir enn eina ferðina brota
löm í samfélaginu okkar þegar kemur að
kynferðisbrotum. En ég vil ekki að þetta
sé öðruvísi í Vestmannaeyjum en annars
staðar í landinu. Það á að fjalla á sama hátt
um kynferðisbrot og önnur afbrot, svo þol
endur upplifi þau ekki sem einhvers konar
öðruvísi afbrot. En umræðan hefur líka
verið óvægin og á tímum ósanngjörn. Ég
þekki Páleyju. Þetta er vönduð manneskja
og hefur sinnt sínu starfi sem lögfræðingur
brotaþola af mikilli natni. Það þarf líka
að samræma þetta og mögulega rannsaka
hvaða verklag henti best. Gera þetta af fag
mennsku. Ég hef nefnilega kynnt mér báðar
hliðar og skil bæði sjónarmið.
Dóra: Ég hef ekki forsendur til að meta
hvaða verklag sé best en ég hef gagnrýnt
ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra fyrir
að vera ekki með samræmt verklag. Það er
verið að vitna í úrelta reglugerð frá árinu
2002. Þessi umræða kom upp fyrir ári og
fólk hefur haft ellefu mánuði til að sam
ræma verkferla.
íris: Mér finnst frábært að fréttamenn
sýni þessum málaflokki áhuga en það er
verra að allt sem við höfum sent frá okkur
um forvarnir á Þjóðhátíð hefur verið klippt
út, til dæmis forvarnarstarf Bleika fílsins.
En það er aldrei í lagi að þegja um kyn
ferðisafbrot og það eiga ekki að gilda aðrar
reglur í Vestmannaeyjum. Þetta hefur verið
klaufalegt, allt í kringum þetta hefur verið
ofsalega klaufalegt. Umræðan fór í algjört
rugl, aftur.
Engin markaðsherferð í gangi
Mikill hiti hefur verið í umræðunni og
sumir vilja meina að það sé verið að komast
hjá því að segja nauðgun og Þjóðhátíð í
sömu setningu. Að hér sé um þöggun að
ræða vegna markaðsherferðar fyrir Þjóð
hátíð og bæinn.
íris: Heldur þú í alvörunni að lögreglu
stjórinn í Vestmannaeyjum sé í markaðs
herferð fyrir Þjóðhátíð? Þetta hefur verið
klaufalegt en það hefur líka legið þungt á
henni. Við í félaginu höfum aldrei verið
spurð hvort eða hvenær eigi að segja frá
brotunum. En þetta er heldur ekki okkar.
Við stjórnum þessu ekki.
Ekki rétt að hætta með Þjóðhátíð
Af hverju hefur þjóðhátíðarnefnd aldrei
gefið út að kynferðisbrot verði ekki liðin á
hátíðinni með viðeigandi afleiðingum?
jóhanna Ýr: Ég yrði afar ósátt ef þjóðhá
tíðarnefnd myndi gefa út þá yfirlýsingu að
ef kynferðisbrot verði framin verði hátíðin
ekki haldin aftur. Svoleiðis getur leitt til
þess að manneskja, sem er nauðgað, þegir.
Markmið Bleika fílsins er ekki að fækka til
kynningum heldur fækka tilfellum.
Önnur hlið er menningararfur Þjóðhá
tíðar. Það eru svona 2030 ár síðan það varð
vinsælt hjá fólki að koma á Þjóðhátíð en
hátíðin hefur verið haldin í 140 ár. Þjóð
hátíðarnefnd hefur ekki rétt til að flauta
þessa hátíð af. Henni fylgja siðir og venjur
sem einkenna eyjuna.
íris: Venjulegt fólk heima er í uppnámi
vegna þessarar umræðu. Ein eldri kona
sagði við mig í morgun að hún hefði ekki
sofið í nótt því hún er svo miður sín yfir
því hvernig er talað um Þjóðhátíð. Fólkið
heima er í losti.
En snýst þetta um ykkur?
íris: Þegar það er sagt: „Vestmannaey
ingar, nauðgið heima hjá ykkur,“ þá snýst
þetta um okkur. Hvernig eigum við ekki að
taka þetta til okkar?
Eyjamenn í vörn
Má ekki tala um það sem gerist ljótt á
Þjóðhátíð? Eru Eyjamenn í vörn?
jóhanna Ýr: Auðvitað eru þeir í vörn.
Stingum ekki höfðinu í sandinn
Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála
um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð.
En þær eiga það líka sameiginlegt að hafa legið andvaka í alla nótt vegna áhyggja af umræðunni síðustu daga.
↣
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r16 h e l g i n ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
0
-C
6
9
4
1
A
1
0
-C
5
5
8
1
A
1
0
-C
4
1
C
1
A
1
0
-C
2
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K