Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 10
Nýjast
Fótbolti Damir Muminovic, mið-
vörður Breiðabliks, er leikmaður
fyrri umferðar Pepsi-deildar karla
í fótbolta en hann er efstur í ein-
kunnagjöf blaðsins. Blaðamenn
Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum
leikmönnum einkunn frá 1-10 og
er Damir með 6,73 í meðaleinkunn.
Hann er rétt á undan fyrirliða sínum
Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru
sæti með 6,67 og þriðji Blikinn,
Andri Rafn Yeoman, er með 6,55.
„Þetta kemur mér aðeins á óvart.
Mér finnst ég vera búinn að spila
ágætlega en ég get gert miklu betur,“
segir Damir í viðtali við Fréttablað-
ið. „Ég er búinn að setja markið hátt
fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“
Múrað fyrir markið
Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins
búið að fá á sig átta mörk eftir ell-
efu umferðir. Liðið er nú í fjórða
sæti með 19 stig, þremur stigum frá
toppsætinu en á sama tíma í fyrra
var það með 22 stig í þriðja sæti og
tveimur stigum frá toppnum. Liðið
er búið að skora fimm mörkum
minna en á sama tíma í fyrra.
„Ég hef verið ánægður með varn-
arleikinn. Við getum gert betur
fram á við. Það er fínt að fá Árna
Vilhjálms inn núna. Hann er mjög
góður eins og sást í síðasta leik þar
sem hann lagði upp þrjú mörk. Það
hefur kannski vantað upp á hjá
okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er
aðeins búið að skora þrettán mörk.
Varnarleikur Blika í heild sinni
hefur hlotið náð fyrir augum skríb-
enta Fréttablaðsins og Vísis því
félagi hans í miðverðinum Elfar
Freyr Helgason er einnig með yfir
sex í meðaleinkunn sem og mark-
vörðurinn Gunnleifur Gunnleifs-
son. Þeir eru því miðverðirnir,
markvörðurinn, varnarsinnaði
miðjumaðurinn og besti pressuleik-
maðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.
Elskar Gulla
Damir hefur áður viðurkennt að
hafa ekki tekið fótboltann nægi-
lega alvarlega en hann tók sig vel í
gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis
í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar
fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-
deildinni en Ólafur Kristjánsson
fékk hann svo til Breiðabliks 2014
þar sem miðvörðurinn hefur
blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög
vel núna í eitt og hálft tímabil fær
Damir ekki alltaf mesta lofið en það
truflar hann ekkert.
„Alls ekki. Við erum lið. Þetta
er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig
hefur bara verið fín,“ segir Damir
sem bætir við að Blikarnir stefni á
titilinn og hafa það sem þarf til þess
að vinna mótið.
„Ég held að fólk átti sig ekki á
hversu góðan hóp við erum með.
Við erum með virkilega góða leik-
menn, bæði unga og eldri þannig að
við setjum stefnuna á titilinn.“
Elsti maður Pepsi-deildarinnar,
Gunnleifur Gunnleifsson, stendur
vaktina í marki Blika. Reynslan
sem hann býr yfir gerir mikið fyrir
Blikaliðið en hvað gerir hann svona
sérstakan? „Fyrst og fremst hversu
góður maður hann er. Hann er
yndislegur maður og ég elska hann.
Gulli er besti markvörður á Íslandi.
Við vitum það og það gefur okkur
auka kraft í leikjum.“
borgunarbikar kvenna undanúrslit
Stjarnan - Breiðablik 2-3
0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (31.),
0-2 Hallbera Guðný Gísladóttir (43.), 0-3
Fanndís Friðriksdóttir (66.), 1-3 Anna Björk
Kristjánsdóttir (74.), 2-3 Ana Cate (86.).
Breiðablik mætir annaðhvort Þór/KA eða
ÍBV í bikaúslitaleiknum en þau mætast í
dag klukkan 12.30 á Þórsvelli á Akureyri.
Sjö MEð VALLARMEt Í GæR
Axel Bóasson úr Keili og Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir úr GR eru
efst þegar keppni er hálfnuð á
Íslandsmótinu í golfi á jaðarsvelli á
Akureyri. Sjö jöfnuðu vallarmetið í
gær, þar af fimm karlar.
Ólafía Þórunn er með tveggja
högga forskot á Valdísi Þóru jóns-
dóttur úr Leyni í kvennaflokki.
Ólafía Þórunn lék á 68 höggum
eða -3 og jafnaði vallarmetið en
það gerði Signý Arnórsdóttir úr GK
einnig.
Axel Bóasson úr Keili er með
eins höggs forskot á þá Rúnar Arn-
órsson úr GK, Birgi Leif Hafþórs-
son úr GKG og Gísla Sveinbergsson
úr GK. Axel Bóasson var einn af
fjórum kylfingum sem jöfnuðu
vallarmet Arons Snæs júlíussonar
frá því á fimmudag. Hinir sem léku
á 67 höggum voru þeir Rúnar Arn-
órsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson,
Gísli Sveinbergsson og Andri Már
Óskarsson.
StRÁKARnIR Í UnDAnúRSLIt
Íslenska 20 ára landsliðið í körfu-
bolta er komið í undanúrslit í
B-deild EM eftir 40 stiga stórsigur
á Georgíumönnum í gær, 94-54.
Íslenska liðið mætir heima-
mönnum í Grikklandi í undanúr-
slitum keppninnar klukkan 15.45
í dag. Kristinn Pálsson og Hjálmar
Stefánsson voru stigahæstir með
15 stig hvor, jón Axel Guðmunds-
son var með 13 stig og þeir Pétur
Rúnar Birgisson og Kári jónsson
skoruðu báðir 12 stig.
FréttABlAðið/HAnnA
Tómas Þór
Þórðarson
tom@frettabladid.is
Verið
góður
en vill gera
Damir muminovic,
miðvörður Breiðabliks,
er besti leikmaður fyrri
umferðar Pepsi-deildar
karla samkvæmt ein-
kunnagjöf Fréttablaðs-
ins. Hann er ágætlega
sáttur við gengið
hingað til en segist eiga
mikið inni.
betur
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R10 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
sport
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
1
-0
1
D
4
1
A
1
1
-0
0
9
8
1
A
1
0
-F
F
5
C
1
A
1
0
-F
E
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K