Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 6
Ætlar að skipuleggja
herinn á ný með hraði
Stjórnarkjör Neytendasamtakanna
- auglýst eftir framboðum -
Stjórn Neytendasamtakanna skal skipuð 13 mönnum, þ.e. tólf stjórnar-
mönnum auk formanns. Til að njóta kjörgengis þurfa frambjóðendur að
vera 18 ára eða eldri og skuldlausir félagsmenn í samtökunum (hafa
greitt félagsgjald fyrir árið 2016), en hægt er að skrá sig í samtökin á
heimasíðu þeirra www.ns.is. Í lögum samtakanna segir:
„Stjórn Neytendasamtakanna skal auglýsa eftir framboðum til formanns
og stjórnar á heimasíðu samtakanna og í a.m.k. einum fjölmiðli fyrir
1. ágúst það ár sem þing er haldið. Framboð skulu berast framkvæmda-
stjóra Neytendasamtakanna eigi síðar en 15. ágúst sama ár.“
Í samræmi við þetta auglýsir stjórn Neytendasamtakanna eftir fram-
boðum til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna fyrir næsta
kjörtímabil (2016-2018) sem hefst frá og með þingi samtakanna sem fram
fer í október nk., en kosning til stjórnar fer fram á þinginu.
Framboð skal senda Hildigunni Hafsteinsdóttur, framkvæmdastjóra
Neytendasamtakanna, á skrifstofu samtakanna Hverfisgötu 105, Rvk.,
(opnunartími er kl. 9:00-15:00 alla virka daga) eða í tölvupósti
Hildigunnur@ns.is eigi síðar en hinn 15. ágúst 2016.
Einnig er hægt að senda framboð í pósti og má póststimpill ekki vera
dagsettur síðar en 15. ágúst 2016.
Reykjavík 20. júlí 2016
Stjórn Neytendasamtakanna
Viðskipti Fordæmalaust er að mat-
vöruverslanir á Íslandi hækki verð
á ákveðnum tímum. Þetta segir
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. „Þetta er
nýlunda og við höfum að minnsta
kosti ekki neitt dæmi um svona. Það
hefur verið þannig að verslanir sem
hafa til dæmis opið allan sólarhring-
inn hafa haft sama verð óháð tíma.“
Fréttablaðið greindi frá því í vik-
unni að verð hefði verið hækkað
í þremur verslunum 10-11 eftir
klukkan átta á kvöldin og á virkum
dögum og allan sólarhringinn um
helgar. Rafrænar verðmerkingar
í hillum verslananna breytast á
hverjum tíma. Þær verslanir sem
um er að ræða eru í Austurstræti,
á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni
Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir
ástæðu hækkunarinnar vera aukið
álag og hækkun rekstrarkostnaðar
verslana 10-11 í miðbænum.
Eigendur matvöruverslana sem
eru í grennd við umræddar verslanir
10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka
verð í verslunum sínum á kvöldin
eða um helgar.
Jón Björnsson, forstjóri Festar,
sem rekur Krónuna, segir að sama
verð sé í öllum Krónuverslunum alls
staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt
álag hverju sinni og hvar á landinu
sem verslunin er. „Við erum heldur
ekki með neinar verðhækkanir á
kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en
það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni
að hækka verð á ákveðnum tímum.
Jón segir að þó að álag sé meira á
ákveðnum verslunum þá bætist það
oftast upp með aukinni veltu.
„Það er alveg brjálað að gera hjá
okkur enda er miðbærinn fullur
af fólki. Við höfum ekki séð neina
ástæðu til að hækka verð á kvöldin
eða um helgar enda eykst salan
þegar það er mikið að gera,“ segir
Valdís Hrönn, verslunarstjóri Kram-
búðarinnar á Skólavörðustíg.
Thelma Sigtryggsdóttir, versl-
unarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama
streng. Kvosin er í nokkurra metra
fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti.
„Það er mikið af ferðamönnum sem
versla hérna en við viljum hafa allt
sanngjarnt. Við höfum opið hvern
einasta dag vikunnar og á kvöldin
og höfum ekki séð neina þörf á því
að hækka verð.“
Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar
breytingar á verði í verslunum fyrir-
tækisins á álagstíma.
nadine@frettabladid.is
Verðhækkun verslana
10-11 fordæmalaus
Fréttablaðið kannaði hvort fyrirhugað væri að hækka verð á kvöldin og um
helgar hjá matvöruverslunum. Verð hjá 10-11 hefur hækkað á þeim tímum að
meðaltali um 8%. Engir aðrir sem rætt var við ætla að fylgja fordæmi 10-11.
Skógarbjörn, sem býr í dýragaði í Yongin suður af Seúl í Suður-Kóreu, kældi sig í vatni í gær. Mjög hlýtt er í
Seúl þessa dagana og getur hitinn náð allt upp í 30 stig yfir miðjan daginn. Fréttablaðið/EPa
Við erum heldur
ekki með neinar
verðhækkanir á kvöldin eða
um helgar.
Jón Björnsson,
forstjóri Festar
Bretland Efnahagssamdrátturinn í
Bretlandi er nú hraðari og meiri en
hann hefur verið síðan í apríl árið
2009, þegar kreppan mikla var í
algleymingi.
Þetta kemur fram í nýjustu rann-
sókn breska fjármálafyrirtækisins
Markit, sem mánaðarlega kannar
stöðu meira en 1.200 fyrirtækja í
Bretlandi.
Breskir fjölmiðlar skýrðu frá
þessu í gærmorgun og í kjölfarið féll
breska pundið nokkuð hratt.
Ástæða samdráttarins er rakin
beint til atkvæðagreiðslu um
útgöngu úr Evrópusambandinu,
sem haldin var 23. júní. Þar sam-
þykktu Bretar með 52 prósentum
atkvæða að yfirgefa ESB.
Philip Hammond, fjármálaráð-
herra hinnar nýju ríkisstjórnar
Ther esu May, segir að hugsanlega
muni hann þurfa að „endurræsa“
breskt efnahagslíf í haust, þegar
hann gerir þinginu grein fyrir stöð-
unni í efnahagsmálum landsins. – gb
Hammond segist geta
endurræst efnahagslífið
tyrkland Recep Tayyip Erdogan,
forseti Tyrklands, segir að tyrk-
neski herinn verði endurskipu-
lagður á mjög stuttum tíma.
Herinn fái „ferskt blóð“, eins og
hann orðar það, í staðinn fyrir þær
þúsundir hermanna sem hafa verið
fangelsaðar eða reknar.
Þetta sagði hann í viðtali við
Reuters-fréttastofuna á fimmtu-
dagskvöld.
Ummælin hafa vakið ugg meðal
forystumanna Evrópusambands-
ins, sem ítreka áskoranir sínar til
Erdogans að virða mannréttindi.
„Við skorum á tyrknesk stjórn-
völd að virða réttarríkið, mann-
réttindi og grundvallarfrelsi, þar á
meðal rétt allra þeirra einstaklinga
sem hlut eiga að máli á að fá rétt-
lát réttarhöld,“ segir í yfirlýsingu
frá Federicu Mogherini, utanríkis-
málafulltrúa Evrópusambandsins,
og Johannes Hahn stækkunarstjóra
þess. – gb
Philip Hammond, fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar. Fréttablaðið/EPa
Erdogan tyrklandsforseti í hópi stuðn-
ingsmanna sinna, sem hafa fjölmennt
út á götur undanfarna daga.
Fréttablaðið/EPa
Í baði í hitanum
Það er mikið af
ferðamönnum sem
versla hérna en við viljum
hafa allt sanngjarnt.
Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri
Kvosarinnar
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
0
-F
3
0
4
1
A
1
0
-F
1
C
8
1
A
1
0
-F
0
8
C
1
A
1
0
-E
F
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K