Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 24
Sem betur fer hef ég alltaf verið ófeimin við
breytingar, hvort sem það er að skipta um
húsnæði, breyta um háralit eða prófa nýjan fatastíl.
Margrét Eir Hönnudóttir
Þetta er þriðja sumarið sem Mar-
grét kemur fram á djasstónleik-
um Jómfrúarinnar. „Það hefur
skapast löng og skemmtileg djass-
hefð á Jómfrúnni á sumrin. Lögin
sem ég flyt í dag eru þekkt djass-
lög úr söngleikjum, lög eins og
I get a kick out of you, Cheek to
cheek og Can’t help lovin’ dat man
sem allir kannast við. Það er allt-
af voðalega gaman að flytja þessi
gömlu lög. Svo vonar maður að
veðrið verði gott þar sem tónleik-
arnir verða utandyra,“ segir Mar-
grét sem hefur starfað sem söng-
og leikkona í meira en tuttugu ár.
Á veturna rekur hún söngskólann
Meiriskóla og kennir fólki á öllum
aldri sönglistina.
Margrét segir að gestir á djass-
tónleikunum séu flest fólk á aldr-
inum 40 plús. „Mér sýnist samt
að unga fólkið sé að detta í þenn-
an heim líka. Það er svo gaman
að ef fólk kemur einu sinni þá
kemur það aftur. Það skapast svo
skemmtileg stemming á svona tón-
leikum. Eigum við ekki að segja að
það sé hipp og kúl að koma á Jóm-
frúna,“ segir hún. Með henni verða
þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gít-
arleikari, Jón Rafnsson sem leikur
á kontrabassa og Scott McLemore
á trommur.
Horft úr fyrir boxið
Þótt Margrét segist reyna að vera
í sumarfríi þessa dagana er allt-
af eitthvað óvænt sem kemur upp
á. Hún er mikið afmælisbarn og
er farin að undirbúa daginn sem
verður 1. ágúst, en þá verður hún
44 ára. „Svo styttist í nýtt skóla-
ár og ýmislegt sem þarf að gera í
skólanum. Ég vil vanda til verka
og bjóða upp á gæðakennslu. Það
hefur verið mikil ásókn í skól-
ann af fólki sem er komið yfir tví-
tugt. Oft er þetta fólk sem hefur
látið sig lengi dreyma um að læra
söng og lætur loks verða af því,“
segir hún. „Fólk sem vill horfa út
fyrir boxið og gera eitthvað nýtt
og spennandi. Það er mikilvægt að
hrista aðeins upp í tilverunni. Það
getur verið erfitt að standa uppi á
sviði og syngja fyrir fullt af fólki.
Þess vegna er gott að komast yfir
þann kvíða og efla sjálfstraustið,“
segir Margrét.
Með ljósa lokka
Sjálf er hún óhrædd við að ögra
sér og brydda upp á nýjungum.
Ljósa hárið sem hún ber þessa dag-
ana ber þess vitni. „Ég á það til að
hrista upp í tilverunni,“ segir hún
og hlær. „Það er nauðsynlegt að sjá
eitthvað nýtt í speglinum. Ég hef
gert þetta einu sinni áður en það
tók mig smá stund að þekkja þessa
konu. Sem betur fer hef ég alltaf
verið ófeimin við breytingar, hvort
sem það er að skipta um húsnæði,
breyta um háralit eða prófa nýjan
fatastíl. Listamenn eiga að vera
óhræddir við breytingar. Maður
á ekki að lokast inni í þægilegu
boxi,“ segir hún.
flottur túlkandi
Margrét var með vinsæla Lindu
Ronstadt tónleika í Salnum í vetur
og ætlar að halda því áfram í
haust. „Ég verð í Salnum 7. októ-
ber og á Græna hattinum á Akur-
eyri 15. október. Þessir tónleikar
eru mér hjartans mál því Linda
er söngkona sem mér finnst vera
svakalega flottur túlkandi og lögin
hennar skipta mann máli. Þau
segja alvöru sögur,“ segir Margrét
en meðal eftirminnilegra laga með
Lindu er Blue Bayou, It’s so easy
og Don’t know much. „Ég fékk
ótrúlega góð viðbrögð frá gestum
sem kunnu vel að meta þessi lög.
Þar fyrir utan fannst mér frábært
að koma fram með sólóverkefni.“
óvænt ævintýri
Margrét segir að sumarið hafi
verið skemmtilegt. Hún hefur
sungið í brúðkaupum og afmæl-
um. Einnig fór hún til Siglufjarð-
ar með hljómsveit sinni, Thin
Jim, þar sem var Þjóðlagahátíð.
Með henni í bandinu er maður
hennar, Jökull Jörgensen, bassa-
leikari, lagahöfundur og rakari.
Hann rekur Hárskera almúgans
á Laugaveginum. „Hann er mikið
náttúrubarn og á það til að draga
mig í alls kyns óvæntar ævintýra-
ferðir um landið. Annars finnst
mér gott að eiga frídaga, banka
upp á hjá vinum, fara í gönguferð-
ir, hjóla eða njóta þess að vera til.
Hreyfingin viðheldur orkunni,“
segir Margrét sem var í léttu
sumarskapi og naut góða veðurs-
ins. „Lífið er stutt svo það er eins
gott að njóta,“ bætir hún við: „Svo
þykir mér alltaf rómantískt þegar
fer að dimma aftur og ég hlakka
til þeirra áskorana sem koma með
vetrinum.“ elin365.is
Gott að Hrista
upp í tilverunni
Margrét Eir Hönnudóttir stígur á svið í bakgarði Jómfrúarinnar í dag
og syngur djass úr söngleikjum sem flestir þekkja. Það er því góð
ástæða til að fjölmenna í garðinn og rifja upp gömlu lögin með henni.
Krás götumarkaður verður opnað-
ur í Fógetagarðinum klukkan 13 í
dag en þetta er í fimmta skipti sem
hann er haldinn. Líkt og fyrri ár
munu kokkar frá allri veitingaflór-
unni sameinast um að búa til götu-
mat undir berum himni. Að þessu
sinni verður markaðurinn opinn á
laugardögum og sunnudögum milli
13 og 18 og stendur opinn fram yfir
Menningarnótt. Gestir geta ýmist
sest niður og notið matarins á staðn-
um eða tekið hann með sér heim.
Hugmyndasmiðir og verkefna-
stjórar götumarkaðarins eru þau
Gerður Jónsdóttir og Ólafur Örn
Ólafsson en götumatarhátíðin er
unnin í samvinnu við Reykjavíkur-
borg og er hluti af verkefni borgar-
innar Torg í biðstöðu. Heildarútlit
markaðarins er í höndum Baldurs
Helga Snorrasonar arkitekts, Sveins
Daða Einarssonar verkfræðinema,
Snorra Þórðarsonar Reykdal hús-
gagnasmiðs og Jóns Helga Hólm-
geirssonar iðnhönnuðar en þeir
fengu jafnframt Grapevine hönn-
unarverðlaunin 2014 sem bjartasta
vonin fyrir útlit Krás-ar 2013.
Markmiðið með markaðinum er
að sögn Gerðar og Ólafs fyrst og
fremst að gera Reykjavík að enn
skemmtilegri matarborg. „Þarna
verður pláss fyrir alla og þarna
ættu vinir, ömmur og afar, börn,
kærustupör, einstaklingar, frænk-
ur og frændur að geta notið þess að
vera saman og bragða góðan mat.“
Krás hefst í dag
Kokkar frá allri veitingaflórunni munu bjóða hinar ýmsu kræsingar.
Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jóns-
dóttir eru hugmyndasmiðir markaðarins.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Nýjar haustvörur
streyma inn
Hin ljóshærða Margrét verður í sumarskapi á Jómfrúnni í dag. MYND/EYÞÓR
2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n
2
3
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:0
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
1
1
-1
0
A
4
1
A
1
1
-0
F
6
8
1
A
1
1
-0
E
2
C
1
A
1
1
-0
C
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K