Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 8

Fréttablaðið - 23.07.2016, Side 8
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Ég skrifaði pistil um daginn um hálftóm glös – um hvernig okkur hættir til að búast alltaf við hinu versta og láta algjör smáatriði pirra okkur. Hann fékk fín viðbrögð og ég viðurkenni að ég var mjög glaður. Margir vinir mínir deildu honum og líka fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og lét falleg orð fylgja með. Það gladdi mitt litla hjarta. Kallið mig plebba en mér finnst alltaf gaman þegar fólki líkar við mig og finnst ég geggjað skemmtilegur. Það er bara svo miklu notalegra. Enda reyni ég að vera ekki mjög leiðinlegur við fólk og finnst að það sé almennt miklu betra að vera bara léttur. En svo voru aðrir sem voru fúlir og notuðu ekki alveg jafn falleg orð. Og þá kemur maður að þessari stöðu: Hvað á ég að gera í því? Á ég í alvöru að fara að rífast við fólk á netinu? Er gáfulegt að segja: „Nei, þú skilur ekki. Ég var ekki að meina að fólk sem ætti ekki fyrir mat mætti ekki hafa áhyggjur.“ Sennilega ekki. En mig langar til að fara yfir nokkur ummæli sem birtust. Af hverju? Af því að ég get það og ég er í sumar- fríi og valið stendur á milli þessa og pistils: steríótýpur á sólarströnd. Og af því að ég er í raun viðkvæmt blóm. Ef Logi Bergmann Eiðsson er meðal okkar fremstu vísdómsbrekkna er fokið í flest skjól … narsissisti frá hexxxxxi. Þetta er sennilega allt rétt. Skil samt ekki af hverju það er hægt að segja að ég sé vitleysingur og narsissisti en ekki skrifa helvíti. Var ekki orðið aðeins of seint í þessari setningu að verða kurteis? Bla, bla. Um hvað er þessi pistill herra Bakari? Ég held að þú þurfir að ath. stafsetningu hjá þér. Þú getur bullað með Gísla vini þínum, mér að meinalausu. Slepptu athyglissýkinni á öðrum vettvangi. Hér held ég að sé verið að vísa í útvarpsþáttinn Bak- aríið sem ég er með á laugardagsmorgnum á Bylgjunni með Rúnari Frey (sem er vissulega Gíslason). Og já, ég er pottþétt athyglissjúkur. Haldið þið að ég sé í sjón- varpinu út af vinnutímanum? En ég er eiginlega alveg viss um að það er engin stafsetningarvilla í pistlinum hjá mér (las hann þrisvar yfir). Já, já, ekkert mál, lokum bara augunum höldum fyrir eyrun, þá verður nauðgunin miklu þægilegri. Hér er ég ekki alveg viss um hvað ég eigi að segja. En ég er nokkuð viss að þessi hefur lagt aðeins of mikla merkingu í þetta. Já, eiginlega bara alltof mikla. Eða verið að lesa annan pistil. Þetta,hljómar, eins,og,hann,sé, að,gera,grín, af,veik- indum,annara,Engin,veit,hver,er,næstur, Það var sko alls ekki meiningin. Það var bara notað sem dæmi um það hvernig við getum miklað hluti fyrir okkur. Og þó að það hafi verið gerð athugasemd við stafsetningu hjá mér (og ég ætti því ekki að gefa ráð um slíkt) þá er ég alveg viss um að þetta er ekki eðlileg kommusetning. Og uppáhaldið mitt. Logi Bergmann er ekki góður penni sem er merkilegt enda á hann langan feril að baki og er nú hampað tals- vert … Maður lifir ekki með fólki með því að fundastýra því. Maður bara sættir sig við að sumir leggja mikla rækt við neikvæðni sína. Alveg eins og ég lifi með því að Logi leggur mikla rækt við eigið rassgat og að tala niður þá sem ekki hafa verið jafn heppnir í lífinu – og átt jafn góða vini – og hann sjálfur … Logi er einmitt erkitýpan fyrir andverðleika sem pirrar fólk svolítið. Ég verð að viðurkenna að ég á í smá vandræðum með þetta. Sérstaklega þetta með að vera erkitýpa fyrir andverðleika. Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þetta orðasamband en það getur varla þýtt neitt gott. En hér – svo ég haldi áfram á sömu nótum og um daginn – á ég val. Ég get grátið í koddann yfir fólkinu og hugsað um fólkið sem finnst ég vera illa skrifandi ógeð sem gerir grín að veikindum annarra, hugsandi um mitt eigið rassgat dagana langa í minni óþolandi, staf- setningarafneitandi athyglissýki. Eða ég get lesið aftur allt það fallega sem hitt fólkið sagði um mig. Þið megið giska á hvort ég ætla að velja. Athyglissjúk erkitýpa Stundum heyrist að enginn munur sé á Íslandi og gerspilltum ríkjum í þriðja heiminum. Hér sé, líkt og þar, landlæg frændhygli og misbeiting opinbers valds. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Benda má á mýmörg dæmi um klíkuskap og stór- karlalega misneytingu opinbers valds á Íslandi. Flestir hafa á tilfinningunni að íslensku dómsvaldi hafi stundum orðið illa á í messunni. Æ oftar birtast efasemdir um að dæmt sé eftir lögunum. En þótt framkvæmdarvald og dómstólar hér eigi misjafna daga verður að gæta sannmælis í samanburðinum. Fólk sem þekkir harðstjórn í fátækum löndum veit að það er eðlismunur á spillingunni hér og þeim hörmungum sem viðgangast í skjóli siðlausra ein- ræðisstjórna. Harðstjórar láta njósna um þegna sína, jafnvel inni á þeirra eigin heimilum, mútuþægni er landlæg, þeir siga lögreglu á stjórnarandstæðinga, hernum á almenning og beita dómsvaldi til að losa sig við þá sem sýna óæskilega hegðun. Þeir drepa fólk. Himinn og haf er milli stjórnarfars hér og ógnarstjórna í fjölda misspilltra landa nær og fjær. Tyrkland er ekki þriðja heims ríki. Það á aðild að mörgum burðugustu lýðræðisstofnunum heims og skuldbindur sig samkvæmt því. Samt berast ömur- legar fréttir af viðbrögðum stjórnvalda við meintri valdaránstilraun hersins, sem forsetinn segir hróð- ugur að tekist hafi að brjóta á bak aftur – hvað sem er satt og hvað logið í þeim efnum. Viðbrögð Erdogans forseta og æðstu stjórnvalda eru ofsafengin. Boðuð er lögleiðing dauðarefsingar með afturvirkum lagabálki til að ná fram réttlæti gagnvart þeim sem eru á lista yfir meint landráða- fólk. Þúsundir og aftur þúsundir hafa verið reknar úr starfi fyrir skoðanir sínar. Nægilegt er að vera grunaður um stuðning við valdaránsmenn. Ofstopinn í Tyrklandi er okkur sem betur fer framandi. Þó er hann þörf áminning um að mikið reynir á yfirvöld að halda stillingu á erfiðum tímum. Í skugga einhvers konar ringulreiðar má ekki dæma eftir annars konar reglum en giltu þegar atvikin áttu sér stað. Ákæruvaldi á ekki að beita til að slá á reiði fólks. Ekki má í skugga ástands, sem skapast vegna áfalla, fara á svig við mannréttindareglur. Þær eiga að gilda jafnt fyrir alla, hvað sem líður andúð og stílfimi háværra álitsgjafa, skoðunum mælskra ráð- herra og óvinsældum sakborninga. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassburg er með til athugunar nokkur kærumál gegn íslenska ríkinu. Við erum skuldbundin til að lúta reglum dómstólsins. Hann hefur sent innanríkisráðuneyt- inu áleitnar spurningar sem varða grundvallar- mannréttindi sakborninga í hrunmálum. Það er hollt aðhald. Sennilega hefði stærstu afglöpum íslenska refsi- kerfisins á seinni hluta síðustu aldar verið afstýrt ef dómstóllinn í Strassburg hefði verið kominn til sögunnar fyrir 40 árum. Samfélagið væri örugglega betra ef við hefðum verið laus við þann draug og sársaukann sem hann olli. Aðhald að utan VIÐ FLYTJUM ÞÉR Fréttir Stöðvar 2, í opinni dagskrá alla daga vikunnar, alla daga ársins, kl. 18.30. FRÉTTASTOFA FRÉTTIRNAR ALLA DAGA VIKUNNAR Í OPINNI DAGSKRÁ KL. 18.30 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R8 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN Ákæruvaldi á ekki að beita til að slá á reiði fólks. Ekki má í skugga ástands, sem skapast vegna áfalla, fara á svig við mannrétt- indareglur. 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 1 1 -0 6 C 4 1 A 1 1 -0 5 8 8 1 A 1 1 -0 4 4 C 1 A 1 1 -0 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.