Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 4
ÞREKVIRKI
„Guðjón Friðriksson hefur unnið
þrekvirki með þessari bók. Hún er
vel skrifuð og efni hennar skipulega
fram sett ... sennilega viðamesta verk,
sem komið hefur út til þessa um stjórnmála-
baráttu 20. aldarinnar á Íslandi.“
Styrmir Gunnarsson / Morgunblaðið
FJÖLDI
ÁÐUR ÓBIRT
RA
MYNDA
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Heilbrigðismál Fjárlög Bjarna
Benediktssonar valda verulegum
vonbrigðum og koma á óvart að
mati Jakobs Fals Garðarssonar,
framkvæmdastjóra Frumtaka,
samtaka frumlyfjaframleiðenda á
Íslandi. Hann segir að á fjárlögum sé
ekki sett nægjanlegt fjármagn í lyfja-
kaup og að sú upphæð sem eigi að
verja í málaflokkinn dugi skammt.
„Þessi fjárlög koma mjög á óvart.
Það er athyglisvert að undanfarin
ár hafa framlög til lyfjamála ekki
endurspeglað þá þörf sem við búum
við,“ segir Jakob Falur. „Ár eftir ár
hafa Sjúkratryggingar Íslands farið
fram úr fjárlögum og þurft að fá
aukafjármagn með fjáraukalögum.
Þetta segir okkur að áætlanagerð
fjármálaráðuneytisins er broguð.“
Þann 20. september síðastliðinn
var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðs-
ins að fjármagn til kaupa á nýjum
sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guð-
rún Gylfadóttir sagði í viðtali við
Fréttablaðið að svo væri en bætti
við að samt sem áður hefði mikill
fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur
á árinu og lyfjum forgangsraðað.
Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo
sem í krabbameins- og gigtarlyfjum.
Þessi lyf eru hins vegar afar kostnað-
arsöm fyrir hið opinbera. Á Vestur-
löndum hefur þessi málaflokkur
vaxið gífurlega og er miklum fjár-
munum árlega varið í lyf.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
í febrúar að tryggja rúma tvo millj-
arða aukalega til lyfjakaupa. Fór
heildarfé í lyfjakaup því úr sex millj-
örðum króna í átta milljarða. Þrátt
fyrir það entist fjármagn fyrir nýjum
lyfjum ekki nema fram í miðjan
september.
Að mati Jakobs Fals er sama uppi
á teningnum á næsta ári ef ekkert
verður að gert. „Tal stjórnarmanna
um að koma til móts við heilbrigðis-
kerfið með þeim hætti að fjármagna
íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu
stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki
mið af raunverulegri þörf í lyfja-
málum og því munum við sjá sama
ástandið á næsta ári og við höfum
verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob
Falur.
Gerður Gröndal, lyf- og gigtar-
læknir, og Gunnar Bjarni Ragn-
arsson, yfirlæknir lyflækninga
krabbameina á Landspítala, reifuðu
áhyggjur sínar um málefni sjúkra-
húslyfja í ritstjórnargrein Lækna-
blaðsins í október í fyrra.
Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameð-
ferð sjúklinga með alvarlega sjúk-
dóma næði ekki að vera sambærileg
þeirri sem tíðkast á hinum Norður-
löndunum. sveinn@frettabladid.is
Fjárlög taka ekki mið af þörf
þeirra sem þurfa að taka lyf
Fé til kaupa á nýjum lyfjum er of lítið að mati framkvæmdastjóra samtaka frumlyfjaframleiðenda. Ekki gætt
að þróun nýrra lyfja þrátt fyrir að hún sé ör. Fé til sama málaflokks í ár var uppurið um miðjan september.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Íslandsmeistari í golfi
tryggði sér á
sunnudag,
fyrst íslenskra
kvenna,
keppnisrétt
á LPGA-
mótaröðinni
sem hefst í lok
janúar. Um er að
ræða sterkustu atvinnumótaröð
kvenna í golfi í heimi. Á Ólafía
von á því að leika á að minnsta
kosti 16 mótum. Ef vel gengur
gætu þau orðið 26.
Páll Matthíasson
forstjóri Landspítalans
sagði frumvarp til
fjárlaga valda
svo miklum
vonbrigðum
að hamfarir
og styrjaldar-
ástand lýsti
því best. Skera
þurfi niður um
rúma fimm milljarða króna til
að mæta því. Spítalinn hefði
talað skýrt um að þörfin væri um
12 milljarðar króna. Í fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
fjórum milljörðum verði bætt við
hjá Landspítalanum.
Markús Sigurbjörnsson
hæstaréttardómari
telur sig ekki hafa
verið vanhæfan
þegar hann
dæmdi í
málum sem
vörðuðu Glitni
fyrir hrun á
meðan hann var
hluthafi í bank-
anum. Hann sagði sig heldur ekki
frá málum eftir hrun þrátt fyrir
að hafa tapað umtalsverðum fjár-
munum.
Þrjú í fréttum
Golfdrottning,
hamfarir og
dómari
Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa entist fjármagn
fyrir nýjum lyfjum ekki nema fram í miðjan september. Fréttablaðið/Vilhelm
450 til 460
milljarðar verða
gjaldeyristekjur
ferðaþjónustunnar á
þessu ári, áætla SaF.
Fjárlögin taka alls
ekki mið af raun-
verulegri þörf í
lyfjamálum.
Jakob Falur
Garðarsson,
framkvæmdastjóri
Frumtaka
Tölur vikunnar 04.12.2016 -10.12.2016
9 ættu sveitarfélögin að vera en ekki
74, samkvæmt tillögu efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins.
eða 7.000 kr. danskar,
er greitt fyrir gjafaegg í
Danmörku.
39%
meiri losun er frá samgöngum
núna en var árið 1990.
200%
fleiri slasast vegna ölvunaraksturs er
áætlað á þessu ári, miðað við fyrra ár.
46%
fækkun hefur orðið á
úthaldsdögum varð-
skipa frá árinu 2007.
3,1 milljarði
króna nema úttektir úr Sjóði 9 sem
skilanefnd taldi réttlætanlegt að rifta.
6. söluhæsta
Domino’s-staðinn í
heiminum árið 2015 er
að finna í Skeifunni.
749
112.000 kr. Sjóður 9
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-1
9
5
4
1
B
A
1
-1
8
1
8
1
B
A
1
-1
6
D
C
1
B
A
1
-1
5
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K