Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 6

Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 6
Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir Úti að aka 9.950 kr. Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni Blái hnötturinn 10.600 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort fyrir tvo ásamt leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi Ljúffengt leikhúskvöld 12.950 kr. Sérstök jólatilboð Gefðu gjöf sem lifnar við! Gjafakort Borgarleikhússins JÓLALEIKUR GEVALIA Sendu okkur tvo toppa af Gevalia kapokum fyrir 15. desember. Þú gætir unnið KitchenAid® kavél eða Rosendahl Grand Cru hitakönnu. Drögum 20. desember. Stjórnmál Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórn- armyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokks- formaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða mætti aftur til kosninga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömu- leiðis ljáð máls á öðrum þingkosn- ingum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veg- inn komið þannig upp úr kjörköss- unum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er uppi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Fréttablaðið/VilHelm ragnhildur Helgadóttir, prófessor ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherra- hjónanna í fjölmiðlum. Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þing- rof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sig- urður Ingi Jóhannsson er enn starf- andi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurn- ar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé for- sætisráðherra sé það ekki svo ein- falt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráð- herra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dós- ent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkis- stjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar. snaeros@frettabladid.is viðSkipti Fyrrverandi formenn skilanefndar Glitnis, þau Steinunn Guðbjartsdóttir og Árni Tómasson, geta ekki fjallað um einstök mál tengd Glitni, enda þeim óheimilt. Það sama á við um Ragnar Björg- vinsson, yfirlögfræðing Glitnis HoldCo, sem svaraði því til við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að hann gæti ekki tjáð sig um einka- málefni einstakra viðskiptavina. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hafði skilanefnd Glitnis til skoð- unar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, í mars 2010, með það að augna- miði að kanna hvort riftun við- skiptanna kæmi til greina. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Um háar upphæðir var að ræða eða 3,1 milljarð þegar allt er talið. Einn þriðji af þeirri upphæð var vegna úttekta Guðbjargar Matthí- asdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmanna- eyjum. Einnig var um háar fjárhæðir að ræða í tilviki Bene- dikts Sveinssonar athafnamanns. F y r i r s p u r n i r Fréttablaðsins og fréttastofu Stöðvar 2 t i l skila- n e f n d a r - formann- anna og y f i r l ö g - fræðings Glitnis HoldCo lutu að því að fá upplýsingar um framhald málsins innan skilanefndarinnar – um hver niðurstaða þessarar athug- unar hennar hefði verið og hvort einhverjum af þeim viðskiptum sem tiltekin voru í skjalinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum hefði verið rift. – shá Engin svör berast frá skilanefnd Glitnis 1 0 . d e S e m b e r 2 0 1 6 l A U G A r d A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -2 D 1 4 1 B A 1 -2 B D 8 1 B A 1 -2 A 9 C 1 B A 1 -2 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.