Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 28

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 28
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r28 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð sport körFUboLti Sigurður Ingimundar- son, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tíma- bilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann? Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá  leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vit- laust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vanda- máli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“ Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þ e i r r a l e i k j a tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti mað- urinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“ Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101- 79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Kefla- víkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hrein- r æ k t a ð i r Keflvíkingar sér ekki lengur í lykil- hlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég per- sónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“ Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sér- stakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ henry@frettabladid.is Hjartað varð taktlaust Sigurður Ingimundarson mun ekki stýra liði Keflavíkur aftur fyrr en eftir ára- mót. Hann lenti í hjartveikindum rétt fyrir tímabil en segist vera á góðum bata- vegi. Hann hefur engar áhyggjur af lélegu gengi Keflavíkur framan af vetri. Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. fréttablaðið/Ernir innkoma Harðar axels dugði ekki til að kveikja á Keflavíkurliðinu. fréttablaðið/Ernir Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Sigurður Ingimundarson Haukar - Stjarnan 67-70 Stigahæstir: Sherrod Nigel Wright 31 (13 frák./5 stoðs.), Finnur Atli Magnússon 10, Breki Gylfason 8, Ívar Barja 7 - Hlynur Elías Bæringsson 17 (12 frák.), Devon Andre Austin 15, Justin Shouse 13, Marvin Valdi- marsson 11, Tómas Heiðar Tómasson 9. Þór Þorl. - Skallagrím. 74-76 Stigahæstir: Tobin Carberry 33 (15 frák.), Maciej Baginski 14, Halldór Garðar Her- mannsson 10 - Flenard Whitfield 21 (16 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 13, Darrell Flake 11, Sigtryggur Arnar Björnsson 9, Davíð Ásgeirsson 8. Þór ak. - Keflavík 77-89 Stigahæstir: George Beamon 28, Darrel Keith Lewis 18 (10 frák.), Danero Thomas 17 - Amin Stevens 41 (17 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 20 (7 stoðs.), Reggie Dupree 12, Guðmundur Jónsson 8. Keflvíkingar enduðu fjögurra leikja tap- hringu í Domino’s deildinni á Akureyri í gær og unnu sinn fyrsta deildarsigur síðan 3. nóvember. Sigurinn þýddi líka að Njarðvíkingar eru komnir niður í fallsæti í deildinni sem eru stórtíðindi. Efri KR 16 Tindastóll 16 Stjarnan 16 Grindavík 12 Skallagrímur 10 Þór Ak. 10 neðri Haukar 8 Þór Þ. 8 ÍR 8 Keflavík 8 Njarðvík 8 Snæfell 0 Nýjast Domino’s-deild karla 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -4 A B 4 1 B A 1 -4 9 7 8 1 B A 1 -4 8 3 C 1 B A 1 -4 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.