Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 44

Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 44
Rósíka Gestsdóttir er þrí­tug og starfar sem hjúkr­unarfræðingur. Hún er alin upp í Borgar nesi af þeim Sigurást Karels­dóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón  Gestur  fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul. Fékk kærleiksríkt uppeldi „Ég fékk kærleiksríkt og gott uppeldi. Ættleiðingin var ekkert leyndar mál. Mamma og pabbi töluðu mjög opin­ skátt um hana  og uppruna minn. Mér fannst ég vera fyrst tilbúin þá til að skoða ættleiðingarpappírana og leita uppruna míns. Ég fór að hugsa um hvaðan ég væri og ástæðuna fyrir því að ég var ættleidd. Í skjölunum kom fram nafn líffræðilegrar móður minnar og systur og þar var einnig að finna götuheiti. Það voru hins vegar engar nákvæmar upplýsingar um staðsetninguna,“ segir Rósíka. Rósíka ákvað að freista gæfunnar þegar hún sá auglýst eftir þátttak­ endum í Leitina að upprunanum. „Ég sá auglýsinguna í fjölmiðlum og ákvað að slá til. Ég átti dálítið erfitt með að segja mömmu og pabba frá því að mig langaði til að gera þetta. En þau stóðu með mér og voru mjög ánægð fyrir mína hönd. Það var maðurinn minn líka. Hann fór með mér út,“ segir Rósíka frá. Rósíka undirbjó sig andlega undir ferðina. Ferðalagið var strembið og langt. „Ferðalagið var virkilega erfitt og tók á. Það tók sólarhring að komast til Srí Lanka. Ég fann hins vegar fyrir miklum létti þegar ég var komin út. Ég fann að þetta var landið mitt. Srí Lanka er afar ólíkt Íslandi. Við fórum út í júní, þá var þrjátíu stiga hiti og glampandi sól mestmegnis allan tímann. Þarna eru villtir frum­ skógar, mikið dýralíf og ávextir vaxa á trjánum. Þarna var ég komin þrjátíu árum seinna, það var sérstök tilfinn­ ing,“ segir hún. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir þátta­ stjórnandi og Egill Aðalsteinsson tökumaður voru með í för. Sigrún Ósk hafði sett sig í samband við rannsóknarblaðamann í Kólombó og beðið hann að aðstoða sig. Enda höfðu þau afar fáar vísbendingar að moða úr um staðsetningu og tilvist móður Rósíku. Öllum gögnum eytt „Þegar við komum út fórum við að heimilisfangi sjúkrahússins sem ég fæddist á. Þá var það ekki lengur á sama stað. Við ræddum við yfirlækn­ inn sem tjáði okkur að það væri einn­ ig búið að eyða öllum gögnum um mig. Þarna missti ég svolítið vonina. Við öll eiginlega og héldum að þetta myndi ekki ganga. Við höfðum aðeins viku til að finna hana og töldum að það væri of stuttur tími til stefnu.“ Blaðamaður á slóðinni Að kvöldi þess sama dags hafði Sigrún Ósk samband við rannsóknarblaða­ manninn í Kólombó og komst að því að hann væri búinn að hafa uppi á móður Rósíku en hún hefði skipt um nafn. „Sigrún Ósk segir mér þetta morguninn eftir og ég fylltist aftur tilhlökkun. Við fórum að hitta blaða­ manninn. Hann fór yfir sögu mína og ástæðu þess að ég var gefin. Ég sá að hann var fær blaðamaður og hann sýndi málinu brennandi áhuga. Fjöl­ miðlar þarna úti fylgdu mér eftir og það voru skrifaðar fréttir um leit mína. Blaðamaðurinn sagði mér sem sagt að faðir minn hefði verið myrtur þegar mamma var gengin átta mán­ uði á leið. Hún hefði ekki séð fram á að geta séð um mig og ákveðið að gefa mig frá sér þess vegna. Vegna þeirrar ákvörðunar hafi hún verið útskúfuð úr fjölskyldunni, bæði sinni eigin og föðurfjölskyldunni. Fjölskyldan lokaði á hana,“ segir Rósíka frá. Blaðamaðurinn gaf frekari upp­ lýsingar um líf móður hennar eftir að Rósíka var gefin til Íslands. „Hún gift­ ist aftur og eignaðist með þeim manni tvo syni. Síðar yfirgefur þessi maður móður mína. Ég á því tvo hálfbræður og alsystur,“ segir Rósíka og segir líf móður sinnar hafa verið erfitt. „Já, ég sá það þegar ég var úti að líf hennar hefur verið erfitt og átaka­ mikið. En systkini mín styðja samt augljóslega þétt við bakið á henni og þau eru samheldin og virðast ham­ ingjusöm þótt þau hafi ekki mikið á milli handanna.“ Rósíka þekkti aftur svip móður sinnar og systur af gamalli ljósmynd úr ættleiðingarskjölunum. Þeirri sem foreldrar hennar höfðu tekið þegar þau náðu í hana. „Þetta eru með verðmætustu myndum sem ég á og ég hef varðveitt þær eins og gull í gegnum árin. Foreldrar mínir varð­ Faðirinn myrtur af glæpagengi Rósíka Gestsdóttir var gefin til ættleiðingar í Srí Lanka sex vikna gömul. Hún fann líffræði- lega móður sína í þættinum Leitin að upprun- anum með aðstoð rannsóknarblaðamanns og margt forvitnilegt kom upp úr kafinu. Rósíka með systur sinni á efstu myndinni. Myndin af henni til vinstri er tekin af henni úti. Á myndinni hér að ofan er hún með öðrum bróður sínum, systur og móður. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is BLAÐAMAÐURINN SAGÐI MÉR SEM SAGT AÐ FAÐIR MINN HEFÐI VERIÐ MYRTUR ÞEGAR MAMMA VAR GENGIN ÁTTA MÁNUÐI Á LEIÐ. HÚN HEFÐI EKKI GETAÐ SÉÐ FRAM Á AÐ GETA SÉÐ UM MIG. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -7 C 1 4 1 B A 1 -7 A D 8 1 B A 1 -7 9 9 C 1 B A 1 -7 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.