Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 46

Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 46
veittu ættleiðingarskjölin frá upp- hafi og myndirnar af móður minni og systur þangað til ég var tilbúin að skoða þetta. Ég og móðir mín þykjum mjög líkar. Það sést líka alveg að þetta eru systkini mín. Ég átti tvær myndir af móður minni og systur minni. Sem foreldrar mínir tóku þegar þeir náðu í mig. Það sést vel á þeim myndum að ég er mjög lík þeim.“ Blaðamaðurinn sagði Rósíku að móðir hennar vildi hitta hana. Hún hefði reyndar hringt nokkrum sinn- um á dag til að finna út hvenær hún væri væntanleg. „Blaðamaðurinn hafði gengið svo langt að senda mann til hennar til að staðfesta að hún væri raunverulega móðir mín. Þá kom í ljós að hún hefur hugsað til mín öll þessi ár og brotnaði saman þegar henni var greint frá ósk minni um að hitta hana.“ Tilfinningaþrungin stund Rósíka fór strax eftir fundinn með blaðamanninum til að hitta móður sína. „Ég var búin að bíða svo lengi eftir þessu. Búin að ímynda mér hvernig stundin yrði. Þarna stóð hún fyrir utan húsið og beið mín. Um leið og við hittumst fann ég virkilega mikinn kærleika okkar á milli og var greini- legt að ég er dóttir hennar. Við föðm- uðumst strax og hún tók í höndina á mér og leiddi mig inn í húsið. Þar biðu tvö systkina minna. Systir mín og yngsti bróðir minn,“ segir Rósíka frá. „Þau faðma mig og kyssa í bak og fyrir. Segja mér að við séum ein fjöl- skylda, það verði alltaf þannig og ég megi aldrei gleyma því. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund.“ Í heimsókninni fékk Rósíka að vita að móðir hennar hefði aldrei búist við að sjá hana nokkru sinni aftur. Eftir að hún hefði verið afhent í rétt- arsalnum þá hefði hún snúið aftur til að sækja hana. Þá hefði það verið of seint. „Hún vissi ekki einu sinni hvar Ísland var. Foreldrum mínum var líka bannað að reyna að hafa samband við hana og það kom líka í ljós að það var ekki allt með felldu þegar kom að lög- fræðingnum sem sá um ættleiðinguna á Srí Lanka,“ segir Rósíka. Eftir góða og innilega stund með móður sinni og systkinum var haldið til Ja-Ela þar sem hún fæddist og að leiði föður hennar. „Leiðið var ekkert merkt með nein- um legsteini eða neitt. Ég fékk að vita ýmis atriði sem tengdust morðinu. Að hann hefði verið eltur að járnbrautar- teinum, það hefði verið komið aftan að honum og hann skorinn á háls. Ekki væri vitað hverjir hefðu verið að verki annað en að það væri glæpa- gengi. Lögreglan rannsakaði ekki glæpinn,“ segir Rósíka sem segir föður sinn hafa verið vel settan kaupsýslu- mann í þá daga. Lenti á götunni „Móðir mín kom að honum myrtum. Hún var ekki vitni að morðinu en þetta var erfið reynsla fyrir hana sem situr greinilega í henni. Ég spurði út í þetta og hún brotnaði alveg saman. Í pappírunum mínum stóð að hann hefði beitt hana ofbeldi en það er ekki rétt. Hún segir þau hafa verið hamingjusöm og talar mjög vel um hann,“ segir Rósíka sem segir að móðir hennar hafi eftir þetta lent á götunni. „Við fórum líka á götuna sem er nefnd í skjölunum um mig, Santa Maria Road. Þar voru ættingjar mínir sagðir búa. Við bönkuðum upp á í nokkrum húsum án árangurs. Þetta var eins og að leita að nál í heystakki. Það eru auðvitað mjög margir lausir endar. Búið að eyða gögnum á sjúkrahúsinu, ekkert að finna á Santa Maria Road og lítið að finna um morðið á föður mínum. En ég er sátt samt. Þetta er nóg því ég fann móður mína og systkini.“ Naut tímans Rósíku tókst að njóta tímans úti. „Við maðurinn minn, Alexander Jóhann- esson,  fórum í smá ferð um Srí Lanka, fórum á fílsbak, skoðuðum teverksmiðju og indverska markaði. Það var yndisleg upplifun að geta skoðað landið sem ég kem frá. Um leið og ég hitti fjölskyldu mína í Srí Lanka fann ég það að þau vildu eyða öllum þeim tíma sem var eftir af ferðinni með mér. Við gerðum ýmislegt saman, við fórum á strönd- ina, borðuðum góðan mat saman og virkilega nutum þess að vera saman og kynnast. Ég fann strax að ég var velkomin og þau vildu allt fyrir mig gera,“ segir Rósíka. Hún segist tala við systur sína í hverri viku en hún er sú eina í fjöl- skyldunni sem talar ensku. „Hún er tengiliðurinn minn en yngsti bróðir minn sendir mér myndir og stutt myndbönd, það er indælt og gefur mér mikið. Ég finn að sam- band okkar varir til framtíðar, það er mikill léttir.“ Hún segist fara aftur til Srí Lanka. „Ég verð að gera það. Ég stefni á það eftir 2-3 ár þótt ferðalagið hafi verið langt og strembið. Það er sex klukkustunda tímamunur miðað við Ísland sem þarf að aðlaga sig að, en landið er yndislegt og þess virði að fara þangað, sérstaklega þar sem ég á fjölskyldu þar núna." Hvaða ráð gefur Rósíka fólki sem ætlar í upprunaleit? „Ég myndi ráðleggja fólki sem ætlar að leita upprunans að spyrja sig sjálft hvort það sé virkilega þetta sem það vill gera. Huga að því að þetta getur verið átakanlegt ferli, það er ekki sjálfgefið að fjölskyldan finn- ist. Það þarf að gefa sér góðan tíma í það að finna fjölskylduna, þetta er mikil rannsóknarvinna. Maður þarf líka að vera í mjög góðu jafnvægi til að takast á við þetta,“ segir Rósíka sem er þakklát fyrir tækifærið til að fá aðstoð við leitina. „Þetta er reynsla sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir og búa að alla ævi. Ég er mjög sátt við það hvernig leitin fór fram og þetta fór allt betur en ég þorði að vona. Það er kraftaverk að ég fann fjölskylduna mína á Srí Lanka og á svona stuttum tíma.“ Sigurást með Rósíku í fanginu við heimkomuna til Íslands. Á myndinni fyrir neðan halda þau hjón, Sigurást og Jón Gestur, Rósíku undir skírn. Rósíka fór með manninum sínum, Alexander og þeim tókst að njóta tímans úti. Til hliðar er mynd af látnum föður hennar. leggur af stað Nánari upplýsingar á coke.is í dag! C o c a -C o la a n d t h e C o n to u r B o tt le a re r e g is te re d T ra d e m a rk s o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. BLAÐAMAÐURINN HAFÐI GENGIÐ SVO LANGT AÐ SENDA MANN TIL HENNAR TIL AÐ STAÐFESTA AÐ HÚN VÆRI RAUNVERULEGA MÓÐIR MÍN. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -8 F D 4 1 B A 1 -8 E 9 8 1 B A 1 -8 D 5 C 1 B A 1 -8 C 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.