Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 49

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 49
Lífræn ræktun snýst um að vinna í sátt við náttúruna, þar sem jarðvegurinn er lifandi og næringarríkur. Það má ekki nota kemískan tilbúinn áburð. Þegar slíkur áburður er not- aður rýkur gróðurinn upp á kostnað örveru- og skordýralífs sem er forsenda frjósamrar gróðurmoldar. Rannveig Guðleifsdóttir Lífrænt vottað 10. desember 2016 KynningarbLað Móðir Jörð | Sóley Organics | Himneskt | Nesbúegg | Villimey rannveig guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. MynD/gVa Vottunarstofan Tún veitir fram­ leiðendum í landbúnaði, sjávarút­ vegi og vinnslu náttúrulegra af­ urða gæðaþjónustu. Fyrirtækið starfar í samræmi við alþjóðlega staðla varðandi lífríki og náttúru. Rannveig Guðleifsdóttir er verk­ efnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún segir að fyrirtækið sé rekið án allra ríkisstyrkja. „Við störfum aðallega á tveim­ ur sviðum, lífrænni vottun og vott­ un og eftirliti með sjálfbærum sjávar nytjum samkvæmt viðmið­ unarreglum Marine Stewardship Council eða MSC. Tún er eina fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir hún. „Bundið er í lög að landbún­ aðarafurðir sem markaðssettar eru með tilvísun í lífrænar fram­ leiðsluaðferðir hafi vottun. Þeir sem vilja kynna vörur sínar sem lífrænt vottaðar þurfa að leita eftir slíkri vottun til okkar,“ segir Rannveig. „Vottunarstofan Tún framkvæmir ítarlega úttekt á við­ komandi framleiðslu í upphafi og árlega eftir það. Þeir sem eru vott­ aðir eru undir reglubundnu eftir­ liti. Einnig gerum við fyrirvara­ lausar úttektir samkvæmt handa­ hófskenndu úrtaki. Menn geta því alltaf átt von á okkur,“ útskýrir Rannveig. Sextíu vottuð fyrirtæki Um sextíu fyrir tæki eru vottuð í dag. Þau eru í landbúnaði, jarð­ yrkju, matjurtarækt, búfjárrækt, fiskeldi og söfnun villtra plantna. Þá eru vinnslustöðvar sem vinna úr lífrænum hráefnum, pakka, endurpakka, endurmerkja og flytja inn lífrænar vörur. „Þetta er mjög fjölbreytt starfsemi, mjólk­ urvinnsla, sláturhús, bakarí, bjór­ gerð, kaffibrennsla og margt fleira. Öll fyrir tæki sem eru með vottun frá Túni hafa leyfi til að nota vottunarmerkið okkar á vott­ aðar vörur. Vottunarmerkið er því staðfesting til neytenda á því að umrædd vara hafi lífræna vottun. Við fáum öðru hvoru ábending­ ar frá fólki um tilvísanir í lífræn­ ar framleiðsluaðferðir án þess að vottun liggi þar að baki, en þá er ekkert vottunarmerki á umbúðun­ um. Við komum slíkum ábending­ um til eftirlits aðila.“ Langur aðlögunartími Vottunarstofan Tún var stofn­ uð 1994 og fyrstu vottorðin gefin út við hátíðlegar athafnir haustið 1996. „Undanfarin ár hefur verið mestur vöxtur hjá vinnslufyrir­ tækjum,“ segir Rannveig. „Það eru erfið skref fyrir bónda að skipta yfir í lífræna framleiðslu því að­ lögunartíminn er langur, tvö ár. Á þeim tíma þarf viðkomandi að uppfylla kröfur um lífræna fram­ leiðslu og greiða eftirlitsgjöld, en getur ekki markaðssett vörur sínar sem lífrænar. Það getur því verið átak að taka slíkt skref. Í sumum tilvikum þarf að gera tölu­ vert kostnaðarsamar breytingar, t.d. fækka í búfjárstofninum til að standast rýmiskröfur, gera breyt­ ingar á gripahúsum eða jafnvel byggja nýtt hús, en eins og stað­ an er núna fá bændur ekki aðlög­ unarstyrki til að fjármagna svona breytingar. Það hefur haldið aftur af nýliðun í þessari stétt. Ég býst við að aðlögunar styrkir sem tíðk­ ast í öðrum Evrópu löndum, gætu liðkað fyrir bændum að fara út í lífræna framleiðslu. Við finnum fyrir áhuga, en margir bændur sjá ekki að dæmið geti gengið upp fjárhagslega. Aftur á móti þarf vinnslufyrir tæki ekki aðlögunar­ tíma, þótt oft þurfi að breyta vinnsluferlum, uppfæra gæðakerfi og afla nýrra birgja. Vinnslan er tekin út og síðan er hægt að byrja, sem gerir ferlið allt einfaldara,“ segir Rannveig. Áhugi á lífrænum vörum Mikill og vaxandi áhugi er meðal neytenda að kaupa vörur með líf­ ræna vottun. Rannveig segir að þau sjái það mjög vel með t.d. mjólkurvörur þar sem eftirspurn hefur verið meiri en framboð í nokkur ár. „Lífræn ræktun snýst um að vinna í sátt við náttúruna, þar sem jarðvegurinn er lifandi og næringarríkur. Það má ekki nota kemískan tilbúinn áburð. Þegar slíkur áburður er notaður rýkur gróðurinn upp á kostnað örveru­ og skordýralífs sem er forsenda frjósamrar gróðurmoldar. Þegar fólk hættir að nota tilbúinn áburð tekur mörg ár að fá líf í jarðveg­ inn. Einnig má nefna að tilbúinn áburður nýtist oft illa, talsverður hluti hans getur skolast út í ár og þaðan út í sjó, en mengun af þeim völdum er nú stórt umhverfis­ vandamál í öllum heiminum. Í líf­ rænni ræktun eru notuð áburðar­ efni af lífrænum uppruna, en þó eru takmarkanir á árlegri köfn­ unarefnisnotkun. Eins eru mikl­ ar takmarkanir á notkun varnar­ efna, og kemísk eiturefni sem notuð eru í hefðbundnum land­ búnaði eru bönnuð. Það skilar sér í hreinni afurðum, en rannsóknir hafa sýnt að eiturefni sem mælast í þvagi snarminnka þegar skipt er yfir í lífrænt mataræði. Einnig eru mjög strangar reglur um aðbúnað dýra og að þau geti sinnt sínum eðlislægu þörfum. Í matvæla­ framleiðslu er notkun aukefna mjög takmörkuð. Þess vegna er vara með lífræna vottun almennt með mun styttri innihaldslýsingu en aðrar vörur.“ segir Rannveig. Góð fyrirmynd Vottunarstofan Tún gefur út regl­ ur um lífrænar aðferðir í fram­ leiðslu landbúnaðar­ og náttúru­ afurða. Reglur Túns miðast við ís­ lenskar og evrópskar lagareglur um sama efni. Þar sem alþjóðleg­ um reglum sleppir og enn skortir viðmið hefur Tún þróað eigin regl­ ur, til dæmis um lagargróður og þörunga, ylræktun matjurta og um matreiðslu lífrænna veitinga. Á sviðum lagargróðurs og yl­ ræktar hafa reglur Túns orðið fyrir mynd í fjölþjóðastarfi við mótun sameiginlegra viðmiða fyrir lönd Evrópusambandsins og EES. nánar má kynna sér Vottunarstof- una Tún á www.tun.is. byggir upp lífræna vottun og þróun Vottunarstofan Tún er einkarekin faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1994 hefur átt ríkan þátt í lífrænni þróun hér á landi. Tún hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna í vottun sjálfbærra sjávarnytja. Vottunar- stofan Tún merkir vottuð fyrirtæki með þessu merki. 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -B 2 6 4 1 B A 1 -B 1 2 8 1 B A 1 -A F E C 1 B A 1 -A E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.