Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 50
„Byggrækt hófst í Vallanesi árið
1985 og kom byggið fljótlega á
neytendamarkað undir vöru-
merkinu Móðir Jörð. Við stund-
um einnig fjölbreytta útiræktun á
grænmeti og nýtum hátt í hundr-
að tegundir til endursölu eða til
fullvinnslu í okkar vörur. Vörur
Móður Jarðar grundvallast alltaf
á hráefni sem hægt er að rækta á
Íslandi. Öll ræktun og framleiðsla
er lífrænt vottuð en Vallanes er
eitt af fyrstu býlunum sem fengu
lífræna vottun á Íslandi eða árið
1990,“ segir Eygló Björk Ólafsdótt-
ir, bóndi og matvælaframleiðandi
í Vallanesi.
„Jarðvegurinn hér hefur verið
ræktaður upp í lífrænni ræktun í
áratugi og er því ríkur af örver-
um og algerlega laus við tilbú-
in áburðar efni. Plönturnar taka
upp meira af næringu úr jarð-
veginum auk þess sem þurrefni
er meira vegna hægari vaxtar
en þetta skilar sér í hráefni sem
bragð er að.“
„Bygg er úrvals heilkorn en um-
fangsmiklar rannsóknir á Norður-
löndum og á vegum Harvard-há-
skóla í Bandaríkjunum sýna að
neysla á heilkorni, s.s. byggi, dreg-
ur úr líkum á hjartasjúkdómum.
Bygg inniheldur auk þess beta-
glucana sem sýnt hefur verið fram
á að dregur úr myndun kólester-
óls í blóði auk þess sem það jafn-
ar blóðsykur. Tilvalið er að nota
bankabygg eða perlubygg sem
meðlæti með mat, t.d. með fiski
og í salöt eða „byggottó“. Í ferða-
þjónustu í Vallanesi er boðið upp
á morgunmat úr íslensku byggi
en næsta vor munum við svo opna
verslun okkar í nýju húsi byggðu
úr ösp úr okkar skógum og bjóða
þar upp á léttar veitingar.
Við framleiðum einnig græn-
metisrétti, m.a. sýrt grænmeti
(súrkál) sem fellur mjög vel að
Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi og matvælaframleiðandi í Vallanesi.
Bygg er úrvals heilkorn en umfangs-
miklar rannsóknir á Norðurlöndum og
á vegum Harvard-háskóla í Banda-
ríkjunum sýna að neysla á heilkorni,
s.s. byggi, dregur úr líkum á hjartasjúk-
dómum.
Súrkál er hrein og lifandi afurð sem
látin er gerjast í eigin safa en öll víta-
mín og steinefni í grænmetinu halda
sér.
Framleiða
lífrænar
heilsu- og
sælkeravörur
Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar
Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, bænda
í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Þar fer fram lífræn
ræktun á korni og grænmeti og framleiða hjónin eigin
vörulínu úr hráefninu. Hreinn og frjósamur jarðvegur
er lykilatriði í ræktuninni
ræktuninni þannig að við getum
nýtt hráefnið betur og varðveit-
um það með þessari gömlu góðu
vinnsluaðferð. Súrkál er hrein og
lifandi afurð sem látin er gerjast í
eigin safa en öll vítamín og stein-
efni í grænmetinu halda sér. Þar
að auki verða til góðir gerlar sem
eru mikilvægir fyrir þarmaflór-
una og viðhalda góðri meltingu.“
Vörur Móður Jarðar fást í flest-
öllum matvöru – og heilsubúðum.
www.vallanes.is
Oddný Anna Björnsdóttir segir alla krakka elska lífræna hafragrautinn sem hún
gerir. Í hann setur hún glútenlausa lífræna hafra, lífræna möndlu- eða haframjólk,
kaldpressaða lífræna kókosolíu, stappaða lífræna banana, niðurskorin lífræn epli
ásamt smá Himalaja-salti og lífrænum Ceylon-kanil.
Oddný Anna Björnsdóttir fór að
lifa lífrænum lífsstíl árið 2006
þegar hún átti heima í Suður-Kali-
forníu sem var komin mun lengra
í framboði á lífrænt vottuðum
vörum en Ísland. „Ég var að eiga
mitt fyrsta barn og vildi að sjálf-
sögðu gefa því það besta sem völ
var á. Þá fór ég að taka eftir orðinu
ORGANIC á barnamat og í kjölfar-
ið kynna mér hvað það stæði fyrir.
Það leiddi til þess að neysla okkar
fjölskyldunnar á lífrænum vörum
jókst jafnt og þétt,“ útskýrir hún.
Breyta smátt og smátt
Aðspurð um ráð hvar þeir sem
hefja vilja lífrænan lífsstíl eigi að
byrja segir Oddný að það sé engin
þörf á að umbreyta lífsstílnum á
einu bretti. „Það er sniðugt að taka
bara eina og eina vöru í einu eftir
fjárhagslegri getu hvers og eins.
Gott er að byrja á þeim íslensku
lífrænu landbúnaðarvörum sem til
eru eins og eggjunum frá Nesbúi,
lambakjötinu frá Kjarnafæði,
mjólkurvörunum frá Biobú og
grænmetinu frá lífrænu grænmet-
isbændunum sem er í boði hluta
af árinu en innflutt lífrænt græn-
meti og ávextir allt árið og þar er
mikilvægast að byrja á eplum og
gulrótum. Aðrir lífrænir valkost-
ir sem gott er að skoða eru grunn-
vörur eins og ólífu-, steikingar- og
kókosolíur, haframjöl, hnetusmjör,
hunang, sultur, baunir, hnetur og
fræ, kaffi, te og kakó. Svo má ekki
gleyma því að töluvert úrval er af
lífrænum hreinlætis- og snyrti-
vörum en þær eru yfirleitt tölu-
vert ódýrari en þær hefðbundnu.“
Lífrænt er betra
Hugmyndafræðin á bakvið lífræna
hugmyndafræði er að sögn Oddnýj-
ar verndun umhverfisins og sjálf-
bærni í landbúnaði, velferð manna
og dýra og hámarks næringargildi
og hreinleiki matvæla. „Lífrænt er
því betra fyrir þig og þína, dýrin
og umhverfið,“ segir hún og nefnir
kostina við lífræna ræktun.
„Í garðyrkju þarf lífrænn bóndi
að halda jarðveginum heilbrigð-
um og frjósömum með náttúruleg-
um aðferðum, bæði af umhverfis-
verndunarástæðum og vegna þess
að plöntur sem vaxa í slíkum jarð-
vegi verða heilbrigðari og sterk-
ari. Því má ekki nota tilbúinn verk-
smiðjuframleiddan áburð, kemísk
varnarefni eins og skordýra-, ill-
gresis- og sveppaeitur og ekki má
nota erfðabreytt fræ. Í búfjárrækt
er megináherslan á að dýrin hafa
nægt pláss og geti komist út allt
árið um kring. Þau fá lífrænt vott-
að fóður, mega ekki fá hormóna
eða önnur vaxtarhvetjandi efni
og áhersla lögð á fyrirbyggjandi
og náttúrulegar lækningaaðferð-
ir. Þegar kemur að vinnslunni þá
er bannað að geisla lífrænar vörur
og mjög strangar reglur gilda um
þau aukefni og þær vinnsluaðferð-
ir sem notaðar eru.“
Þegar Oddný er spurð hvort
einhverjir gallar séu við lífræna
ræktun segir hún að það séu engar
skyndilausnir í boði við lífræna
ræktun eins og tilbúinn áburð
og eiturefni, plönturnar vaxi því
hægar því þær þurfi að hafa meira
fyrir því og þörf sé á meira land-
svæði, meðal annars vegna kröf-
unnar um skiptiræktun og að hvíla
jarðveginn reglulega. „Þar af leið-
andi verður uppskeran gjarn-
an minni, sérstaklega til að byrja
með og meiri áhætta tekin því það
er ekki hægt að taka upp úðabrús-
ann til að bregðast við plágum
sem herja á plönturnar. Í dýraeld-
inu þarf betri húsakost með meira
rými og útisvæði sem er dýrari
rekstur. Eins er ekki hægt að grípa
til allskyns aukefna og ódýrra fyll-
ingarefna til að lækka verð og
gera lélegt hráefni girnilegt,“ lýsir
Oddný.
En hvernig getur fólk verið visst
um að það sé að fá lífrænt?
Með því að leita að viðurkenndu
vottunarmerki á vörunni. Íslensk-
ar vörur bera merki Vottunarstof-
unnar Túns sem er eina faggilda
vottunarstofan á Ísland. Vörur
frá Evrópusambandinu bera vott-
unarmerki þess sem er laufblað.
Eins hafa ólík lönd enn sín eigin
vottunarmerki eins og Þýskaland
en þær vörur bera yfirleitt einn-
ig sameiginlega evrópska vottun-
armerkið sem var komið á til að
auðvelda evrópskum neytendum
að læra að þekkja lífræna vottun.
Bandarískar vörur bera vottunar-
merkið USDA organic.
Betra fyrir menn, dýr og umhverfi
Lífrænn lífsstíll felur í sér að auka neyslu á lífrænt vottuðum vörum en til að mega nota orðið lífrænt á vöru sem og viðurkennd vottunar-
merki þarf framleiðslan að uppfylla strangar reglur sem eiga sér stoð í lögum og eru undir reglubundnu eftirliti faggildrar vottunarstofu.
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
LÍFRÆNT VOTTAÐ Kynningarblað
10. desember 20162
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-B
7
5
4
1
B
A
1
-B
6
1
8
1
B
A
1
-B
4
D
C
1
B
A
1
-B
3
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K