Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 102

Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 102
„Útgáfuævintýrið byrjaði haust- ið 2009 þegar við maðurinn minn, Jón Árnason, byrjuðum með út- varpsþátt á RÚV sem við kölluð- um Í boði náttúrunnar. Þar fjöll- uðum við um ræktun og sjálf- bærni í stóru samhengi. Þetta var rétt eftir hrun og okkur, líkt og marga aðra, langaði til að rækta,“ segir Guðbjörg en þátturinn var á dagskrá Rásar 1 í þrjú sumur. „Við flökkuðum á milli garða og landshluta og kynntumst fjölda af áhugaverðu fólki,“ segir Guð- björg sem í kjölfarið ákvað að þetta væri það sem hana lang- aði að gera, það er að vinna með náttúrunni í víðum skilningi, taka heildræna nálgun að grænum lífs- stíl og öllu sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Tímarit í slow-stefnunni „Eftir fyrsta sumarið í útvarpinu var ég verkefnalaus. Þá kviknaði sú hugmynd að taka það sem við höfðum verið að gera í útvarp- inu og færa það yfir í tímarit,“ segir Guðbjörg en fyrsta tímarit- ið undir heitinu Í boði náttúrunn- ar kom út sumarið 2010. „Markmiðið er að veita inn- blástur og fróðleik um það sem tengir fólk betur við náttúruna og fá fólk til að hugsa um hvernig við nýtum hana og njótum. Um leið að stuðla að andlegu og líkam legu heilbrigði bæði hjá okkur og nátt- úrunni,“ lýsir Guðbjörg en í blað- inu má finna fjölmargt um heilsu, útivist, mat og ræktun. „Innblásturinn er sá að fólk fái þær upplýsingar sem þarf til að taka lítil skref í átt að heilbrigð- ara líferni bæði hjá sjálfu sér og gagnvart nátúrunni.“ En hvaðan kemur áhuginn á málefninu? „Ég bjó í New York í sjö ár og þegar ég kom heim kunni ég svo miklu betur að meta nátt- úruna. Það kraumaði í mér að gera eitthvað tengt okkar æðis- legu náttúru á Íslandi,“ svarar Guðbjörg sem er grafískur hönn- uður að mennt og er því annt um að tímaritið líti sem allra best út. „Ég vil sýna náttúruna í sinni feg- urstu mynd.“ Tímaritið kemur út þrisvar á ári en þó ekki á sérstökum árs- tímum heldur þegar það er tilbú- ið í hvert sinn. „Við fylgjum slow- stefnunni í útgáfunni,“ segir hún glettin. „Hins vegar höfum við brydd- að upp á þeirri nýjung að senda áskrifendum fleira en blaðið. Til dæmis sátum við fjölskyld- an á dögunum og pökkuðum inn handteiknuðu dagatali, korti til að skrifa á áramótaheit, líf- rænu súkkulaði og taupoka til að minnka plastpokanotkun.“ Guðbjörg reynir einnig að gefa til baka til náttúrunnar. „Við eigum lítinn lund í Heiðmörk og gróðursetjum eitt tré fyrir hvern áskrifanda á ári.“ Áhugavert vefrit Vefsíðan www.ibn.is fór í loft- ið 2014 en það er vefrit með fjöl- mörgum upplýsingum, uppskrift- um og fróðleik. „Vefsíðan gefur okkur frekari tækifæri til að búa til samfélag, miðla efni sem við teljum skipta máli og er mikil- vægur hlekkur í þeirri hugafars- breytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og nátt- úrulegar leiðir að andlegri og lík- amlegri heilsu.“ HandPicked Iceland Guðbjörg hefur fleiri járn í eld- inum og gefur til að mynda út bæklinginn HandPicked Iceland. „Þetta hófst á því að mig vantaði lista yfir góða matsölustaði úti á landi fyrir blaðið. Síðan heyrði ég í fararstjóra sem sagði að þetta væri það sem ferðamenn kvört- uðu helst yfir, að vita ekki hvar þeir gætu fengið góðan mat. Þetta þróaðist út í litla bæklinga sem liggja frammi á hótelum og víðar.“ Jólamarkaður á aðventunni Skrifstofur Í boði náttúrunnar eru í gamla bænum á Elliðavatni. „Það er yndislegt að vera hér og geta gengið beint út í náttúruna,“ segir Guðbjörg en nú verður jóla- markaður við bæinn allar helgar fram að jólum. „Við verðum með bás og kynnum tímaritið og fleira sem við erum að gera. Til dæmis handmálað náttúrukort þar sem merktar eru áhugaverðar nátt- úruperlur um land allt. Það gefur bæði Íslendingum og ferðamönn- um nýjar hugmyndir um áfanga- staði.“ Gróðursetja tré fyrir hvern áskrifanda Guðbjörgu Gissurardóttur er umhugað um að taka sífellt skref í átt að betra líferni. Hún er stofnandi Í boði náttúrunnar sem gefur út tímarit þrisvar á ári þar sem lífrænu líferni, heilbrigði, umhverfinu og öllu íslensku er gert hátt undir höfði. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Guðbjörg er með skrifstofu í gamla Elliðavatnsbænum og kann vel að meta nálægðina við náttúruna. Mynd/GVA HIMNESK HOLLUSTA SELUR EINUNGIS LÍFRÆNAR VÖRUR HEILBRIGÐ SKYNSEMI lífrænt VottAð Kynningarblað 10. desember 201610 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -B 7 5 4 1 B A 1 -B 6 1 8 1 B A 1 -B 4 D C 1 B A 1 -B 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.