Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 106
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r50 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Ég er farinn að segja að ég sé orðinn færeyskur í anda þar sem ég er eigin-lega búinn að vera jafn lengi hér í Noregi og á Íslandi,“ segir Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, en hann er búsettur í Björgvin í Noregi. „En ég kem alltaf til Íslands og les íslenskar bókmenntir og hitti fólk, er þarna einkum á sumrin og hef haldið tryggð við landið. En það sem togaði mig hingað til Noregs upprunalega var að ég ætlaði að lesa trúarbragða- sögu, einkanlega þá tengda norrænni goðafræði, ég er því miður ekki byrj- aður á því enn þá. Svona eru örlögin. Við ráðum þessu ekki, alveg sama hvað við tölum mikið um frelsi, hag- sýni og rökvísi þá ráðum við engu.“ Heimavinnan fyrst Nýverið kom út bókin Leitin að svarta víkingnum en á síðasta ári kom út Geirmundar saga heljar- skinns og má segja að báðar bæk- urnar séu hluti af einu og sama verki Bergsveins. Sú fyrrnefnda greinir einkum frá þeim rannsóknum, fræðum og sögu þess sem liggur að baki Geirmundar sögu, sem er hins vegar rituð í anda Íslendingasagna. Aðspurður hvernig standi á því að hér hafi bækurnar komið út í öfugri röð sé tekið mið af norsku útgáfunni þá segir Bergsveinn að sagan hafi verið upprunalega hugsunin. „Mig langaði til þess að reyna að búa til Íslendingasögu um þennan mann sem ég var farinn að rannsaka en svo kom það á daginn þegar ég ætl- aði að byrja að ég vissi ekki um hvað ég ætti að skrifa. Þannig að ég skildi að ég yrði að rannsaka þetta fyrst og Í leit að sögunni Bækur Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum og Geirmundar saga heljarskinns, hafa hrist hressilega upp í heimi norrænufræðinga með því að miðla sögunni til breiðs hóps lesenda af ástríðu og hugsjón. Bergsveinn Birgisson rithöfundur segir að tilraun hans gangi út á að reyna að lesa á milli línanna og stóla ekki á miðaldamennina blint. það allrækilega. Þessi bók, Leitin að svarta víkingnum, er þannig grund- vallarritið fyrir söguna sem kom svo í öfugri röð á Íslandi. En söguna gat ég ekki gert án þess vinna heimavinn- una fyrst.“ Seinvaxin planta Hversu langan tíma tók að smíða þennan grunn – vinna þessa rann- sóknarvinnu? „Það er dálítið erfitt að svara þeirri spurningu því hér er tíminn dálítið afstæður. Það sem ég get sagt er að ég hef unnið þetta allt öðruvísi en maður mundi gera með akademíska rannsókn. Þá fær maður úthlutuð þrjú, fjögur ár til að skila ritgerð og komast að sinni niðurstöðu. Þannig að hér hef ég haft þetta verkefni sem eins konar ástríðu og tómstundagaman. Ég man að 1992 var ég farinn að ganga heiðar og skoða þetta. Þannig að þú sérð að þar er kominn nokkuð langur tími en maður er ekki beinlínis alltaf að. Maður rekst á eitthvað og það bætist við myndina, en síðan mætir maður hindrun sem stoppar allt en skyndilega losnar svo um. Þannig að maður hugsar að kannski geti maður haldið áfram aðeins lengur. Svona hefur þetta þróast og vaxið eins og einhvers konar seinvaxin planta í á annan áratug. Það er ákveðinn lúxus að fá tímann til að vinna að þessu í friði.“ Í upphafi Leitarinnar að svarta víkingnum greinir Bergsveinn frá gömlum manni, Snorra Jónssyni, sem hafði verið tíður gestur í for- eldrahúsum hans í æsku. Snorri hafði alist upp á Hornströndum og honum fylgdu sögur af Geirmundi heljar- skinni sem Bergsveinn heillaðist af ungur að aldri. En skyldi Snorri þessi Jónsson hafi verið hin raunverulega kveikja að verkinu? „Kannski er hann á einhvern hátt kveikjan sem verður til að það kviknar aftur í mér. Hann sáir kannski fræinu eins og eitt og annað sem maður heyrði. En svo vill þannig til að ég er kominn í það að stúdera norræn fræði og þá fer þetta að leita á mann aftur, fræið fer að spíra.“ Valdi almenna lesandann Til þess að skrifa Leitina að svarta víkingnum þurfti Bergsveinn að nálgast verkefnið á frjálslegri máta en alla jafna tíðkast í hinum akadem- íska heimi. En skyldi það hafa leitt til togstreitu og gagnrýni frá kollegum í háskólasamfélaginu? „Það er þann- ig að ég stóð frammi fyrir vali með þetta efni, því ég hef skrifað doktors- ritgerð og margar greinar og er svo sem tuktaður í akademísku hand- verki. En ég stóð frammi fyrir því vali að skrifa fyrir aðra fræðimenn nokkrar stakar greinar, vægt sam- hangandi, eða hins vegar að reyna að ná út til hins almenna lesanda. Þetta val gerir það að verkum að maður þarf á sinn hátt að aflæra sig. Maður þarf að láta þessa akadem- ísku orðræðuhefð og hlutlægu rödd veðrast af sér og ég valdi það til að vera ærlegur gagnvart lesandanum, ég væri eins konar andi eða súbjekt í leit að merkingu og ætti í mesta basli með að fá hluti til að hanga saman, því þannig var það. Á þennan hátt skildi ég að ég gæti dregið með mér lesandann. Hann gæti fengið að undrast með mér. Hann gæti fengið að sjá gáturnar og hindranirnar og allar stóru spurningarnar sem urðu á vegi mínum. Því þannig kemur land- nám Íslands fyrir sjónir, ef við lítum fram hjá þeirri upphafsmýtu sem var búin til á miðöldum, að mörgu leyti óskrifað blað eða ósamhangandi brot.“ Ástríðan hættuleg Þannig að í raun velur þú að draga fram skáldið á kostnað fræðimanns- ins? „Já, það er náttúrulega skáldið sem er fært um að undrast. Það er skáldið sem getur lyft sér upp og séð aðeins víðara yfir sviðið. Það gefur mér frelsi og það gerir það að verkum að ég get farið að skrifa um það hvernig er að vera manneskja á þessum tímum, og reynt að skilja hvað vakir fyrir mönnum. Að reyna að nálgast aðra manneskju, land- námsmanninn, var eina leiðin til að halda lesanda við efnið að mér fannst. Að hafa þetta breiða sjónar- horn er stöðugt erfiðara í akademí- unni, þar ertu nauðbeygður til þess að vera í einhverjum míkróískum vandamálum. Til dæmis getur þú skrifað doktorsritgerð um formin á sverðum á árunum 790 til 850 í Vestur-Noregi. En það sem vantar helst eru tengingarnar á milli slíkra grunnrannsókna svo einhver heildar tilgáta megi fæðast. Ég nýti til dæmis niðurstöður margra fræði- greina sem ég er alls ekki skólaður í. Þannig stillir maður sig laglega af til höggs, en maður þarf að brjóta af sér þessa hlekki og þora. Hugsun mín var sú að hið fræði- lega inntak átti ekki að bíða hnekki af þessari aðferð og þar komum við að móttökum annarra fræðimanna. Þar hef ég bæði mætt gagnrýni meðan aðrir hafa þakkað mér. Sumir virðast ganga út frá því að ef maður skrifar af ástríðu eða miklum áhuga, hljóti maður að vera að ljúga. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Maður þarf að láta þessa akadeMísku orð- ræðuhefð og hlutlægu rödd veðrast af sér og ég valdi það til að vera ærlegur gagnvart lesandanuM. 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 4 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -9 E A 4 1 B A 1 -9 D 6 8 1 B A 1 -9 C 2 C 1 B A 1 -9 A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.