Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 120

Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 120
Útför Steingríms Gauts Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi héraðsdómara, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. desember kl. 15.00. F.h. aðstandenda, Guðrún Einarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Helgason Sléttuvegi 31, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. desember klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Óskar Sverrisson Eiríksína Hafsteinsdóttir Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir Sigríður Ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn J. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Guðlaug Eyjólfsdóttir Álfaskeiði 86, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. desember klukkan 13. Björn Kristmann Guðmundsson Rúnar Sigurður Guðlaugsson Hulda Kristjánsdóttir Guðmundur St. Björnsson Fríða Kr. Jóhannesdóttir Eyjólfur A. Björnsson Sunneva G. Kolbeinsdóttir Bergþóra Pálína Björnsdóttir Reynir Smári Markússon og fjölskyldur þeirra. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur og mágkonu, Dagmarar Hrannar Guðnadóttur Sóleyjarima 9, í Reykjavík, sem lést þann 3. nóvember 2016. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur og fer í sjóð minninganna og fléttast þar saman við aðrar góðar minningar sem við eigum. Innilegar þakkir skulu færðar til þeirra sem önnuðust hana síðustu vikurnar, starfsfólksins á Reykjalundi, deildar 6A og gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Guðmundur Eiríksson Guðni Eiríkur Guðmundsson Hanna Björg Sigurðard. Guðni Arnberg Þorsteinsson Hallgerður Á. Þórðardóttir Þorsteinn Arnberg Guðnason Ingigerður Þórðardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrefna Jónsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 5. desember síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Birgir Þór Gunnarsson Guðrún Erna Gunnarsdóttir Erla Björk Gunnarsdóttir Angantýr Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnheiður Þyri Jónsdóttir matráðskona, lést 6. desember. Starfsfólki á deild 3 á Hrafnistu í Hafnarfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúðlega umönnun og hlýju þann tíma sem hún bjó þar. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju 15. desember kl. 15.00. Júlía Imsland Ragnar Imsland barnabörn og makar, barnabarnabörn og makar og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru Ingibjargar Helgu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðings og heiðruðu minningu hennar. Innilegar þakkir til Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur og gefi gleðileg jól. Alfreð S. Jóhannsson Magdalena Sigurðardóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ólafur Gunnarsson Eiríkur Jónsson Oddný Sigurðardóttir Ferdinand Jónsson Ishaiga Jalloh Hylla framlag læknisins til skipulags fyrir einni öld Í tilefni 100 ára útgáfuafmælis ritsins Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson lækni hefur það verið endurútgefið ásamt nýju riti, Aldarspegli, þar sem litið er til baka. Skipulagið hans Guðmundar kemur lygilega vel undan öld-inni og hefur staðist vel tímans tönn,“ segir Ásdís Hlökk Theó-dórsdóttir skipulagsfræðingur. Þar á hún við hugmyndir sem Guðmundur Hannesson læknir setti fram í ritinu Um skipulag bæja sem út kom árið 1916. Það hefur nú verið gefið út aftur, auk annars rits, Aldarspegils, þar sem nútíma- fólk eins og Ásdís metur þessar hundrað ára gömlu hugmyndir. En veit hún af hverju lækninum voru skipulagsmál svona hugleikin? „Þegar Guðmundur var í sínu námi í Danmörku þá setti hann sig vel inn í það nýjasta sem var að gerast í skipulagskenn- ingum og uppbyggingu bæja í Evrópu. Afleiðingar iðnvæðingarinnar voru þar skýrar, miklir flutningar fólks úr sveitum í borgir og við farsóttir var að etja sem stöfuðu af óheilnæmu húsnæði, skorti á hreinu vatni og ófullnægjandi fráveitum. Því voru náin tengsl milli viðfangsefna í skipulagsvinnu og heilbrigðismálum. Það er eflaust þannig sem hans áhugi kviknar. Auk þess að koma út áðurnefndu riti 1916 var Guðmundur hvatamaður að fyrstu skipulagslögum landsins árið 1921. Með þeim varð til formleg nefnd sem var falið að vinna skipulag fyrir þéttbýlisstaði, kauptún og sjávarþorp. Sjálfur hlaut hann sæti í þeirri nefnd sem sérfræðingur á sviði heilbrigðismála. Hinir voru Guðjón Samú- elsson, húsameistari ríkisins og Geir Zoëga vegamálastjóri. Þeir fóru um landið og unnu skipulag að meira og minna öllum þéttbýlisstöðum. Þær hugmyndir sem Guðmundur setti fram í bók sinni lágu þar til grundvallar og nefndin hvatti hrepps- nefndir til að kynna sér bókina.“ Þótt þetta virðist hafa verið einfalt fyrir- komulag hvað stjórnsýslu varðar hrósar Ásdís Hlökk Guðmundi lækni fyrir víð- sýni. „Hann er ekki bara að hugsa um línur og lagnir og lóðir og götur, hann hugsar um fagurfræði, jöfnuð, rekstur sveitarfélaga og þarfir atvinnulífsins. Þetta rit er ekkert gríðarlegt að vöxtum, rúmar 200 síður, en það kemur mörgu að og nú þegar öld er liðin frá útgáfu þess fannst okkur við hæfi að endurútgefa það og um leið að hylla framlag Guðmundar til þessa málaflokks. Lendingin var að fara í tveggja binda útgáfu, annað bindið er endurúrgefið rit Guðmundar en hitt nefnist Aldarspegill og þar eru fjögur úr bransanum með greinar auk þess sem hjónin Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Páll Pétursson skrifa kafla um Guðmund sjálfan. Guðmundur var afabróðir Páls og þau hjón búa að safni með bréfum sem fóru á milli þeirra bræðra. „Niðurstaða okkar allra er sú að það sé sérstakt hvað þessi maður var framsýnn og ég tel áhugavert fyrir þá sem vinna við skipulagsmál að kynna sér tillögur hans.“ gun@frettabladid.is Hann er ekki bara að hugsa um línur og lagnir og lóðir og götur, hann hugsar um fagurfræði, jöfnuð, rekstur sveitarfélaga og þarfir atvinnulífsins. Aldarspegill Í Aldarspegli beinir Ásdís Hlökk sjónum að bæjarmynd og byggða- mynstri, Pétur H. Ármannsson fjallar um húsagerð og hönnun, Salvör Jóns- dóttir skoðar félagslega og efnahags- lega þætti skipulagsmála og Dagur B. Eggertsson skrifar um tengsl lýðheilsu og skipulags. Loks bregða Páll Péturs- son og Sigrún Magnúsdóttir ljósi á persónu og lífshlaup Guðmundar Hannessonar. Ásdís Hlökk telur áhugavert fyrir alla sem vinna við skipulagsmál að kynna sér tillögur Guðmundar Hannessonar læknis. Fréttablaðið/GVa 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r64 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -4 A B 4 1 B A 1 -4 9 7 8 1 B A 1 -4 8 3 C 1 B A 1 -4 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.