Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 128

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 128
Myndlistarmaðurinn Halldór Ragn- arsson varð fyrir því fyrr á árinu að missa aleiguna í eldsvoða en síðan þá hefur hann svo sannarlega ekki setið auðum höndum. Síðastliðinn fimmtu- dag opnaði Halldór einkasýninguna Útskýringar í Galleríi Gróttu. Halldór lauk MA-gráðu í myndlist frá mynd- listardeild Listaháskóla Íslands en áður en hann sneri sér að myndlistinni stundaði hann nám í heimspeki við Háskóla Íslands. „Já, heimspekin er eiginlega flöturinn þar sem ég datt inn í myndlistina. Ég hafði alltaf verið eitt- hvað að bralla í höndunum en ég hugs- aði aldrei sem svo að ég ætlaði að gera eitthvað með þetta. Datt það ekki í hug fyrr en ég var kominn inn á þriðja árið í heimspekinni og þá ákvað ég að sækja um í Listaháskólanum og þar endar eiginlega mitt heimspekinám. Ég á alltaf ritgerðina eftir og ég hélt alltaf að ég mundi skrifa hana yfir sumarið en nú er ég hér ellefu árum síðar.“ Bókstaflega En skyldi margt af því sem Halldór var að fást við í heimspekinni hafa fylgt honum yfir í myndlistina? „Algjörlega. Þetta er kveikjan að flestu sem ég geri og hef verið að fást við. Það snertir mjög mikið tungumálið og málspeki ef ég get orðað það þannig og það eru í raun fyrst og fremst heimspekilegar pælingar.“ Aðspurður hvað sé kjarni sýningar- innar í Galleríi Gróttu segir Halldór að hann hafi í september verið með sýningu hjá Guðmundi í Listamönn- um Galleríi. „Þannig að þetta var mjög knappur tími þarna á milli og að auki lenti ég í þessum bruna í mars síðast- liðnum þannig að öll mín plön voru eiginlega farin út um allt. En þegar kom að þessari sýningu með tvo mánuði til stefnu þá gat ég ekki varist þeirri hugsun að þetta væri alltof knappur tími til þess að gera aðra einkasýningu. Ég ákvað samt að gera hana en mér fannst ég þurfa að finna einhverjar útskýringar fyrir sjálfum mér, svona hvernig ég ætlaði að fara að þessu. Þá kem ég að þessari leið að búa til sýningu sem felst í að útskýra verkin sem gerast í rauntíma. Sýningin heitir útskýringar og sem dæmi þá er ég kannski að útskýra að þetta sé strigi sem ég er að vinna með og núna er ég að nota blýant. Þetta stendur bókstaflega á verkinu; núna er þetta blýantur, núna er þetta hvít málning.“ Hlutlægt verður huglægt Halldór leggur mikla áherslu á að upp- hafið felist í því að hann sé að útskýra þetta fyrir sjálfum sér til þess að ná utan um það sem hann þurfti að gera. „Þetta er algjörlega það sem gerist á vinnustof- unni og útskýringin þarf ekki að vera merkilegri en það, að það eru þrjátíu sentimetrar á milli þessara lína og þá er það bara þannig. Landslagsmálari er ekki að útskýra af hverju fjöllin hans eru blá, þannig að ég er dáldið að snúa þessu við. Reyna að útskýra af hverju fjöllin eru blá. Takast á við mörkin á milli innihalds og útkomu.“ Halldór segir að ef það er eitthvað sem hann er fyrst og fremst að skoða sem myndlistarmaður þá sé það áferð og efni. „Oft er það efnið sem lætur mig taka næsta skref, hvort sem það er strigi eða eitthvað annað, en þá er það oft drifkrafturinn að því hvaða stefnu verkið tekur. Fyrir mér er þetta spurn- ing um að vera með eitthvert ákveðið efni og leitast svo við að gera það að einhverju öðru. Einhverju með aðra eða nýja merkingu. Á þessari sýningu, eins og í öllum mínum sýningum, er ég því að nota mjög mismunandi efni í mín verk og það sem ég er að fást við er að gera hið hlutlæga huglægt. Það er verkefni mitt sem myndlistarmanns.“ Staðlað svar Halldór hefur verið að velta fyrir sér átakinu Við borgum myndlistarmönn- um og hann ákvað að taka þar ákveðin skref. „Já, það varð kveikjan að ákveðnu verki enda er þetta búið að vera í hausn- um á mér og eflaust mörgum myndlist- armönnum. Þetta er í raun mjög galin hugmynd að þegar myndlistarmaður er að halda sýningu, óháð því hvar það er, þá eru allir að fá borgað fyrir sína vinnu nema listamaðurinn. Fólkið er samt að koma til þess að sjá verk listamannsins. En þetta er eitthvað svo venjuleg pæling hjá þessari þjóð. Þessi hugsun að þetta hafi bara alltaf verið svona og eigi bara að vera það áfram. Út frá þessu þá sendi ég forstöðu- manni menningarsviðs Seltjarnarnes- bæjar fyrirspurn, til þess að fá staðlaða svarið, því ég vissi alveg að það kæmi. Ég spurði hvort að það væri greidd ein- hver laun fyrir þetta eða efniskostnaður og ég vissi að ég fengi mjög staðlað: Nei, það er ekki hægt. Út frá því ákvað ég að gera verk og þetta var svona fyrsta kveikjan að því hvernig ég nálgaðist og vann þessa sýningu. Í þessu verki er ekkert innihald. Það er bara tölvupósts- svar en ég er búinn að vinna það eins og það væri verk. Út frá þessu kom þessi útskýringapæling. Ég nota alltaf texta í minni myndlist en ef maður sleppir því og gerir þetta bara þurrpumpulega þá myndast ákveðin tenging. En þetta er allt þarna inni á sýningunni og ég vona bara að fólk komi að sjá þetta.“ Nei, það er ekki hægt Halldór Ragnarsson myndlistarmaður opnaði sína elleftu einkasýningu í síðustu viku, en kveikjan var einkar forvitnileg og lýsandi fyrir stöðu allra myndlistarmanna á Íslandi. Halldór Ragnarsson við verk á sýningunni Útskýringar í Galleríi Gróttu á Seltjarnarnesi. FRéttaBlaðið/SteFán Verk á sýningunni Útskýringar. FRéttaBlaðið/SteFán Þetta stenduR bókstaflega á veRkinu; núna eR Þetta blýantuR, núna eR Þetta HvÍt málning. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r72 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -3 2 0 4 1 B A 1 -3 0 C 8 1 B A 1 -2 F 8 C 1 B A 1 -2 E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.