Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  246. tölublað  103. árgangur  AFI Í BARÁTTU VIÐ LAGARFLJÓTS- ORMINN ÖMURLEGUR BRESKUR DRAUMABÍLL STÓRBROTIN NÁTTÚRA HEILLAR BÍLAR LJÓSMYNDABÓK 10ÓTRÚLEG ÆVINTÝRI 31  Gunnar Rúnar Pétursson, bóndi í Vogum 2 í Mý- vatnssveit, og sonur hans Ari fundu fyrir til- viljun sveltistamp þar sem fjölmarg- ar kindur höfðu hoppað niður, lent í sjálfheldu og drepist. Gunnar Rúnar var við fjárleitir þegar þeir feðgar sáu stampinn og telur að þarna séu bein af nokkrum tugum fjár. „Það hefur verið hægt að hlaða þannig að skepnurnar geti komist upp úr þeim, það var það sem menn gerðu hér áður fyrr. En með þennan verður að gera eitthvað ann- að því hann er svo djúpur. Ætli verði ekki að sprengja hann í loft upp.“ »6 Ófögur sjón blasti við fjárleitarfeðgum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tveir fasteignasjóðir, sem að lang- stærstum hluta eru í eigu lífeyris- sjóða, seldu fasteignir að andvirði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita, án þess að önnur fasteigna- félög, m.a. þau tvö sem skráð eru á markað í Kauphöll líkt og Reitir, fengju tækifæri til að bjóða í eign- irnar. Sumir lífeyrissjóðanna eru einn- ig stórir hluthafar í Reitum en aðr- ir eiga óverulega aðkomu að félag- inu. Athygli vekur að dótturfélag Ar- ion banka sá um rekstur fasteigna- sjóðanna sem seldu eignirnar en bankinn er fjórði stærsti hluthaf- inn í Reitum á eftir þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins. Þá sá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka um söluna og bankinn hefur einnig með höndum fjármögnun kaup- anna sem að fullu leyti eru gerð með lántökum og yfirtöku áhvíl- andi skulda. »16 Bauðst ekki að bjóða í eignir Morgunblaðið/Styrmir Kári Sala Eignasafn Reita vex um 17% með kaupunum á fasteignasafninu.  Lífeyrissjóðir seldu 18 milljarða fasteignir án auglýsingar  Vel á annað þúsund álftir voru á 25 hektara óþresktum kornakri á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra í gærmorgun. Þær náðu ekki flugi þegar stuggað var við þeim. Ak- urinn er girtur af en Birkir Arnar Tómasson bóndi varð að rjúfa girð- ingarnar til að hleypa þeim út. Þeg- ar þær reyna að komast á loft berja þær kornið af stönglunum og skilja því eftir sig mikla eyðileggingu, fyr- ir utan það sem þær ná að éta. »12 Yfir þúsund álftir sækja á akurinn Hátíðarhöld hófust í Laugarnesskóla í gær í til- efni af því að áttatíu ár eru liðin frá því að skól- inn tók til starfa. Þessar broshýru stúlkur tóku þátt í hátíðarmorgunsöng í skólanum og nem- endurnir fóru síðan í skrúðgöngu um Laugar- neshverfið með lúðraþyt og meiri söng. Morgunblaðið/Eggert Syngjandi sælir og glaðir nemendur á stórafmæli Haldið upp á áttatíu ára afmæli Laugarnesskóla með skrúðgöngu og samsöng Baldur Arnarson baldura@mbl.is Störfum á Keflavíkurflugvelli og hjá skyldri starfsemi gæti fjölgað um á annað þúsund á næsta ári ef áætlanir um 6 milljónir farþega ganga eftir. Samkvæmt samantekt Isavia mun störfum hjá félaginu og 25 öðrum rekstraraðilum á vellinum fjölga um ríflega 430 á næsta ári. Sú tala er mjög varlega áætluð. Til dæmis áætlar félagið IGS, sem ann- ast m.a. flugvallaþjónustu, að starfs- menn þess geti orðið allt að 900 næsta sumar, eða 50 fleiri en Isavia áætlar. Til viðbótar hyggjast Icelandair og Wow Air bæta við 400-450 starfs- mönnum á næsta ári. Þá munu ýmis þjónustufyrirtæki þurfa fleira fólk. Gangi þessar spár eftir gæti flug- völlurinn einn og sér tekið til sín stóran hluta af náttúrulegri fjölgun á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Þannig áætlar Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, að fólki á vinnumarkaði fjölgi nú um að jafnaði 1.600 á ári. Störfum fjölgi meira og því fækki atvinnulausum. Daníel Kári Stefánsson, fram- kvæmdastjóri veitingakeðjunnar Joe & the Juice á Íslandi, segir erfitt að manna stöður á vellinum. „Við vorum þegar mest var með 45-50 starfsmenn í sumar og hefðum viljað hafa fleiri. Það gekk hins vegar erfiðlega að fá fólk. Það var orðin barátta um sama fólkið á Keflavíkur- flugvelli,“ segir Daníel Kári. Barátta um starfsfólkið  Isavia og 25 aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli ætla að fjölga starfsfólki  Yfir þúsund störf gætu bæst við 2016  Veitingamaður gat ekki mannað stöður Annar ekki eftirspurn » Til að setja þessar tölur í samhengi áætlar Vinnu- málastofnun að 327 ein- staklingar hafi verið án vinnu á Suðurnesjum í september. » Það er 2,9% atvinnuleysi. » Verður því að leita út fyrir svæðið til að finna starfsfólk. MÞúsundir … »4 Viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á verk- um Ragnars Kjartanssonar verður opnuð í samtímasafninu Palais de Tokyo í París á morgun. Verk Ragnars verða sýnd í sjö sýningarrýmum og meðal annars ný verk sem unnin hafa verið sérstaklega fyrir sýn- inguna síðan í fyrravor. Þar á meðal er myndbandsverk í átta hlutum sem tekið var í nokkrum löndum, átta tíma löng kvikmynd upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness og gjörningurinn „Bonjour“ sem leik- arar leika í 12 tíma á dag. „Ragnar er einfaldlega hér sem alþjóðlegur listamaður sem við elskum að vinna með,“ segir sýningarstjórinn. »33 Verk Ragn- ars sýnd í safni í París Ragnar Kjartans- son í nýju verki. Öln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.