Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Ekki er ofsögum sagt að góð stemn- ing hafi myndast í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardags- kvöldið. Þar var boðið upp á óvenju- lega blöndu; á sviðið stigu saman þungarokkssveitin Dimma, Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og Kammerkór Norðurlands. Þess óhefðbundni kokteill rann af- ar vel ofan í viðstadda svo ekki sé meira sagt. Uppselt var á tvenna tónleika og fljótlega verður dag- skráin einnig flutt í Hörpu. Tónlist Dimmu er þung, eins og nærri má geta; taktfast hörkustöff sem er þó blítt og ljúft á stundum og samspil þungarokksnaglanna og klassísku leikaranna heppnaðist vel. Þeir síðarnefndu virtust ánægðir með að fá að sleppa hraustlega fram af sér beislinu með óvenjulegum hætti, undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Konsertmeistarinn, Greta Salóme, leiddi fiðluhópinn af miklum móð og söng að auki eitt lag með sveitinni. Bræðurnir Ingó gít- arleikari og Silli Geirdal bassaleik- ari, söngvarinn magnaði Stefán Jak- obsson og Birgir Jónsson trommari, fóru hamförum. skapti@mbl.is Hörkustöff í Hofi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fögnuður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Ingó Geirdal gítarleikari, Stefán Jakobsson söngvari, Silli Geirdal bassi og trommarinn Birgir Jónsson. Bræðralag Ingó Geirdal og Silli bróðir hans fóru hamförum á sviðinu. Fjör Stebbi Jak söngvari, báðum megin frá, og Birgir Jónsson trommari. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Viðamesta sýning sem hingað til hefur verið sett upp á verkum Ragn- ars Kjartanssonar myndlistarmanns verður opnuð í samtímalistasafninu kunna Palais de Tokyo í París á morgun, undir yfirskriftinni „Seul celui qui connaît le désir“ (Aðeins sá sem þekkir þrána). Sýningin er sett upp í einum sjö sölum í safninu, sem er skammt frá Eiffel-turninum. Á henni gefur meðal annars að líta nýj- an gjörning, „Bonjour“, í viðamikilli sviðsmynd sem sýnir torg í þorpi í Suður-Frakklandi og augnabliks stefnumót manns og konu. Þá verð- ur frumsýnd röð nýrra myndbands- verka sem kallast „Senur úr vest- rænni menningu“ og eru eins konar „kvikmyndamálverk“; eitt er sena með hraðbáti á svissnesku stöðu- vatni, í öðru nýtur par ásta í míni- malísku umhverfi, þá sýnir eitt sundsprett, kofi brennur í skógi og eitt sýnir börn að leik. Titilverk sýningarinnar eru ný frístandandi málverk af snævi þökt- um fjöllum og klettum í anda sviðs- mynda leikhúsa; þá gefur að líta röð málverka af „Bjarna bömmer“ sem Ragnar málaði í menningarhúsinu Skúrnum í gjörningi í fyrra; hið langa kvikmyndaverk „Heimsljós – Líf og dauði listamanns“ verður sýnt en Ragnar vann það í fyrra með stórum hópi listamanna í safni í Vín- arborg; þá verða sýnd öll fjögur myndbandsverkin „Me and My Mother“ sem og röð myndverka sem Ragnar vann með föður sínum, Kjartani Ragnarssyni, og ekki er allt upp talið. Þá gefur safnið út veglega bók um verkin og listamanninn. Ragnar er bestur! „Ragnar er ekki listamaður sem hægt er að líma á merkimiða sem skilgreinir verk hans í eitt skipti fyr- ir öll, verk hans eru miklu marg- brotnari en svo,“ segir sýningar- stjórinn Julien Fronsacq og bendir á að listamennirnir sem safnið hafi valið að sýna og kynna í vetur séu af- ar ólíkir og margbreytilegir. „Ragnar fæst við málverk, hann gerir líka gjörninga, kvikmyndir, og tekst á við klassíska menningu og popp. Hann er afar góður listamaður fyrir þetta safn hér, Palais de Tokyo, að vinna með því hann hefur svo víða sýn og listsköpun hans er svo fjöl- breytileg. Hér gefur til að mynda að líta átta klukkustunda innsetningu út frá Heimsljósi Halldórs Laxness, nýja myndbandsinnsetningu með átta stuttum kvikmyndum, þá er gjörningurinn „Bonjour“ í gangi frá hádegi til miðnættis, fluttur af leik- urum; hér eru skúlptúrar, málverkin af Bjarna bömmer; þá eru hér öll fjögur myndbönd Ragnars með móður sinni auk nýrra vatnslita- verka sem hann gerði með föður sín- um. Fólk upplifir hér og sér alla helstu þætti listsköpunar Ragnars.“ Fronsacq segir að þótt þetta sé viðamesta sýning sem sett hefur verið upp með verkum Ragnars sé þetta ekki nein yfirlitssýning. „Og mögulega má sjá hér hvaða stefnu verk hans munu taka á næstu ár- um,“ bætir hann við. „Ragnar er ekki fulltrúi neinnar þjóðar eða stefnu hér í Palais de Tokyo, hann er einfaldlega hér sem alþjóðlegur listamaður, listamaður sem við elskum að vinna með. Hann fjallar í verkum sínum um lífið sjálft, um hluti sem við skiljum öll. Hér er tekist á við umbreytingu, til að mynda á verkum Laxness, það er umfjöllun um fjölskyldubönd, dæmi- gerðar birtingarmyndir hamingju, og þrána sem við berum öll í brjósti. Ragnar er ekki málari, fyrir honum er málverkið leið til að takast á við spurningar um lífið sem við eigum sameiginlegt. Við erum spennt fyrir að sýna slíka listamenn í þessu safni.“ Þegar spurt er hvort það sé erfitt fyrir sýningarstjóra að vinna með listamanni sem vinnur jafn fjöl- breytileg verk og Ragnar svarar Fronsacq: „Alls ekki! Ragnar er sannur atvinnumaður. Hann kann að láta hluti ganga vel í samstarfi, hann er gjafmildur og var reiðubúinn fyrir þá áskorun sem þessi sýning er fyrir feril hans í dag.“ Hann þagnar og bætir svo við: „Segðu öllum Íslend- ingum að Ragnar sé bestur!“ Fjölbreytileg verk Ragnars  Viðamikil sýning í Palais de Tokyo Birt með leyfi listamannsins og galleríanna Luhring Augustine og i8 Menningin Úr einu af átta nýjum kvikmyndaverkum Ragnars, Scenes from western culture, sem sýnd verða í fyrsta skipti í Palais de Tokyo í París. Birt með leyfi listamannsins og galleríanna Luhring Augustine og i8 Þráin Stilla úr umfangsmiklu kvikmyndaverki Ragnars Kjartanssonar, Heimsljós – Líf og dauði listamanns, sem sýnt verður í safninu í París. Hinn heimskunni kvikmyndaleik- stjóri og hugleiðsluforkólfur David Lynch hefur tekið höndum saman við menningarblaðamanninn Krist- ine McKenna og hyggjast þau vinna saman viðamikla bók um feril hans, undir heitinu Life and Work, og er útgáfa fyrirhuguð eftir tvö ár. „Það er svo mikið af kjaftæði þarna úti um mig, í bókum og á net- inu,“ segir Lynch í yfirlýsingu frá forlaginu sem gefur bókina út. „Ég vil að allar réttar upplýs- ingar séu aðgengilegar á einum stað, svo ef einhver vill vita eitthvað þá getur hann fundið það í bók- inni,“ bætir hann við. „Ég vildi ekki vinna þetta verk með neinum öðr- um en Kristine, samstarf okkar nær langt aftur, og hún tekur þetta rétt- um tökum.“ McKenna hefur skrifað um verk Lynch allar götur síðan á áttunda áratugnum en leikstjórinn er kunnur fyrir kvikmyndir á borð við Eraserhead og Mulholland Drive og þáttaröðina Twin Peaks. Þetta verður ekki hefðbundin ævisaga því McKenna tekur viðtöl við um 90 manns, vini, ættingja, fyrrverandi eiginkonur og sam- starfsmenn, auk þess sem Lynch, sem fæddist árið 1946, segir sjálfur frá sér og verkunum. Leikstjórinn Í bókinni verður rætt við um 90 manns um Lynch og verk hans. Lynch finnst nóg komið af kjaftæði CRIMSON PEAK 8,10:30 PAN 3D ÍSL 5:30 ÞRESTIR 5:50 KLOVN FOREVER 8,10:30 EVEREST 3D 5:30,8 SICARIO 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Ístað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.