Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alcoa Fjarðaál mun á næstunni ráða tugi starfsmanna, flesta í framleiðslu, en einnig til þess að sinna iðnaðar- störfum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, seg- ir að ástæðan fyrir ráðningunum sé vaktabreytingar í takt við nýja kjara- samninga. Verður nú unnið á átta klukkustunda vöktum í stað tólf áður. „Við erum að fjölga vaktahópunum. Í stað þess að keyra á fjórum vöktum munum við keyra á fimm,“ segir Dag- mar. Á álverssvæðinu starfa um 900 starfsmenn þegar verktakar eru tald- ir með. Hjá Alcoa starfa hins vegar um 470 manns. Að sögn hennar er ekki gert ráð fyrir aukalegum kostn- aði vegna ráðninganna þegar til lengri tíma er litið. „Við vonumst eftir því að með þess- ari breytingu geti starfsfólk annars vegar orðið meiri þátttakendur í sam- félaginu þar sem það er ekki að vinna eins langa vinnudaga. Eins vonumst við eftir því að kynjahlutföllin jafnist hjá okkur. Stefna fyrirtækisins er að vera með jöfn kynjahlutföll, en það er svolítið á brattann að sækja þar sem konur sækja síður í þessi störf. Við höfum greint það þannig að ein ástæða þess sé sú hve langar vakt- irnar voru,“ segir Dagmar. Hún segir að átta tíma fyrir- komulagið hafi verið tekið upp í skautsmiðju fyrirtækisins. Reynslan sýni að kynjahlutföll séu jafnari þar en í öðrum þáttum í starfsemi fyrir- tækisins. Átta tímar laði konur að  Alcoa bætir við sig tugum starfs- manna  Styttri vaktir henta konum Morgunblaðið/ÞÖK Tugir ráðnir Alcoa hyggst ráða tugi starfsmanna á breyttum vöktum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Olíumálverk Gunnlaugs Blöndal af Reykjavíkurhöfn var slegið á 2,1 milljón á listmunauppboði hjá Gallerí Fold í gærkvöldi. Var það dýrasta mynd uppboðsins. Fjölbreytt úrval mynda var boðið upp. Myndin sem starfsmaður sýnir hér er ein af þeim ódýrari, uppstill- ing með eplum eftir Atla Má. Reykjavíkurhöfn slegin á 2,1 milljón Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samninganefndir ríkisins, SFR, sjúkraliða og lögreglumanna sátu yf- ir samningum í Karphúsinu fram eft- ir kvöldi í gær. Tókst að leysa vanda- mál sem upp komu í gær. Verkfall SFR-félaga og sjúkraliða heldur áfram í dag. Ágætur gangur var í viðræðunum um helgina. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sagði í gærkvöldi að samningamenn stéttarfélaganna hefðu í því ljósi komið bjartsýnir á fund með fulltrúum ríkisins eftir há- degið í gær. Þá hefði komið bakslag í viðræðurnar. „Það tók allan daginn að leysa hnútinn sem myndaðist og hann leystist undir kvöld,“ sagði Árni. Boðað er til nýs fundar í dag, klukkan 14, og vonaðist Árni til að viðræðurnar færu í þann góða farveg sem þær voru í um helgina. Hann tók fram að enn sæi ekki fyrir endann. Í dag verður kröfuganga SFR, sjúkraliða og lögreglumanna. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 9 og gengið að stjórnarráðinu. Í dag er síðari dagur tveggja sólarhringa verkfalls SFR og sjúkraliða. Jafnframt stendur yfir ótímabundið verkfall SFR hjá Land- spítala og nokkrum stofnunum. Verkföllin hafa töluverð áhrif á þjón- ustu stofnana ríkisins við almenning, misjafnlega mikil þó. Þannig þyngdist róðurinn veru- lega á Landspítalanum í gær. Fjöldi sjúklinga sem innritaðir höfðu verið á bráðamóttöku beið þess að komast á viðeigandi deildir. Ástandið var tal- ið alvarlegt og erfitt að veita viðun- andi þjónustu við þessar aðstæður. Nokkuð um verkfallsbrot Nokkuð hefur verið um verkfalls- brot í verkfalli SFR, að því er fram kom á mbl.is í gær. Í því sambandi var rætt um brot kennara við Há- skóla Íslands og á deildum sem til- heyra geðsviði Landspítala. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmda- stjóri SFR, sagði að kennsla í heima- húsi og á skrifstofu kennara væri verkfallsbrot. Vésteinn Valgarðsson, aðaltrúnaðarmaður SFR á Landspít- alanum, sagði nokkuð um að starfs- fólk sem ekki er í SFR eða sjúkra- liðafélaginu, til dæmis hjúkrunar- fræðingar, sé kallað á vakt eða látið ganga í störf félagsmanna. Vonast til að viðræður komist í farveg á ný  Verkföll SFR og sjúkraliða halda áfram í dag Morgunblaðið/Eggert Fundað Samningamenn koma til fundar í Karphúsinu í gær. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Afrit var tekið af tölvupóstum fv. ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu, skv. reglum þar að lútandi. Þetta kemur fram í svari iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Tilefnið var tölvupóstur Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings Seðla- banka Íslands (SÍ), til sérstaks sak- sóknara í janúar 2014, þar sem fram kom að öllum tölvupóstum Jónínu S. Lárusdóttur, fv. ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu, hefði „verið eytt“. „Því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráð- herra finnst,“ skrifaði Sigríður í pósti sem Morgunblaðið hefur undir höndum, en vegna skorts á staðfest- ingu þáv. ráðherra veittu gjaldeyris- reglur SÍ ekki gilda refsiheimild. Fylgja þriggja mánaða reglu Svar iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins bendir til að sú skýring Seðlabankans við fyrirspurn ákæru- valdsins, að tölvupóstunum hafi ver- ið eytt, segi ekki alla söguna. Þannig segir í svarinu að við starfslok starfsmanns í Stjórnar- ráðinu sendi viðkomandi ráðuneyti Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins upp- lýsingar þar um. „Eftir 3 mánuði er tölvupósti þessa starfsmanns eytt af starfsmönnum Rekstrarfélags- ins. Þessi vinnu- regla, sem er skil- greind í Starfs- mannahandbók Stjórnarráðsins, var viðhöfð í til- felli Jónínu S. Lárusdóttur rétt eins og í tilvikum annarra starfsmanna sem hætta störfum hjá Stjórnarráðinu. Rekstrarfélagið fékk beiðni frá tengilið þess hjá efnahags- og við- skiptaráðuneytinu að eyða skyldi tölvupósthólfum 11 fyrrverandi starfsmanna ráðuneytisins, þar á meðal tölvupósthólfi Jónínu … Rétt er að taka fram að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins fékk enga beiðni frá Jónínu … þess efnis að tölvupósti hennar skyldi eytt. Allar beiðnir um slíka eyðingu berast Rekstrarfélag- inu frá skilgreindum tengiliðum inn- an hvers ráðuneytis … Afrit er tekið af öllum tölvupósthólfum skv. afrit- unaráætlun Rekstrarfélags Stjórn- arráðsins. Afritunaráætlunin er hluti af Starfsmannahandbók Stjórnar- ráðsins.“ Framkvæmd Seðlabankans á reglunum er nú til athugunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Afrit tekin af tölvupóstunum  Skýring Seðlabankans var ónákvæm  Afrit gætu gagnast í athugun nefndar Jónína Lárusdóttir Kólna mun jafnt og þétt í veðri alla þessa viku og gera má ráð fyrir raka og hálku á fjallvegum víða um land í dag. Þetta segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur. Eftir hlýindi og suðlægar áttir að undanförnu eru breytingar framundan og norðlægar vindáttir munu koma að landinu. Hitastig í byggðum og á láglendinu verður rétt ofan við frostmark lengst af. Uppi til fjalla og á þeim vegum sem hæst liggja verður hins vegar frost og vetrarfærð. Þetta mun hald- ast alla vikuna, segir Einar. Hann bætir við að norðanáttin muni hald- ast áfram um næstu helgi. Ekki sé hægt að segja ná- kvæmar fyrir um veðrið þá dagana þegar margir ganga til rjúpna. Rjúpnahelgarnar í ár eru fjórar, frá 23. október til 15. nóvember. „Þegar veiði- dagar eru fáir og veðurspá slæm er hættan sú að veiðimenn fari upp til fjalla í tvísýnu veðri og þá getur allt gerst. Við köllum því eftir að rjúpna- dögunum verði fjölgað,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís. sbs@mbl.is Vond veðurspá kall- ar á fleiri veiðidaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.