Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um fimm hundruð farandmenn og flóttamenn, þ. á m. allmörg smábörn, frá Miðausturlöndum eyddu aðfaranótt mánudags úti undir beru lofti í kulda og rigningu við borgina Trnovec á landa- mærum Króatíu að Slóveníu. Króatar ákváðu skyndilega í gær að opna landamærin að Serbíu og hleypa inn fólki sem þar beið þess að komast inn í Króatíu sem á aðild að Evrópusambandinu, öfugt við Serbíu. Að sögn talsmanna UNHCR, Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, var mikill skortur á brýnustu nauðsynjum hjá fólkinu. Heimta að Króatar hafi samráð  Slóvenar segjast ekki geta tekið við ótakmörkuðum fjölda farandfólks Slóvenar ákváðu um helgina að takmarka straum fólks inn yfir landamærin við 2.500 á dag. Segja þeir að um sé að ræða viðbrögð vegna fjöldatak- markana sem Austurríkismenn hafi sett við móttöku farand- og flóttafólks. Fulltrúar Austur- ríkismanna sögðu á hinn bóg- inn að ekki hefðu verið settar neinar fjöldatakmarkanir af þessu tagi. Króatar og Slóvenar hafa að undanförnu haft gott samstarf um viðbrögð við vandanum en nú er Vesna Gyorkos Znidar hlaupin snurða á þráðinn. Innanríkisráðherra Slóveníu, Vesna Gyorkos Znidar, sagði það alger- lega óviðunandi hegðun hjá Króötum að senda „mikinn fjölda innflytjenda“ með lest í átt að landamærunum án þess að hafa um það samráð við slóvensk stjórnvöld. Útilokað væri fyrir Sló- vena að taka við svo miklum fjölda fólks í einu. Óttast er að kólnandi veður geti nú valdið aukn- um vanda á Balkanskaga. Margir farandmenn við landamæri Serbíu og Króatíu höfðu í gærmorgun leitað út á akra í grennd við landamærastöðvar til að forðast króatíska lögreglumenn er meinuðu þeim inngöngu. Sumir höfðu vafið plastpokum um fæturna til að verjast leðju og kulda. Þjóðflutningar » Hundruð þúsunda manna frá Miðausturlöndum, Afgan- istan og norðanverðri Afríku hafa á síðustu mánuðum hald- ið frá Tyrklandi til Balkanskaga í von um að komast þannig til Þýskalands. » Ungverjar hafa nú sett upp öfluga girðingu á landamærum sínum til að stöðva fólks- strauminn og hefur það tekist. Aðdáandi kínverska helgidómsins Bang Neow í borginni Phuket í Taílandi stillir sér upp fyrir ljósmyndara eftir að hafa sýnt trúrækni sína með því að gata báðar kinnar og stinga skammbyssuhlaupum inn í munnholið. Ár hvert er haldin svonefnd grænmetisætuhátíð í Phuket. Unnendur helgidómsins skera sig með sverðum, stinga í sig oddhvössum hlutum og pynta sjálfa sig með öðrum hætti til að hreinsa sig og samfélagið af synd. AFP Ný gerð af skammbyssuslíðri Ótti hefur gripið um sig í Ísrael vegna árása sem gerðar hafa verið á óvopnaða borgara á götum úti, oft með hnífum. Á sunnudag gerði ísr- aelskur bedúíni, Mohind al-Okbi, árás með hníf og byssu á fólk við biðstöð strætisvagna í borginni Beersheba og féllu tveir auk þess sem rúmlega tugur vegfarenda særðist, að sögn Washington Post. Frá byrjun október hafa palest- ínskir árásarmenn orðið átta Ísr- aelum að bana. Lögreglan hefur fellt minnst 18 af árásarmönnunum. Gagnkvæm tortryggni er mikil eins og sést vel þegar kannað er mál 13 ára Palestínudrengs, Ah- meds Manasra. Hann og 15 ára fé- lagi hans gerðu fyrir viku hnífaárás á tvo gyðinga í Jerúsalem, lögregl- an felldi þann eldri en ekið var á Manasra. Er hann lá slasaður á götunni formælti fólk drengnum og hrópaði á hebresku: „Deyðu!“ Myndskeið frá staðnum fór eins og eldur í sinu um samskiptamiðla Pal- estínumanna. Mahmoud Abbas Palestínuforseti sagði Ísraela hafa tekið „börn af lífi með köldu blóði eins og þeir fóru með barnið Ahmed Manasra og fleiri börn í Jerúsalem og víðar“. En lögreglan fór með Manasra á ísraelskt sjúkrahús, Hadassah, og er hann úr allri hættu en handjárn- aður. Abbas segist nú hafa fengið rangar upplýsingar. kjon@mbl.is Hnífaárásir gerðar á göt- um Ísraels  Samskiptamiðlar í Palestínu loga Á lífi Palestínski drengurinn Man- asra á ísraelska sjúkrahúsinu. Nokkrir embættismenn hjá Samein- uðu þjóðunum reyndu nýlega án árangurs að koma því til leiðar að samþykktar yrðu tillögur um að hætt yrði að lögsækja þá sem nota og hafa undir höndum ólögleg fíkni- efni, að sögn BBC. Fulltrúar minnst eins aðildarríkis munu hafa beitt þrýstingi til að stöðva tillögurnar. Áður hafa margar af undirstofn- unum SÞ og skrifstofa fram- kvæmdastjórans, Ban Ki-moons, vakið athygli á þeim „geysilega pen- ingalega kostnaði og þjáningum fyr- ir fólk“ sem núverandi refsistefna hafi í för með sér, eins og kaupsýslu- maðurinn Richard Branson segir í bloggi. Hann á sæti í alþjóðlegri nefnd um stefnu í fikniefnamálum. Lekið var skýrslu frá UNODC, stofnun á vegum SÞ í Vín, sem tekst á við glæpi sem tengjast fíkniefnum og var markmiðið að fá hana rædda á ráðstefnu í Malasíu í nóvember. Lagt var til að aðildarríkin íhuguðu að afnema refsingar við því að nota fíkniefni til einkaneyslu. Handtökur og fangelsun væru aðgerðir sem væru allt of harkaleg viðbrögð. Dr. Monica Beg, yfirmaður al- næmisdeildar UNODC í Vín, mun hafa samið skýrsluna. En heimild- armenn BBC hjá UNODC segja að stofnunin sem slík hafi aldrei lagt blessun sína yfir tillögurnar. kjon@mbl.is Fíkniefni verði áfram bönnuð AÐEINS 2 DAGAR þar til við drögum út Suzuki Vitara GLX að verðmæti 5.440.000 kr. í áskriftarleik Morgunblaðsins. Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur Sveif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.