Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 27
námskeið um aðferðina í 15 ár. Hún
heldur úti vefsíðunni www.baujan.is
og hefur gefið út bókina Baujan,
sjálfshjálparbók, 2006, en hún kom út
í enskri þýðingu 2009.
Bauja hefur haldið fjölda fyrir-
lestra og kynninga á vegum Reykja-
víkurborgar, við ýmsar stofnanir, fyr-
irtæki, í fjölda skóla, fyrir áhafnir
skipa, í saumaklúbbum og fyrir fé-
lagasamtök sem og námskeið fyrir
fagfólk frá 2003 en þau námskeið hafa
sótt um 200-300 manns.
Bauja fór til Kenýa árið 2007 og
dvaldi þar í eitt ár: „Þetta var árið
fyrir hrun og ég var bókstaflega að
kafna hér heima úr peningahyggju og
neysluæði Frónbúans. Í Kenýa gekk
ég frá bókinni minni, ferðaðist heil
ósköp, sinnti leiðsögn fyrir íslenska
ferðamenn þar og einstaklings-
kennslu og ráðgjöf í sjálfstyrkingu.
Ég hafði á sínum tíma verið fengin
til að styðja Rosemary Atieno At-
hiembo, eiginkonu Paul Ramses, en
honum var vísað úr landi árið 2008 en
Rosemary varð hér eftir með nýfætt
barn þeirra. Fjölskyldan sameinaðist
svo aftur síðar sem íslenskir ríkis-
borgarar og þau hafa verið að safna
fé, m.a. með skrautmunasölu, fyrir
leikskóla og grunnskóla við Viktoríu-
vatn.
Þau vildu að ég væri við opnun
grunnskólans og ég er nýkomin úr
þeirri ferð. Það er ótrúlegt hverju þau
hafa áorkað og hjálparstarf þeirra er
óendanlega mikilvægt.“
Fjölskylda
Dætur Guðbjargar eru Ásdís Þula
Þorláksdóttir, f. 19.4. 1988, nemi í
kvikmyndaleik í Los Angeles, og
Kristín Þorláksdóttir, f. 14.2. 1992,
nemi í myndlist í Toronto.
Alsystkini Guðbjargar eru Jón Sig-
urður Thoroddsen, f. 8.12. 1948; Hall-
dóra Thoroddsen, f. 2.8. 1950;
Ásdís Thoroddsen, f. 26.2. 1959.
Hálfsystkini Guðbjargar, sam-
feðra: Óttar Thoroddsen, f. 18.12.
1928, d. 17.9. 1929; Dagur Sigurð-
arson Thoroddsen, f. 6.8. 1937, d. 19.2.
1994; Bergljót Njóla Thoroddsen, f.
20.12. 1938; Signý Thoroddsen, f.
13.8. 1940, d. 11.12. 2011.
Foreldrar Bauju voru Ásdís
Sveinsdóttir Thoroddsen, f. 18.3.
1922, d. 10.11. 1992, gullsmiður í
Reykjavík, og Sigurður Thoroddsen,
f. 24.7. 1902, d. 28.7. 1983, verkfræð-
ingur og myndlistarmaður.
Í tilefni afmælisins ætlar Bauja að
bjóða systkinum sínum og frænku í
góðan mat og skála fyrir vinum og
vandamönnum, lífinu og tilverunni.
Úr frændgarði Guðbjargar Thoroddsen
Guðbjörg
Thoroddsen
Bauja
Hólmfríður Theodóra Ebenesardóttir
húsfr. á Skálmarnesmúla
Jón Þórðarson
hreppstj. á Skálmarnesmúla
Halldóra Kristín Jónsdóttir
húsfr. á Eyrarbakka og í Rvík
Sveinn Guðmundsson
járnsm. á Eyrarbakka og í Rvík
Ásdís Sveinsdóttir
Thoroddsen
gullsmiður í Rvík
Margrét Jónsdóttir
frá Álfsstöðum á Skeiðum
Guðmundur Gíslason
b. á Nýjabæ í Ölfusi
Halldóra Kristín Thoroddsen
myndlistarm.
Ásdís Thoroddsen
kvikmyndagerðarm.
Unnur Thoroddsen
húsfr. á Flateyri og í Rvík
Sigurður Thoroddsen lands-
verkfræðingur og yfirkennari
Ásthildur Thorsteinsson
húsfr. á Bíldudal og í Rvík
Auður Sveinsdóttir Laxness
húsfr. á Gljúfrasteini
Steinunn Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Arngerðareyri
Þorvaldur Thoroddsen
náttúrufræðingur
Kristín Ólína Thoroddsen
yfirhjúkrunarkona og skólastj.
Katrín Thoroddsen
alþm. og læknir
Guðmundur
Thoroddsen
læknaprófessor
Katrín
Jakobsd.
alþm.
og fyrrv.
ráðherra
Skúli Halldórs-
son tónskáld
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra
Muggur
myndlistar-
maður
Guðný
Halldórsd.
kvikmynda-
gerðarm.
Baldvin Halldórsson
leikari í Rvík
Þorvaldur
Steingrímss.
fiðluleikari
Sigríður
Þorvaldsd.
leikkona
Skúli
Thoroddsen
augnl. í Rvík
Magnús Skúla-
son arkitekt
Guðmundur Thoroddsen
myndlistar- og tónlistarm.
í Hollandi og á Ísafirði
Einar Thoroddsen
læknir og vínsmakkari
Katrín
Ólafsdóttir
Sívertssen
húsfr.
Guðmundur Einarsson
prófastur og alþm. á Breiðabólstað á Skógarstr.,
bróðir Þóru, móður Matthíasar Jochumssonar
Theodóra F.G. Thoroddsen
skáldkona
Skúli Thoroddsen
sýslum., alþm. og ritstjóri á
Ísafirði, Bessastöðum og í Rvík
Kristín Ólína,
dóttir Þorvalds
Sívertsen
umboðsm. í
Hrappsey
Jón Thoroddsen
skáld og sýslum. á Leirá
Emil Thoroddsen
myndlistarm. og tónskáld
Kristín Katrín
Thoroddsen
húsfr. á Akureyri
Dagur Sigurðson
ljóðskáld
Signý
Thorodd-
sen sál-
fræðingur
í Rvík
Sigurður Thoroddsen
verkfr., alþm. og
myndlistarm. í Rvík
Þórður Thoroddsen
alþm. og læknir í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015
85 ára
Haukur Guðjónsson
Sigrún Clausen
Sigurður Björnsson
Sigurjón Einarsson
Sigurþór Jónsson
80 ára
Sævar Sörensson
75 ára
Grétar Þorsteinsson
Guðmundur Sigþórsson
Haukur Sölvason
Kristín Egilsdóttir
Kristján Oddgeirsson
Margrét Kristjánsdóttir
Rafn Georg Sigurbjörnsson
Þórhildur Halldórsdóttir
70 ára
Hermann R. Herbertsson
Svanhildur Ólafsdóttir
60 ára
Árni Ingi Stefánsson
Björn Sigurðsson
Guðni Sigurðsson
Guðrún Tryggvadóttir
Ingibjörg Kristrún
Einarsdóttir
Jón Sigurðsson
Penny Lynn Ormston
Sigríður Gissurardóttir
Unnur Herdís Ingólfsdóttir
50 ára
Albert Guðmundsson
Guðjón Þór Kristjánsson
Guðlaug Árnadóttir
Guðný Karólína Axelsdóttir
Hafrún Traustadóttir
Halla Guðbjörg
Þorsteinsdóttir
Heimir Hrafnkelsson
Inga Björk Emilsdóttir
Kristín Knútsdóttir
Margrét Pétursdóttir
Þorsteinn Jónsson
40 ára
Anna Margrét Árnadóttir
Ástþór Karl Bjarnason
Birna Guðrún Baldursdóttir
Bojan Desnica
Guðrún Vala Davíðsdóttir
Iwona Bojar
Kristjana Björg Sveinsdóttir
Lára Oddsteinsdóttir
30 ára
Daði Snorrason
Hjaltey Sigurðardóttir
Inga Sjöfn Sverrisdóttir
Jakob Filippus Pétursson
Joanna Gryczman
Rebecca Anne Laidlaw
Silvía Dröfn Sveinsdóttir
Urszula Stodolna
Zuhaitz Akizu Gardoki
Til hamingju með daginn
30 ára Tanja býr í Reykja-
vík, lauk viðskiptafræði-
prófi frá HR og starfar hjá
True North.
Maki: Ólafur Pálsson, f.
1981, alþjóðlegur við-
skiptastjóri hjá Orf líf-
tækni.
Dætur: Hrafnhildur Mía,
f. 2013, og Helena, f.
2014.
Foreldrar: Telma Tóm-
asson, f. 1962, fréttam. á
Stöð 2, og Hallvarður E.
Þórsson, f. 1962, d. 2009.
Tanja Berglind
Hallvarðsdóttir
30 ára Sigurður býr í
Reykjavík, lauk stúdents-
prófi frá MA og atvinnu-
flugmannsprófi í Bret-
landi og er flugmaður hjá
Icelandair.
Systir: Rósa Matthías-
dóttir, f. 1975, jógakenn-
ari, tækniteiknari.
Foreldrar: Matthías Hen-
riksen, f. 1955, heilari og
nuddari á Akureyri, og
Snjólaug Sigurðardóttir, f.
1956, starfsmaður við Ís-
landsbanka á Akureyri.
Sigurður Steinn
Matthíasson
30 ára Birgitta ólst upp á
Hólmavík og á Akranesi,
býr þar, er einkaþjálfari og
stundar kennaranám við
HA.
Bræður: Vilhjálmur, f.
1981, sjómaður, og Mar-
vin, f. 1994, starfar við
Kaffi París í Reykjavík..
Foreldrar: Linda Péturs-
dóttir, f. 1962, sjúkraliði,
og Þröstur Vilhjálmsson,
f. 1961, kerstjóri við Norð-
urál á Grundartanga. Þau
búa á Akranesi.
Birgitta Dröfn
Þrastardóttir
Taru Lehtinen hefur varið doktors-
ritgerð sína í landfræði við Háskóla
Íslands og University of Natural Re-
sources and Life Sciences (BOKU) í
Vínarborg. Verkefnið ber heitið Eðli og
einkenni samkornunar og lífræns
efnis í jarðvegi á ræktarlandi í Evrópu
(Characterization of soil aggregation
and soil organic matter in European
agricultural soils).
Lífrænt kolefni í jarðvegi og sam-
kornun jarðvegs eru mikilvæg fyrir
gæði hans. Þessi ritgerð fjallar um
gagnkvæma virkni lífræns efnis og
samkorna í jarðvegi á ræktarlandi í
Evrópu, en beitt var nýrri aðferð við
sundrun stórra samkorna til að auð-
velda rannsóknirnar. Ritgerðin fjallar
einnig um áhrif blöndunar lífrænna
leifa af ræktarlandi í jarðveg á lífrænt
kolefni í jarðvegi og losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Samkornin sundruðust
mest í andisol og entisol, en einnig í
alfisol, ultisol og inceptisol, í þeirri
röð. Stöðugleiki stórra samkorna var
háður kornastærðardreifingu og einn-
ig magni skiptanlegra Mn og Mg-jóna.
Niðurstöður benda til þess að stig-
skipting samkornunar í jarðvegi á Ís-
landi og í Austurríki sé minni en sýnt
hefur verið fram á
annars staðar.
Jákvæð fylgni var
milli stórra sam-
korna og Mn-oxíða
í íslenskum jarð-
vegi og Fe-oxíða í
austurrískum, og
milli stórra sam-
korna og lífmassa
sveppa í jarðvegi beggja landanna.
Þegar lífrænt innihald íslensks jarð-
vegs var lítið var um 40-70% af líf-
rænu kolefni og köfnunarefni í stórum
samkornum, en þegar hlutur lífræns
efnis var mikill var um 70% þess lítt
niðurbrotið lífrænt efni. Breytileiki í
lífrænu kolefni og köfnunarefni í jarð-
vegi í Austurríki réðst af kornastærð-
ardreifingu og sennilega af aldri jarð-
vegs. Áhrif íblöndunar lífrænna leifa í
jarðveg víða í Evrópu leiddi til 7%
aukningar á lífrænu kolefni, en sex
sinnum meiri losun á CO2 og tólf sinn-
um meiri á N2O. Þörf er á frekari rann-
sóknum til að skilja þau ferli sem
tengja íblöndun lífrænna leifa við
samkornun jarðvegs sem og gagn-
kvæma virkni samkorna við lífrænt
efni í jarðvegi.
Taru Lehtinen
Taru Lehtinen fæddist árið 1981 í Urjala í Finnalndi. Hún lauk MSc (Magister)
námi í umhverfisfræði frá Gautaborgarháskóla í janúar 2009 og MS prófi í um-
hverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands í júní 2010. Taru hóf doktorsnám í
landfræði árið 2010 og lauk því 2014. Hún starfar nú sem nýdoktor við Institute
for Sustainable Plant Production at the Austrian Agency for Health and Food
Safety í Vínarborg. Taru er í sambúð með Hans Göransson plöntuvistfræðingi frá
Gautaborg í Svíþjóð.
Doktor
4-hjóla stýrðar hjólaskóflur
Fjórhjólastýrðu hjólaskóflurnar frá KRAMER eru áhugaverður kostur og hafa margt
umfram liðstýrðar vélar:
n Lægri eiginþyngd með sömu burðargetu.n Byggðar á heilli grind.n Geta keyrt
og beygt með það sem þær lyfta.n Lágbyggðar og stöðugar vélar.n Fáanlegar með
lyftigetu upp að 4,3 tonnum.nMöguleiki á 40 km aksturshraða, tilvalið í snjómokstur.
n Hægt að skrá sem traktor með dráttargetu upp á allt að 16 tonnum.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is