Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Tæplega 1% Íslend- inga hefur með- fæddan genagalla – stökkbreytingu – sem eykur mjög líkur á krabbameini í brjóst- um. Stökkbreytta genið heitir BRCA2, sem er stytting á „BReast CAncer gene nr. 2“. Genið fannst fyrir 20 árum, skömmu eftir að BRCA1 genið var uppgötvað. Á Íslandi fæðast mjög fáir einstaklingar með stökkbreyt- ingu í BRCA1 en aftur á móti er ein tiltekin BRCA2 stökkbreyting óvenju algeng hjá þjóðinni. Þótt þessi merku gen kallist brjósta- krabbameinsgen þá stuðla þau bæði að vernd gegn krabbamein- um ef þau eru heil og starfhæf. Talið er að stökkbreytingar í þeim valdi 5-10% allra brjósta- krabbameina. Áhætta íslenskra kvenna á að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt er rúmlega 8% en áhætta BRCA2 arfbera er 72%. Hjá báðum hópum hefur áhættan fjórfaldast frá upphafi 20. ald- arinnar. Frægasti arfberi BRCA1 stökkbreyt- ingar er eflaust leik- konan Angelina Jolie sem greindi frá því í fjölmiðlum fyrir tveimur árum að hún hefði látið fjarlægja bæði brjóstin í for- varnarskyni. Í mars síðastliðnum lét hún einnig fjar- lægja eggjastokkana, en sú aðgerð dregur úr áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum. Fjar- læging þessara líffæra er sterk forvörn en hún er samt ekki eina ráðið. Sumum arfberum hentar betur að vera undir stöðugu eft- irliti og á Íslandi er meðal annars hægt að fá ráðleggingar varðandi forvarnir hjá Erfðaráðgjöf Land- spítalans. Í heiminum hefur orðið bylting á sviði þekkingar á tengslum erfða og sjúkdóma og hratt bætist við. Íslenskir vísindamenn eru meðal þeirra sem þar hafa lagt hönd á plóg svo um munar. Auk til- tölulega fátíðra há-áhættu stökk- breytinga eins og BRCA1 og BRCA2 er algengur smávægilegur breytileiki á víð og dreif um erfða- efnið sem getur tengst lítillega aukinni sjúkdómsáhættu. Þegar saman koma áhrif frá mörgum stöðum í erfðaefninu fer einnig að muna um áhrifin af þessum erfða- breytileika. Uppgötvanir erfðafræðinnar hafa opnað áður óþekkta mögu- leika til eflingar lýðheilsu, svo sem einstaklingsmiðaðra forvarna gegn sjúkdómum þar sem þekking á arfgerð einstaklinga gegnir lyk- ilhlutverki. Nýlega lýsti vís- indakonan Mary Claire King, frumkvöðull í rannsóknum á brjóstakrabbameinsgenum, þeirri skoðun sinni að rétt væri að skima allar konur fyrir stökkbreytingum í BRCA genum, en það er hægt að gera með blóðrannsókn. Hún bendir á að ekki dugi að leita hjá konum með fjölskyldusögu því í nýrri rannsókn kom í ljós að 50% kvenna með meðfæddar BRCA stökkbreytingar höfðu enga fjöl- skyldusögu. Þetta skýrðist af því að í þessum fjölskyldum voru fáar konur eða af því að stökkbreyt- ingin var fyrir tilviljun frekar til staðar í körlum en konum. Mary Claire bendir einnig á að þrátt fyrir kostnað við skimun fyrir stökkbreytingum gæti hún leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu vegna fækkunar á einstaklingum sem þyrftu á dýrri krabbameins- meðferð að halda. Brjóstakrabbamein greinist fyrr á ævinni hjá konum með BRCA2 stökkbreytingu en hjá öðrum kon- um. Af þeim sem fá brjósta- krabbamein og eru með stökk- breytingu greinist rúmlega helmingur fyrir fimmtugt sam- kvæmt íslenskri rannsókn, en sambærileg tala fyrir allar ís- lenskar konur er 20%. Hægt er að fara í erfðapróf frá og með 18 ára aldri. Hér verður því ekki svarað hvort rétt sé að skima allar konur fyrir BRCA2 stökkbreytingum. En ef til þess kemur þarf vand- aðan undirbúning. Meðal annars verður að bjóða þessum fjöl- breytta hópi kvenna öfluga ráðgjöf þegar þær hafa fengið að vita að þær beri stökkbreytingu. Stöðugt bætist við ný þekking, bæði varð- andi áhrif þeirra aðgerða sem í boði eru og einnig um breytileika í áhættu arfbera vegna annarra erfða og fleiri þátta. Mikilvægt er að miðlun þessara upplýsinga fari í einn öflugan farveg þar sem hægt verði að ráðleggja hverri konu á einstaklingsgrundvelli og aðlaga ráðgjöfina jafnóðum að nýrri þekkingu. Á að skima fyrir stökkbreytingunni BRCA2 Eftir Laufeyju Tryggvadóttur Laufey Tryggvadóttir » Fjarlæging þessara líffæra er sterk for- vörn en hún er samt ekki eina ráðið. Sumum arfberum hentar betur að vera undir stöðugu eftirliti. Höfundur er faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags Íslands. Í nýrri skýrslu norska varnar- málaráðuneytisins 1) um öryggi og varnir landsins, er gerð skil- merkileg grein fyrir því, hver hætta getur stafað af seinni tíðar hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurskauts- svæðinu. Brugðið er upp tveim sviðs- myndum með Rússland sem and- stæðing og sýna þær stigmögnun tvíhliða hættuástands og sameig- inlegar aðgerðir til varnar Eystra- saltsríkjunum. Sú þriðja sýnir hryðjuverkaárás við töku ISIS á norsku ferjuskipi með 2.200 farþega í Skagerak. Tekið er fram að ekki sé þar með sagt, að hernaðarátök við Rússa séu líkleg eða óhjákvæmileg. Á hinn bóginn sé fyrir öllu að hafa trúverðuga stefnu í varnar- og ör- yggismálum til að forðast slík átök. Ekki er ráðrúm til að lýsa frekar þessum sviðsettu atburðum og að- gerðum gegn Noregi, en þær fá á sig aukinn raunveruleikablæ nú þegar Rússar herða aðgerðir sínar í Sýr- landsdeilunni. Því nefnir Stolten- berg, aðalframkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, nú þann möguleika að NATO-ríkin muni senda herafla til Tyrklands vegna aðgerða Rússa. Saga tölvuárása (e. offensive cy- ber activity) er sögð lengri en al- mennt er talið enda eru varnir á þessu sviði ný viðfangsefni. Þar eru Eistlendingar frumkvöðlar. Þetta er tilkomið vegna geipimikillar tölvu- árásar Rússa á Tallinn 2007, sögð vera vegna flutnings sovésks minn- ismerkis um sigurinn í heimsstyrj- öldinni. Þetta fyrsta tölvustríð stóð í þrjár vikur og olli miklu tjóni í hinu tölvuvædda Eistlandi sem einangra þurfti um tíma á netinu til mikils tjóns fyrir banka- og viðskipta- starfsemi. Þetta varð til þess að NATO setti netöryggi og varnir á dagskrá og kom á fót Cooperative Cyber Defense Center of Excellence í Tallinn 2008. Þessa er minnst í Áhættumatsskýrslu utanríkisráðu- neytisins frá 2009. Væntanlega liggja frekari upplýs- ingar af heimavettvangi fyrir um þessi mál, en þetta er tekið fyrir í hinni framangreindu norsku skýrslu. Í því sem segir um þá sviðs- mynd að átök verði við Rússa (þó ekki svo að þau varði við 5. grein sem kallar til almennr- ar hervæðingar), að gert sé ráð fyrir að tölvuárásir verði gerðar á viðkvæma tölvuvæð- ingu grunnstoða um landið allt. Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á netöryggi með svo- kölluðu „varslings- system for digital in- frastruktur“ og eru þeir taldir mjög vel settir meðal Evrópuþjóða á þessu sviði. Hvar stöndum við og hvað geta Íslend- ingar gert upp á eigin spýtur á þessu sviði til að tryggja öryggi okkar yf- irleitt en sérstaklega á tímum við- sjár? Auknar öryggisgreiningar (e. in- telligence og surveillance) eru fyrsta áhersluatriðið sem norska skýrslan bendir á að efla skuli. Nú er það svo, að á þessu sérstaka sviði er nokkur fráfælni eða andúð meðal Íslend- inga. Það er því merkilegt að Vest- ur-Íslendingurinn Sir Willam Steph- enson, frá Union Street Íslendinga- hverfinu í Winnipeg, skuli hafa verið áhrifavaldur um að koma upp slíkri starfsemi í bæði London og Wash- ington í stríðinu, þekktri sem MI5 og CIA. Ekki svo að skilja að við höf- um þörf fyrir slíkt, né getu til að standa undir þess háttar stofnunum. Hins vegar er augljóst að hér þarf að vera öflug og trúverðug móttöku- geta fyrir trúnaðarlegt upplýs- ingaflæði á öryggissviðinu. Svo er væntanlega þegar reyndin með því sem fyrir er í uutanríkisráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og Landhelg- isgæslunni. En ætti það ekki að vera sameinað undir einn hatt í sérstakri stofnun, eins og orðið var með Varn- armálastofnuninni? 1) A Unified Effort to Strengthen the De- fence of Norway, Expert Commission on Norwegian Security and Defence Policy, Norwegian Ministry of Defence, 2015 Árásarhætta og netöryggi Eftir Einar Benediktsson »En ætti það ekki að vera sameinað undir einn hatt í sérstakri stofnun, eins og orðið var með Varnarmála- stofnuninni? Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Ómar Ragnarsson segir mig vera á „ villi- götum útá túni“ í að- sendri grein í Morg- unblaðinu 16. október og vísar þar í grein er ég skrifa í sama blað þann 10. sama mán- aðar. Það sem Ómar gerir að umtalsefni úr þeirri grein er kolefn- isjöfnuður. Til að byrja með þá er rétt að benda á að undirritaður er enginn sérfræðingur um kolefnisjöfnuð og sæki ég fróðleik til mér fróðari manna sem Ómar ætti að hafa áttað sig á hefði hann lesið greinina af at- hygli. Vitna ég í svar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen þingmanns um losun gróðurhúsaloft- egunda. Þar segir að á árinu 2012 – og er þá verið að tala um losun á því ári – hafi aðeins 4.101 þúsund tonn af 15.730 þúsund tonna heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi talist inni í Kyoto-bókuninni. Stærsti hlutinn telst ekki með eða losun sem stafar af framræstu landi! Einnig kemur fram í grein minni að af skráðri losun í Kyoto-bókuninni sé 13% losunar af völdum fólksbíla. Stóra spurningin er, hvaðan koma hin 87% og hvernig á að bregðast við því?! Það sem mér finnst athyglivert er að ef við tökum heildarlosunina hér á landi þá vega fólksbílar aðeins 4%. Ekki er um bindingu á kolefnum að ræða meðan skurðir sem ekki eru nýttir standa opnir. Ekki flókið dæmi, en það sem ég hins vegar skil ekki í skrifum Ómars er hvað dáið fólk hefur með losun á gróðurhúsa- lofttegundum á þessu viðmiðunarári að gera sem vitnað er í. Eitthvað hef- ur Ómar líka misskilið það sem ég skrifa um eyðingu skóga en þar var ég að benda á að líklegast væri ekki skynsamlegt að ryðja burt skógum og búa til akur svo hægt væri að rækta matvæli sem notuð væru til þess að framleiða bætiefni í bensín, en bent hefur verið á að ræktun skóga sé til bóta fyrir loftslags- bókhaldið. Það er hins vegar útreikn- ingur sem ég hef ekki reynt eins og ýjað er að. Ómar fær það út að ég vilji alls ekki hrófla við útblæstri bíla hér á landi, þar fer hann með rangt mál. Vissulega þarf að draga úr útblæstri bíla, en það sem ég hinsvegar segi er að það hefur sannarlega verið gert og er ég nokkuð viss um að engin iðn- grein hefur gert jafnmikið í þeim málum á jafnstuttum tíma og bíl- greinin. Því starfi er hvergi lokið og eigum við eftir að sjá stórar framfar- ir í þeim málum á næstunni. Ómar bendir réttilega á að án að- gerða til kolefnisjöfnunar inn í loft- lagsbúskapinn, með endurheimtingu votlendis, ræktun skóga o.fl., mun sá árangur er við stefnum að tæplega nást. Þær aðgerðir munu hins vegar ekki draga úr útblæstri bíla eins og Ómar kýs að lesa úr skrifum mínum, heldur eru það áhrifaríkar mótvæg- isaðgerðir. Þar kemur hann að þeim hluta sem ég var m.a. að benda á í minni grein, eða að meta þurfi alla þætti inn í aðgerðir til þess að draga úr losun, hnattrænt til bóta fyrir um- hverfið. Þá getum við með opnum huga skoðað hvað það er sem við get- um best og mest gert hér heima til að taka þátt í þeim aðgerðum án þess að horfa eins og veðhlaupahestur á eina braut með eitt þröngt markmið. Veit ég vel að ekki dugar bara að moka of- an í skurði en enginn árangur næst ef umræðan er einhlít og öfgakennd. Kýs ég frekar að vera „útá túni“ en fastur ofan í skurði og sjá ekki uppúr honum. Með útsýni úti á túni Eftir Özur Lárusson Özur Lárusson » Veit ég vel að ekki dugar bara að moka ofan í skurði en enginn árangur næst ef umræð- an er einhlít og öfga- kennd. Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Bátsbein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.